Gvatemala: Mannréttindasinni myrtur

Mannréttindasinninn Juana Raymundo hvarf þann 27. júlí í Quiché héraði, í Norðvestur-Gvatemala og fannst lík hennar næsta dag. Hún var 25 ára gömul og meðlimur í samtökunum Campesion development committee (CODECA). Juana er áttundi mannréttindasinninn sem er myrtur í Gvatemala á þremur mánuðum. 

Juana var hjúkrunarfræðingur og leiðtogi í Nebaj, í Quiche héraði, í Norðvestur-Gvatemala. Hún hefur verið meðlimur í CODECA síðastliðin fimm ár og var nýlega kosin í framkvæmdarstjórn samtakanna. Hún tók þátt í að afla nýrra meðlima og þjálfa. Hún hvarf kvöldið 27. júní en nágrannar hennar tilkynntu líkfund til lögreglu daginn eftir.

CODECA hefur beðið yfirvöld að rannsaka morðin á mannréttindasinnunum sem tilheyra samtökunum. Samtökin eru mannréttindasamtök staðsett í Suchitepéquez héraði. Þau hafa meðal annars unnið að því að leiðrétta laun bænda og að þjóðnýta raforku. Meðlimir verða stanslaust fyrir áreiti vegna vinnu sinnar og er Juana áttundi mannréttindasinninn sem er myrtur á skömmum tíma.

SMS-félagar hvetja yfirvöld til að hefja yfirgripsmikla rannsókn á morðinu á Juönu og öðrum mannréttindasinnum. Einnig kalla þeir á að yfirvöld tryggji öryggi meðlima samtakanna, fordæmi þessa morðöldu og viðurkenni mikilvægi starfs mannréttindasinnanna opinberlega.

Skráðu þig í sms-aðgerðarnetið hér.