Gvatemala: Morðalda á mannréttindasinnum

Mannréttindasinnarnir Florencio Pérez Nájera og Alejandro Hernández García frá CODECA, samtökum smábænda í Campesino í Gvatemala voru myrtir á hrottafenginn hátt þann 4. júní. Yfirvöld verða að bregðast við og binda enda á þá morðöldu sem geisað hefur í landinu en sex mannréttindasinnar liggja í valnum á innan við mánuði.

Þeir Florencio (42) og Alejandro (40) voru þátttakendur á fundi CODECA-nefndarinnar í bænum Llano Largo þann 3. júní en áttu ekki afturkvæmt. Fjölskyldur þeirra fundu lík mannanna nærri landareign þeirra illa leikin eftir sveðjuárás.

Sem leiðtogar CODECA hafa Florencio og Alejandro staðið í réttindabaráttu fyrir íbúa á landsvæðum sínum. Morðin á þessum tveimur mannréttindasinnum áttu sér stað mánuði eftir að forseti landsins, Jimmy Morales smánaði aðgerðir CODECA í opinberri ræðu sinni þann 2. maí.

Eins og áður segir er þetta sjötta morðið á mannréttindasinnum í Gvatemala á innan við mánuði og hefur það vakið  upp óhug og spurningar um öryggi annarra sem berjast fyrir réttlæti í landinu. Öll morðin tengjast sívaxandi ofbeldi á hendur þeim sem standa vörð um umhverfið og réttindi á landsvæðum í Gvatemala.

SMS – félagar hvetja stjórnvöld í Gvatemala til að rannsaka þessi morð, tryggja öryggi mannréttindasinna á svæðinu og fordæma þessa morðöldu opinberlega. 

Skráðu þið í sms-aðgerðarnetið hér