Indland: Þekktur baráttumaður í varðhaldi án ákæru

Sms-aðgerð nr. 3 - nóvember 2017

Chandrasekhar Azad, þekktur baráttumaður fyrir mannréttindum Dalíta á Indlandi, hefur verið í varðhaldi án ákæru frá 3. nóvember 2017, degi eftir að hann var leystur úr haldið á skilorði eftir fjögurra mánaða fangelsisdvöl. Hætta er á að honum verði haldið allt að tólf mánuði án ákæru eða réttarhalda.

Sms-félagar okkar þrýsta nú á stjórnvöld á Indlandi að leysa Chandrasekhar Azad úr varðhaldi og veita honum réttlát réttarhöld sem samræmast alþjóðlegum mannréttindaviðmiðum. Tryggja þarf að hann sæti ekki pyndingum eða annarri illri meðferð og hætta þarf að hneppa fólk í varðhald án ákæru á grundvelli laga um þjóðaröryggi eða annarra laga.