Íran: Komdu í veg fyrir aftöku manns sem var handtekinn barn að aldri

Mohammad Reza hlaut dauðadóm barn að aldri eftir ósanngjörn réttarhöld. Við verðum að bregðast við til að bjarga lífi hans.

Árið 2004 var Mohammad Reza Haddadi dæmdur til dauða, þá 15 ára gamall. Í sex skipti hefur aftaka hans verið sett á dagskrá en jafn oft verið stöðvuð, síðast vegna alþjóðlegrar reiði. Hann hefur nú eytt 14 árum í stöðugum ótta og við óbærilega áfallatreitu vegna yfirvofandi aftöku.

Þegar Mohammad Reza var fyrst handtekinn játaði hann á sig morð í yfirheyrslum. Skömmu síðar dró hann játninguna til baka þar sem hann sagðist hafa verið þvingaður til játningar af tveimur öðrum sakborningum í málinu. Seinna áttu þessir tveir sakborningar einnig eftir að draga vitnisburði sína sem komu sökinni á Mohammad til baka og sitja nú í fangelsi fyrir morðið.

Þrátt fyrir það situr Mohammad Reza enn í fangelsi og bíður dauða síns. Mál hans lýsir svívirðilegri misbeitingu Íran á dauðarefsingunni gegn einstaklingum undir 18 ára aldri. Með því að dæma barn til dauða er Íran að brjóta alþjóðleg mannréttindalög.

SMS-félagar krefjast þess að dauðadómi yfir Mohammad Reza verð aflétt og hann fái lausn úr fangelsi strax.

Skráðu þig í sms-aðgerðarnetið hér