Íran: Mannréttindasinni í haldi þarfnast krabbameinsskoðunar

Mannréttindasinninn Arash Sadeghi, 31 árs Írani, er í haldi sem samviskufangi þar í landi en hann var handsamaður fyrir það eitt að nýta tjáningarfrelsi sitt á friðsamlegan hátt. Nýlega greindist hann með æxli í olnboga sem kann að vera krabbamein.

Síðustu 18 mánuði hefur hann upplifað stöðugan sársauka í olnboga og öxl en í stað þess að honum sé veittur aðgangur að viðeigandi læknismeðferð og rannsókn hefur heilsugæsla fangelsisins aðeins ávísað honum bólgueyðandi lyfjum.

Í lok maí á þessu ári komst hann loks í röntgenmyndatöku á heilsugæslunni í Raja’i Sahar - fangelsinu í borginni Karaj í Íran. Hann var svo sendur í segulómun utan fangelsisins og í kjölfarið óvænt færður til krabbameinssérfræðings. Læknar þar gáfu honum engin svör né upplýsingar en í samtali heilbrigðisstarfsfólksins sem hann heyrði út undan sér töluðu þau um mögleikann á sjaldgæfu krabbameini beinum handa og fóta.

Þann 13. júní var Arash færður til annars læknis utan fangelsisins þar sem hann fékk stuttlega að sjá læknaskýrsluna sína. Þar sá hann að læknar hefðu fundi æxli í olnboga og ráðlagt að hann yrði sendur strax til krabbameinsmeðferðar á Imam Khomeini sjúkrahúsið. Hvorki Arash né fjölskyldan hans hafa fengið leyfi hjá saksóknara til að sjá læknaskýrsluna.

Fjölskyldan Arash hefur ítrekað biðlað til saksóknara í Teheran að hann verði færður á Imam Khomeini sjúkrahúsið en svörin sem fást frá skrifstofu saksóknarans eru að hann verði sendur á Madani sjúkrahúsið sem er vitað að hefur ekki viðeigandi búnað til að greina og meðhöndla beinkrabbamein. Madani sjúkrahúsið er einnig í samstarfi við fangelsisyfirvöld og heldur læknaskýrslum og upplýsingum fanga leyndum frá þeim og ættingjum þeirra.

Starfsmaður á heilsugæslu fangelsisins hefur sagt Arash að rannsókn á æxlinu megi engan tíma missa og að hann þurfi að fá almennilega skoðun strax þar sem skorið sé úr um hvort um krabbamein í beinum sé að ræða.

SMS – félagar krefjast þess að Arash Sadeghi verði skilyrðislaust sleppt úr haldi, að hann fái strax aðgang að viðeigandi læknismeðferð utan fangelsisins, að hann sæti ekki frekari pyndingum og illri meðferð og að þeir sem neita honum um læknismeðferð verði sóttir til saka.

Skráðu þig í sms-aðgerðarnetið hér