Kambódía: Umhverfissinnar handteknir að tilefnislausu

Í september 2017 lögðu umhverfissamtökin „Mother Nature Cambodia“ (MNC) niður störf í kjölfar fjölda atvika þar sem meðlimir voru áreittir af yfirvöldum. Mörg dæmi eru um að  aðgerðasinnar séu handteknir að tilefnislausu en svo látnir lausir en með þessu hafa stjórnvöld í Kambódíu reynt að glæpavæða friðsamlegar aðgerðir þeirra.

Eitt af baráttumálum MNC hefur verið að tefja byggingu vatnsaflsvirkjunar í Koh Kong  þar sem hún veldur verulegum umhverfisspjöllum. Auk þess uppgötvuðu meðlimir MNC misræmi í upplýsingum um  magn kísils sem fluttur er úr landi. Í framhaldi bannaði ríkisstjórn Kambódíu sandgröft og útflutning á kísil.

Hun Vannak og Doem Kundy, umhverfisaðgerðasinnar, voru handteknir  fyrir það eitt að taka myndir af flutningaskipum í Suðvestur Kambódíu.  Þá grunaði að skipin væru notuð til þess að flytja kísil úr landi ólöglega.

Eftir að hafa verið yfirheyrðir án lögfræðings voru þeir ákærðir fyrir  að hvetja til glæps og brot á friðhelgi. Amnesty International telur þá ekki hafa framið lögbrot. Ef þeir verða sakfelldir eiga þeir yfir höfði sér 3 ára dóm. Þeir sitja nú báðir í varðhaldi við slæmar aðstæður.

Handtakan var framkvæmd tveimur dögum eftir að MNC birti myndband sem sýnir fram á ólöglegan útflutning á kísil  á vegum fyrirtækja tengdum ríkisstjórninni.

SMS-félagar krefjast þess að kambódísk stjórnvöld  leysi Hun Vannak og Doem Kundy  úr haldi án tafar þar sem þeir eru í haldi fyrir friðsamlegar aðgerðir sínar. Auk þess þrýsta  á stjórnvöld að tryggja að  tvímenningarnir sæti ekki illri meðferð.

Skráðu þig í SMS aðgerðarnetið hér .