Kenía: Herferð gegn mannréttindafrömuðum áhyggjuefni

SMS-aðgerð júlí 2017

Þann 16 ágúst hótaði Eftirlitsstofnun frjálsra félagasamtaka í Kenía að handtaka George Kegoro framkvæmdastjóra mannréttindanefndar Kenía (KHRC), Gladwell Otieno, framkvæmdastjóra Afrísku miðstöðvarinnar um opinbera stjórnarhætti (AfriCOG) og Maina Kiai, fyrrum sendiherra Sameinuðu þjóðanna og fulltrúa í AfriCOG.

Þremenningarnir urðu fyrir aðkasti af hálfu Eftirlitsstofnunarinnar  dagana 14.  til 16. ágúst en henni er ætlað að hafa eftirlit með innlendum og alþjóðlegum félagasamtökum í Kenía. Þann 14. og 15. ágúst ásakaði Eftirlitssofnunin KHRC og AfroCOG um fjárhagslegt  misferli og brot á reglugerðum. Var málið tilkynnt til skattayfirvalda (KRA), rannsóknarnefndar á glæpum (DCI) og Seðlabanka Kenía (CBK) og skorað á þessar stofnanir að grípa til aðgerða meðal annars með því að frysta bankareikninga samtakanna, handataka og kæra framkvæmdastjóra AfriCOG og fulltrúa hennar.

Þann 16. ágúst mættu fulltrúar skattayfirvalda í fylgd með lögreglu á skrifstofur AfriCOG með ólöglegar leitarheimildir og héldu því fram að rannsaka þyrfti starfsemi AfroCOG sem þeir sögðu að starfaði ekki samkvæmt settum reglum. Innanríkisráðherra blés aðgerðina hins vegar af á meðan á henni stóð.

Þann 20. ágúst var Maina Kiai höfð í haldi á Jomo Kenyatta flugvellinum í rúmlega tvo tíma þar sem hún þurfti að bíða eftir samþykki forstöðumanns innflytjendamála til að ferðast út úr landinu.

Amnesty International hefur áhyggjur af hótunum sem mannréttindafrömuðum í Kenía hefur borist þar sem reynt er að þagga niður í þeim og loka félagasamtökum. Þá hefur Amnesty International áhyggjur af því að hótununum sé ætlað að hræða og áreita mannréttindafrömuði og koma í veg fyrir lögmætt mannréttindastarf þeirra. 

SMS-félagar krefjast þess að stjórnvöld grípi til aðgerða og mannréttindafrömuðum sé ekki hótað, þeir hræddir eða ráðist sé gegn frjálsum félagasamtökum og mannréttindafrömuðum.