Kenýa: Þvingaður brottflutningur frumbyggja

Í janúar 2014 hófu stjórnvöld í Kenýa að bera frumbyggja út úr Embobut skógi sem hefur verið heimili fjölda ættbálka í nokkrar aldir. Þessar aðgerðir hafa verið framkvæmdar í nafni náttúruverndarverkefnis sem styrkt er af Evrópusambandinu en ganga þvert á lög og reglur í landinu og brjóta gegn mannréttindalögum.

Í desember 2017 hóf Skógrækt Kenýa, Kenya Forest Service (KFS) sem starfar undir Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu þar í landi að bera ættbálk Sengwer frumbyggja út úr skóginum. Þessir þvinguðu brottflutningar eru framkvæmdir þrátt fyrir fyrirmæli frá æðri dómsmálayfirvöldum sem banna þessar þvinganir. Þetta brýtur því bæði gegn alþjóðlegum mannréttindum Sengwer frumbyggja og lögum í Kenýa.

Samkvæmt frásögnum meðlima ættbálksins og fjölmiðla eru um 100 vopnaðir KFS verðir í skóginum sem hafa kveikt í að minnsta kosti 50 kofum og skjóta reglulega úr byssum upp í loftið. Þann 9. janúar var skotið á Paul Kiptoga einn af meðlimum ættbálksins, þar sem hann var á leið á fund ríkisstjórnarinnar til að ræða þennan þvingaða brottflutning. Hann varð þó ekki fyrir skoti.   

SMS-félagar krefjast þess að stjórnvöld í Kenýa stöðvi strax þessa þvinguðu flutninga úr Embobut skóginum, ásamt því að tryggt verði að íbúar geti snúið aftur til síns heima óáreittir. Þeir krefjast þess líka að málið verði rannsakað ítarlega. 

Skráðu þig í SMS aðgerðarnetið hér .