Kína: ættingjar mannréttindafrömuðar hnepptir í varðhald!

Sms-aðgerð nr. 2 - nóvember 2017

Rebiya-KadeerRebiya Kadeer

Kínversk stjórnvöld hafa hneppt allt að 30 ættingja mannréttindafrömuðarins Rebiya Kadeer í varðhald. Kadeer hefur barist fyrir mannréttindum Úgúra, þjóðarbrots í Kína sem sætt hefur margvíslegum ofsóknum af hendi kínverskra stjórnvalda. Meðal hinna handteknu eru systur hennar, bræður, synir, barnabörn og aðrir ættingjar. Ekki er ljóst hvar fólkið er í varðhaldi en talið er að þau séu í varðhaldi á „endurmennunarmiðstöð“. Öll eiga þau á hættu að sæta pyndingum eða annarri illri meðferð.

Sms-félagar okkar þrýsta nú á kínversk stjórnvöld að leysa allt fólkið án tafar og skilyrðislaust úr haldi nema fyrir liggi nægileg, traust og tæk sönnunargögn þess efnis að það hafi framið einhver þau brot sem telja má refsiverð samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum og að fólkið fái þá óhlutdræga málsmeðferð í samræmi við alþjóðleg viðmið.

Einnig þrýsta þeir á að ættingjar Rebiya Kadeer fái að hitta fjölskyldur sínar og geti notið aðstoðar lögfræðinga að eigin vali og að fólkið sæti ekki pyndingum eða annarri illri meðferð.