Kína: Frelsið Liu Xia

SMS-aðgerð júlí 2017

Listakonan, ljóðskáldið og mannréttindafrömuðurinn Liu Xia hefur verið kúguð og neydd til að dvelja heima hjá sér undir ströngu eftirliti kínverskra stjórnvalda allt frá því að eiginmaður hennar Liu Xiaobo hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2010.

Afbrotið? Hún neitaði að gefast upp á að fá ranglega fangelsaðan eiginmann sinn leystan úr fangelsi.

Lát eiginmanns Liu Xia er ærin ástæða til að kínversk stjórnvöld hætti að refsa henni með svo grimmilegum hætti.

Henni hefur verið haldið í einangrun síðan í október 2010 og þjást af stressi, kvíða og þunglyndi í kjölfarið.

Eiginmaður hennar, Liu Xiaobo, var einn þeirra sem krafðist lýðræðislegra umbóta í Kína en var dæmdur í 11 ára fangelsi árið 2009 fyrir að ,,hvetja til afskipta gegn ríkisvaldinu”. Amnesty International taldi hann vera samviskufanga. Í maí síðastliðinn var hann greindur með krabbamein í lifrinni og þrátt fyrir síendurteknar beiðnir Liu Xiaobo og Liu Xia um að hann fengi að fara erlendis í læknismeðferð féllust kínversk stjórnvöld ekki á það.

Þó að Liu Xiaobo hafi fallið frá 13. júlí síðastliðinn skilur hann eftir sig mikla arfleifð sem hvetur aðra til að halda áfram baráttunni fyrir mannréttindum í Kína. Mesta virðingu má sýna arfleifð hans með því að tryggja að Liu Xia sé frjáls til að gera það.

SMS félagar krefjast þess að kínversk stjórnvöld bindi enda á ólöglegt stofufangelsi og eftirliti með Liu Xia, stöðvi áreitið og leyfi henni að fara frjálsri ferða sinna.