Kína: Mannréttindafrömuður í haldi

Kínverski mannréttindafrömuðurinn Zhen Jianghua hefur verið í haldi kínverskra yfirvalda síðan í september á síðasta ári og ekki fengið tækifæri til að ræða við lögmann sinn né fjölskyldu. Ekki er vitað hvar honum er haldið en hann var handtekinn vegna gruns um að hafa hvatt til spillingar gegn ríkisvaldinu. Óttast er að hann sæti slæmri meðferð.

Í byrjun febrúar barst lögmanni Zhen Jianghua bréf frá öryggisráðuneyti Zhuhai-borgar, þar sem honum var tilkynnt að hann fengi ekki að hitta skjólstæðing sinn vegna þess að málið varðar þjóðaröryggi. Að fundur þeirra gæti hindrað rannsókn málsins eða orðið til þess að óopinberar upplýsingar kæmu fram. Yfirvöld neituðu einnig að leysa Zhen úr haldi gegn tryggingu og vilja ekki gefa upp staðsetningu hans.

Zhen Jianghua er mannréttindafrömuður með yfir 10 ára reynslu í vinnu með minnihlutahópum í Kína og hefur nokkrum sinnum verið handtekinn vegna starfs síns.

SMS-félagar krefjast þess að stjórnvöld í Kína leysi Zhen Jianghua strax úr haldi og felli niður allar kærur gegn honum. Zhen hefur ekkert gert af sér, einungis nýtt tjáningarfrelsi sitt. Einnig að stjórnvöld sjái til þess að hann hljóti ekki slæma meðferð og fái án allra tafa tækifæri til að tala við fjölskyldu sína, lögmann og aðra.

Þú getur skráð þig í SMS – aðgerðarnetið HÉR .