Mexíkó: Umhverfisverndarsinni látinn

Umhverfisverndarsinninn Manuel Gaspar Rodríguez fannst látinn þann 14. maí í Cuetzalan í Puebla-fylki í Mexíkó. Hann var meðlimur í mannréttindasamtökunum Antonio Esteban og hluti af bandalagi sem hefur mótmælt ýmsum orkutengdum verkefnum eins og námugreftri og byggingu háspennustrengs í Puebla-fylki.

Samstarfsaðilar Rodríguez úr öðru bandalagi sáu hann síðast 13. maí. Krufning leiddi í ljós að hannhafi látist af völdum mikils blóðmissis eftir þrjú stungusár en einnig var hann með slæm brunasár á öxl og í andliti. Árásarmennirnir eru ófundnir. Rannsókn er hafin en miðar hægt áfram þar sem lögfræðingar fá ekki aðgang að málsgögnum.

Ríkissaksóknari hafði nýlega hafið rannsókn á Rodríguez og sjö öðrum aðgerðasinnum vegna þáttöku þeirra í friðsælum mótmælum vegna háspennulínu í lok 2016 og byrjun 2017. Nefndin sem bar ábyrgð á háspennulínunni lagði inn kvörtun og nú eru mótmælendurnir ákærðir fyrir að hindra almenna vinnu en refsing fyrir það getur numið einu ári í fangelsi.

SMS-félagar hvetja til almennilegrar og ítarlegrar rannsóknar á dauða Rodríguez. Einnig að meðlimum í þessum bandalögum sé tryggt öryggi. Einnig hvetja SMS-félagar fylkisstjóra Cuetzalan til að viðurkenna opinberlega hlutverk og mikilvægi umhverfissinna og gera ekki lítið úr vinnu þeirra.

Hjálpaðu til! Hægt er að skrá sig í SMS-aðgerðarnetið hér.