Miðbaugs-Gínea: Teiknari í haldi

Teiknarinn og aðgerðarsinninn Ramón Esono Ebalé frá Miðbaugs-Gíneu hefur setið í varðhaldi í 5 mánuði  á meðan hann bíður eftir réttarhöldum. Hann var handtekinn 16. september 2017 og yfirheyrður vegna teiknimyndasögu sem hann gerði en þar kemur fram gagnrýni á forseta Miðbaugs-Gíneu, Teodoro Obiang og ríkisstjórnina. Í desember var Ramón tilkynnt að ástæðan fyrir því að hann væri í haldi væri vegna peningafölsunar en í þrjá mánuði hafði hann engar upplýsingar fengið. Hann hefur neitað öllum ásökunum og heldur fram sakleysi sínu.

Ramón er nú  í fangelsi í Malabo, höfuðborg Miðbaugs-Gíneu. Dagsetning fyrir réttarhöld hefur enn ekki verið ákvörðuð.

SMS-félagar krefjast þess að stjórnvöld leysi Ramón strax úr haldi, þar sem hann hefur engin brot framið, einungis nýtt tjáningarfrelsi sitt. Einnig aðstjórnvöld tryggi að réttarkerfið sé ekki notað til að áreita mannréttindafrömuði og að tjáningarfrelsið sé virt í Miðbaugs-Gíneu.

Þú getur skráð þig í SMS – aðgerðarnetið HÉR .