Mjanmar: Krefjumst þess að stjórnarherinn verði sóttur til saka

Fyrir tæpu ári síðan fóru hersveitir í Mjanmar eins og stormsveipur um hundruð þorpa Róhingja og myrtu konur, karla og börn. Konum og stúlkum var nauðgað og karlmenn og drengir handsamaðir og pyndaðir. Hermenn brenndu heimili, verslanir og moskur Róhingja og neyddu yfir sjöhundruð þúsund manns til að flýja yfir landamærin til Bangladess. Jarðsprengjum hafði verið komið fyrir á leiðinni sem fólk þurfti að fara til að komast undan hryllingnum. Ofsóknir af þessu tagi eru glæpir gegn mannkyni.

Enn sem komið er hefur stjórnarherinn í Mjanmar komist upp með þessa glæpi. Það verður að koma í veg fyrir það.

Amnesty International hefur fylgst grannt með þessum miskunnarlausu og kerfisbundnu aðförum til þjóðarhreinsunar og aðskilnaðar. Samtökin hafa tilgreint þrettán einstaklinga sem gegna lykilhlutverk í þessum glæpum, ódæðismenn sem hafa tekið þátt í árásunum og ábyrgðaraðilar innan stjórnarhersins. Sameinuðu þjóðirnar verða að tryggja að hægt sé að sækja þessa aðila til saka.

SMS-félagar hvetja Sameinuðu þjóðirnar til að halda rannsóknarstarfinu áfram þar til þessir ábyrgðaraðilar í herstjórn Mjanmar mæta fyrir dómstóla. Án sönnunargagna missum við af tækifærinu til að draga þá til ábyrgðar.

Skráðu þig í sms-aðgerðarnetið hér