Mjanmar: Stöðvið ofbeldi gegn Rohingja

SMS aðgerð nr. 1 nóv 2017

Um 600.000 Rohingjar hafa flúið frá Mjanmar til Bangladess. Stöðugar fréttir berast af drápum öryggissveita Mjanmar en gervihnattamyndir benda til þess að kveikt hafi verið í heilu þorpunum. Enn fleiri hætta lífi sínu með því að flýja á fiskibátum frá Mjanmar til Bangladess og eru sumir þeirra illa slasaðir og með börn.

Allt flóttafólkið hefur staðfest að árásirnar eru inntar af hendi öryggissveita Mjanmar.

Þúsundir einstaklinga, flestir Rohingjar, eru einnig taldir strandaglópar í fjöllunum norður af Rakhine-héraði. Þeim er neitað um grunnaðstoð vegna þess að frjáls félagasamtök og hjálparsamtök fá ekki leyfi til að vera á svæðinu.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem öryggissveitir Mjanmar fara illa með Rohingja. Á síðasta ári beittu öryggissveitirnar Rohingja pyndingum og nauðgunum, auk þess sem fjöldi þeirra hvarf sporlaust og horfði upp á heimili sín og eigur eyðilagðar.

Við munum ekki láta það líðast að herinn og öryggissveitir Mjanmar beiti Rohingja þessu grimmilega ofbeldi.

SMS-félagar krefjast þess að ofbeldið gegn Rohingjum í Mjanmar verði stöðvað og að hershöfðinginn Min Aung Alaing stöðvi tafarlaust ofbeldisfulla herferð og mannréttindabrot gegn Rohingjum. Þrýstu jafnframt á hann að tryggja hjálparsamtökum, Sameinuðu þjóðunum og óháðum blaðamönnum, frjálsan, öruggan og óheftan aðgang að Rakhine-héraði. 

Þú getur skráð þig í SMS-aðgerðanetið hér: http://www.amnesty.is/taktu-thatt/sms-adgerdarnetid