Sýrland: Sjálfboðaliði Hvítu hjálmanna (e. White Helmets) var rænt við brottflutning frá Aleppo

SMS-aðgerð-febrúar

Þegar sprengjum rignir yfir Sýrland koma meðlimir Hvítu hjálmanna til bjargar. Þessir óvopnuðu menn og konur hætta lífi sínu til að bjarga fólki úr rústum. Abdulhadi Kamel er einn af þessum hugrökku sjálfboðaliðum Hvítu hjálmanna. Hans er nú saknað.

Í júlí síðastliðnum hertóku sýrlensk stjórnvöld austurhluta Aleppo og stöðvuðu sendingar á matvælum og hjálpargögnum til borgarinnar. Að auki var ráðist ólöglega á almenna borgara með loftárásum og árásum á jörðu niðri.

Í desember síðastliðnum sóttu sýrlensk stjórnvöld hratt fram í austurhluta Aleppo og neyddu konur, menn og börn út af heimilum sínum. Abdulhadi Kame var í bílalest almennra borgara sem verið var að flytja frá Aleppo 16. desember. 

Bílalestin sem hann var í var stöðvuð af stjórnarhernum og allir mennirnir beðnir að stíga út. Stjórnarherinn hóf þá skothríð og særði Abdulhadi og fleiri. Sjúkrabíll flutti Abdulhadi á brott á óþekktan stað.   

Milligöngumaður um brottflutninginn sagði nánustu ættingjum Abdulhadi þau yrðu sameinuð á ný. Það gerðist ekki og er hans enn saknað.

Myndbandsskilaboð

Í 19 daga heyrðist ekkert frá Abdulhadi. En þann 5. janúar birtist hann í óhugnalegu myndbandi sem sett var á YouTube af fréttaveitu sem haldið er úti á herteknu svæði sem áður tilheyrði Georgíu og kallast „Anna news“. Þetta var í fyrsta skipti sem að fréttist af honum eftir að honum var rænt. 

Nánir ættingjar hans og samstarfsfólk telja að myndbandið sýni Abdulhadi gefa þvingaða játningu á því að Hvíta hjálmarnir sigli undir flösku flaggi sem björgunarsamtök.

SMS-félagar þrýsta á stjórnvöld í Sýrlandi að upplýsa þegar í stað um örlög og staðsetningu Abdulhadi Kamel. Þeir krefja stjórnvöld einnig um að sleppa honum tafarlaust og án skilyrða úr haldi nema að hann verði ákærður fyrir glæp sem viðurkenndur er í alþjóðlegum lögum. Enn fremur þrýsta þeir á stjórnvöld í Sýrlandi að hann sæti ekki pyndingum eða annarri illri meðferð og tryggi honum aðgang að lögfræðingi, fjölskyldu sinni og þeirri læknishjálp sem hann þarf á að halda.

Þú getur skráð þig í SMS-aðgerðanetið hér: http://www.amnesty.is/taktu-thatt/sms-adgerdarnetid/