• © Amnesty International

Malasía: Háskólanemi sakfelldur fyrir vörslu „ólöglegra“ bóka

SMS-aðgerð maí

Háskólaneminn Siti Noor Aishah hefur verið dæmd í fimm ára fangelsi í hæstarétti í Kuala Lumpur í Malasíu fyrir vörslu 12 bóka sem stjórnvöld hafa flokkað sem ólöglegar.  

Þann 26. apríl síðastliðinn dæmdi hæstiréttur í Kuala Lumpur Siti Noor Aishah í fimm ára fangelsi fyrir vörslu 12 bóka. Hún var sakfelld fyrir brot á grein 130JG í hegningarlögum Malasíu sem banna „eign, vörslu eða yfirráð á efni sem tengist hryðjuverkahópum eða hryðjuverkum“. Lögin eru bæði víðtæk og óljós þar sem ekki er gerð skýr grein fyrir hvaða bækur eða efni falla undir bannið.

Siti staðhæfði að hún hafi verið með bækurnar vegna rannsóknarvinnu fyrir lokaritgerð sína við háskólann í Malasíu þar sem að hún sérhæfir sig í íslömskum fræðum, en þrátt fyrir það benti hæstiréttur í Kuala Lumpur á að hann notaðist við staðalinn um algjöra ábyrgð og því skipti ekki máli hvers vegna hún hefði verið með bækurnar í sinni vörslu. Bækurnar 12 sem um ræðir eru ekki bannaðar og hægt er að kaupa þær löglega í bókabúðum í landinu. 

Eftir að Siti var fyrst handtekin þann 22. mars 2016 hefur hún sætt langvarandi gæsluvarðhaldi á meðan hún hefur beðið eftir réttarhöldum.

Amnesty International hefur áhyggjur af áframhaldandi notkun stjórnvalda í Malasíu á lögum um gæsluvarðhald á grundvelli varúðarráðstafana (eins og lögum um sértækar ráðstafanir (SOSMA) og lögum um forvarnir gegn glæpum frá 1959) sem gerir þeim kleift að framkvæma geðþótta handtökur og að halda einstaklingum í einangrun. Það eykur líkur á pyningum eða annarri illra meðferð sem og neitun um aðgang að dómstólum í allt að 28 daga. 

SMS-félagar krefjast þess að stjórnvöld í Malasíu felli úr gildi dóm yfir Siti Noor Aishah og leysi hana án tafar og skilyrðislaust úr haldi. Þeir hvetja einnig stjórnvöld til þess að afnema eða breyta grein 130JG í hegningarlögum svo að tengsl við hryðjuverk séu skýr og standist skilgreiningar alþjóðlegra staðla sem eftirlitsfulltrúi Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi og hryðjuverk gaf út árið 2010. 

Þú getur skráð þig í SMS-aðgerðanetið hér: http://www.amnesty.is/taktu-thatt/sms-adgerdarnetid/