• Sultana Kamal

Bangladess: Þekktri baráttukonu fyrir mannréttindum hótað!

SMS aðgerð júní 2017

Sultana Kamal .

Sultana Kamal er lögfræðingur og þekkt baráttukona fyrir mannréttindum í Bangladess. Hún byrjaði að fá ofbeldishótanir nú í júníbyrjun frá stuðningsfólki íslömsku hreyfingarinnar Hefazet-e-Islam (Hefazat). Hótanirnar tengjast nýlegum deilum vegna styttu af réttlætisgyðjunni fyrir utan hæstarétt landsins, en Sultana Kamal hafði gagnrýnt að fjarlægja ætti styttuna. Styttan var svo fjarlægð þann 26. maí síðastliðinn. Þó að yfirvöld haldi því fram að hæstiréttur sjálfur hafi ákveðið að láta fjarlægja styttuna segja gagnrýnendur að tilgangurinn hafi verið að friðþægja íhaldssama íslamista.

Sms-félagar okkar þrýsta á stjórnvöld í Bangladess að tryggja öryggi Sultana Kamal og rannsaka hótanir í hennar garð.