Guatemala: ráðist á aðgerðasinna og þeir í mikilli hættu

SMS aðgerð júní 2017

Hópur vopnaðra manna hótuðu og réðust á mannréttindafrömuðinn og leiðtogann, Auru Lolitu Chavéz, auk meðlima í samtökum K'iche fólksins. Chavez og fólk hennar er nú í felum og óttast um líf sitt. Stjórnvöld í Guatemala verða að grípa til aðgerða.

Þann 7. júní síðastliðinn stöðvuðu samtök K'iche fólksins og leiðtogi þess, Aura Lolita Chavéz, vörubíl fullan af viði sem fór á milli Chichicastenango og Los Encantos á K'iche-svæðinu, í norðanverðu Guatemala. Var það gert til að ganga úr skugga um uppruna og lögmæti viðarins. Samtökin fullyrða að rétturinn til að flytja við frá K'iche svæðinu sé þeirra og þau hafi yfirumsjón með stjórn á náttúrulegum auðlindum á jörðum forfeðra sinna (réttur sem er verndaður með yfirlýsingu frá Sameinuðu Þjóðunum um réttindi innfæddra). Að sögn samtakanna hafði vörubíllinn ekkert leyfi til að flytja við af svæðinu. Samtökin fylgdu bílnum því til nærliggjandi bæjar Santa Cruz del Quiché til að afhenda stjórnvöldum bílinn. Skrifstofa Umboðsmanns sinnti málinu að einhverju leyti ásamt lögreglu en fór síðan. Samtök K'iche fólksisn sögðu Amnesty International að um leið og þetta gerðist hefðu tíu grímuklæddir menn vopnaðir byssum komið á staðinn og hótað Auru Lolitu Chávez og öðrum konum að þeir myndu áreita þær kynferðislega. Konurnar hlupu í burt og mennirnir á eftir þeim sem skutu byssukúlum út í loftið. Konunum tókst loks að flýja.

Allt frá því atvikið átti sér stað hefur verið orðrómur í Santa Cruz um að mennirnir leiti Auru Lolitu Chavéz. Hún er nú í felum þar sem hún óttast um líf sitt. Árið 2005 hlaut hún aðstoð frá Mannréttindastofnun Bandaríkjanan IACHR sem sá henni fyrir varanlegri fylgd lögregluþjóns. 

Samtök um Vernd Mannréttinda í Guatemala UDEFEGUA hafa látið stjórnvöld vita af árásunum þann 7. júní sem hafa hvorki brugðist við máli hennar né boðið fram frekari vernd fyrir Auru Lolitu Chávez eða aðrar meðlimi K'iche samtakanna.

SMS-félagar okkar krefjast þess að dómsmálaráðherra rannsaki atvikin sem áttu sér stað 7. júní auk ásakana Auru Lolitu Chavéz og samtakanna um ókunnuga vopnaða menn á yfirráðasvæði K'iche fólksins. Einnig að innanríkisráðuneytið tryggi henni og örðum meðlimum samtakanna vernd.