• Federica Mogherini, æðsti fulltrúi ESB í utanríkismálum

Úkraína: Blaðamanns saknað í Austu-Úkraínu

Sms-aðgerð júlí 2017

Stanislav Aseev, sjálfstætt starfandi blaðamanni, hefur verið saknað í austurhluta Úkraínu, frá 2. júní. Fjölskylda Aseev og vinir óttast að hann sé í haldi yfirvalda aðskilnaðarsinna, sé pyndaður og hljóti illa meðferð.

Stanislav Aseev er sjálfstætt starfandi blaðamaður frá Donetsk í Austur-Úkraínu. Hann starfar undir dulnefni og skrifar um daglegt líf á svæðinu. Síðast talaði hann við fjölskyldu sína í síma þann 2. júní þar sem hann sagðist vera á leið til Donetsk og að hann kæmi í heimsókn daginn eftir.

Aseev lét ekki sjá sig þann 3. júní og svaraði ekki í símann. Fjölskylda hans fór þá að leita að honum á heimili hans en þrátt fyrir að hafa beðið þar klukkutímum saman voru engin ummerki um að hann væri heima né væri á leið heim. Fjölskyldan kom aftur daginn eftir ásamt leigusala hans og þegar þau komu inn í íbúðina voru augljós merki um að þar hefði farið fram leit.

Því næst sneri fjölskylda Stanislav Aseev sér til lögreglu á svæðinu og ráðuneytis þjóðaröryggismála vegna hvarfsins. Þeim hafa enn ekki borist nein svör. Þau hafa einnig heimsótt tvær gæsluvarðhaldsstöðvar í Donetsk en ekki fundið hann.

Engar uppýsingar hafa borist fjölskyldu hans né vinum frá 2. júní sem varpað geta ljósi á afdrif Stanislav Aseev né dvalarstað. Þau óttast því að hann sé í haldi aðskilnaðarsinna þar sem hann á í hættu á pyndingum og illri meðferð.

Algengt er að ráðuneytið fyrrnefnda fangelsi menn sem grunaðir eru um ótryggð eða að grafa undan stjórn aðskilnaðarsinna og haldi þeim í einangrun í 30 daga eða lengur.

SMS-félagar okkar þrýsta á stjórnvöld í Austur-Úkraínu til að gefa upp hvar Stanislav Aseev er. Sé hann í haldi hjá þeim, krefjast þeir einnig að ákvarðanir um varðhald séu ekki gerðar með svo handahófskenndum hætti.

SMS-félagar krefjast einnig að stjórnvöld hætti handahófskenndu varðhaldi á borgurum sínum, pyndingum og illri meðferð.