Pólland: Réttindi kvenna í hættu

Polland-motmaeli-fostureydingarlog .

Í október 2016 hafnaði þing Póllands frumvarpi til laga sem hefðu bannað fóstureyðingar. Frumvarpinu var hafnað í kjölfar mikilla mótmæla sem brutust út. Þetta var mikill sigur fyrir pólskar konur og sýnir svart á hvítu hversu áhrifarík mótmæli og alþjóðlegur stuðningur getur verið.

Þrátt fyrir þennan árangur eru réttindi kvenna í Póllandi enn í húfi. Reglugerðir varðandi fóstureyðingar eru með þeim ströngustu í Evrópu en eins og staðan er í dag má kona eingöngu fara í fóstureyðingu ef þungunin ógnar lífi hennar, ef þungunin átti sér stað í kjölfar nauðgunar eða ef um alvarlegan fósturgalla er að ræða. Að auki eru fóstureyðingar verulega óaðgengilegar fyrir þær konur sem eru í þessum aðstæðum.

Nú íhugar þingið að samþykkja lög sem myndu takmarka fóstureyðingar enn frekar og ekki leyfa þær í þeim tilfellum þar sem um fósturgalla ræðir.

SMS-félagar krefjast þess að pólsk stjórnvöld  hafni þessum lögum sem myndu takmarka enn frekar möguleika pólskra kvenna á að fara í fóstureyðingar.

Skráðu þig í SMS-aðgerðarnetið hér .