Súdanskur háskólanemi í einangrunarvist

Naser Aldeen Mukhtar Mohamed, 23 ára, fyrrum fundarstjóri hjá Darfur nemendasamtökunum við Holy Quran háskólann var handtekinn þann 22. ágúst í Kartúm af þjóðar- og öryggissveitarmönnum (NISS). Þremur mánuðum síðar er hann enn í haldi án ákæru í einangrunarvist á varðhaldsmiðstöð NISS.

NISS hafa ítrekað neitað fjölskyldu og lögfræðingi um að hitta hann. Fjölskyldan hefur lagt 15 beiðnir um heimsóknir og 13 sinnum hefur þeim verið neitað. Þau hafa aðeins fengið að hitta hann tvisvar á 92 dögum.

Samkvæmt fjölskyldu hans fer heilsu Naser Aldeen Mukhtar Mohames hrakandi og á líkama hans sjást ummerki um pyndingar. Honum hefur einnig verið neitað um læknismeðferð. Amnesty International hefur verulegar áhyggur af áhrifum langvarandi einangrunarvist á geðheilsu Naser.

Amnesty International telur Naser Aldeen Mukhtar Mohamed vera samviskufanga sem er í haldi fyrir það eitt að nýta sér tjáningarfrelsi sitt.

SMS-félagar kalla eftir því að Naser Aldeen Mukhtar Mohamed verði leystur úr haldi án tafar þar sem hann er í haldi fyrir það eitt að nýta sér tjáningarfrelsi sitt. Á meðan hann er í haldi kalla þeir einnig eftir því að honum verði veittur aðgangur að lögfræðingi, fjölskyldu og læknismeðferð. Að auki verði tryggt að hann sæti ekki pyndingum eða annarri illri meðferð. 

Þú getur skráð þig í SMS-aðgerðanetið hér: http://www.amnesty.is/taktu-thatt/sms-adgerdarnetid