Um okkur

Við stöndum vörð um mannréttindi, réttlæti, frelsi og reisn

Amnesty Internati­onal er alþjóðleg mann­rétt­inda­hreyfing rúmlega tíu milljóna einstak­linga í meira en 150 löndum. Við berj­umst fyrir heimi þar sem sérhver einstak­lingur nýtur mann­rétt­inda sinna.

100% óháð og sjálfstæð

Samtakamáttur í átt að betri heimi

Amnesty Internati­onal er stærsta mann­rétt­inda­hreyfing í heimi. Kjarni starfsins felst í að berjast gegn mann­rétt­inda­brotum um heim allan. Við gerum ítar­legar rann­sóknir, þrýstum á stjórn­völd með herferðum, aðgerðum og undir­skrifta­söfn­unum og fræðum fólk um mann­rétt­indi.

Alþjóð­astarf Amnesty Internati­onal byggist nær eingöngu á styrktar­fram­lagi einstak­linga. Það gerir okkur kleift að vera óháð póli­tískum, trúar­legum og efna­hags­legum hags­munum. Það er mikil­vægt til að geta gagn­rýnt stjórn­völd og stór­fyr­ir­tæki hvar sem er í heim­inum.

Íslands­deild Amnesty Internati­onal  reiðir sig eingöngu á frjáls framlög frá einstak­lingum. Við þrýstum á innlend og erlend stjórn­völd og köllum eftir því að þau virði mann­rétt­indi í hvívetna.

Þitt nafn bjargar lífi, er alþjóðleg herferð Amnesty Internati­onal sem haldin er árlega í lok árs. Hún er ein stærsta herferð Íslands­deild­ar­innar gefur fólki tæki­færi til að skrifa undir tíu mál til stuðn­ings þolendum mann­rétt­inda­brota og senda þeim stuðn­ingskveðjur.

Starfið okkar

Helstu verk­efni Íslands­deildar Amnesty Internati­onal: 

  • Loft­lags­breyt­ingar og mann­rétt­indi
  • Tján­ing­ar­frelsið
  • Dauðarefs­ingin
  • Einangr­un­ar­vist fanga í gæslu­varð­haldi á Íslandi
  • Málefni flótta­fólks