Um Amnesty International

Amnesty International er alþjóðleg hreyfing fólks sem berst fyrir því að alþjóðlega viðurkennd mannréttindi séu virt og að allir njóti verndar þeirra.

Við trúum því að mannréttindabrot komi öllu fólki við, hvar svo sem þau eru framin.

Félögum misbýður þau mannréttindabrot sem eiga sér stað um heim allan en sameinast í von um betri heim – og því berjast þeir fyrir auknum mannréttindum með mannréttindastarfi og alþjóðlegri samstöðu.

Hlutverk Amnesty International er að sinna rannsóknum og hvetja til aðgerða til þess að hindra og binda enda á alvarleg mannréttindabrot og krefjast réttlætis fyrir þá sem hafa mátt þola slík brot.

Félagar okkar og stuðningsaðilar þrýsta á stjórnvöld, stofnanir, fyrirtæki og alþjóðlegar hreyfingar.

Baráttufólk í okkar röðum vinnur að mannréttindum með viðburðum af ýmsu tagi þar sem leitast er við að nýta samtakamátt félaga og almennings og beinum þrýstingi og herferðarstarfi, meðal annars á netinu.

Smelltu hér til að gerast félagi í Amnesty International

 

Barátta í þágu þeirra sem þarfnast hjálpar

„Þeir báru byssur allan tímann. Ég var hrædd allan tímann. Ég var alltaf hrædd.“
Fereh Musu Conteh, 13 ára, sem var rænt af vopnaðri hreyfingu í Síerra Leóne

Herferðarstarf okkar er grundvallað á einstaklingum sem styðja þá sem þurfa vernd eða stuðning.

Við vinnum fyrir og með einstaklingum um heim allan og berjumst svo að sérhver manneskja fái notið allra þeirra mannréttinda sem Mannréttindayfirlýsingin kveður á um. Við sinnum rannsóknum og grípum til aðgerða sem miða að því að koma í veg fyrir og binda enda á gróf brot á þeim mannréttindum. Við krefjumst þess að allar ríkisstjórnir og aðrir voldugir aðilar virði lög. Þetta þýðir að við berjumst í senn á alþjóðavettvangi og í einstökum löndum og landsvæðum þar sem við getum haft áhrif. Við grípum til dæmis til aðgerða til að:

 

  • Verja réttindi og mannhelgi þeirra sem fastir eru í viðjum fátæktar
  • Afnema dauðarefsinguna
  • Berjast gegn pyndingum og verjast hryðjuverkum með réttlæti
  • Leysa samviskufanga úr haldi
  • Vernda réttindi flóttafólks og farandfólks
  • Koma böndum á vopnaviðskipti á alþjóðavettvangi

Þúsundir félaga í Amnesty International bregðast við aðgerðabeiðnum í þágu einstaklinga í hættu í sms-aðgerðaneti Íslandsdeildarinnar (http://www.amnesty.is/taktu-thatt/sms-adgerdarnetid/). Þúsundir berjast einnig fyrir þolendur mannréttindabrota í netákalli samtakanna (http://www.netakall.is/). Kynningarstarf í fjölmiðlum og á internetinu kemur skilaboðum okkar á framfæri við almenning.

Herferðarstarf getur skipt sköpum í lífi fólks – fórnarlamba mannréttindabrota, baráttufólks fyrir mannréttindum og jafnvel þeirra sem mannréttindabrotin fremja.

Ýttu hér til að gerast virk(ur) í baráttu Amnesty International

 

Sjálfstæð og lýðræðisleg

Við tryggjum sjálfstæði okkar með ýmsum hætti. Við erum:

  • Óháð öllum ríkisstjórnum, stjórnmálastefnum, efnahagslegum hagsmunum og trúarbrögðum
  • Lýðræðisleg og lútum eigin stjórn
  • Fjárhagslega sjálfstæð, þökk sé öflugum stuðningi félaga og stuðningsaðila

Við styðjum ekki eða erum mótfallin nokkurri ríkisstjórn eða stjórnmálakerfi, né heldur styðjum við endilega eða erum mótfallin skoðunum þolenda mannréttindabrota eða baráttufólks fyrir mannréttindum sem við styðjum við í mannréttindabaráttu okkar.