Ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty International

Ungir aðgerðarsinnar gegna mikilvægu hlutverki í starfi Amnesty International um víða veröld. Þeir eru, oftar en ekki, virkustu félagarnir okkar, sýna ótrúlega sköpunargáfu og eldmóð í öllu sem þeir gera, jafnt innan veggja menntastofnanna sem og utan þeirra. Vinnuframlag þeirra og skuldbinding við samtökin eru mikils metin og eru samtökin afar stolt af sínum ungliðum.

Ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty International var stofnuð í mars árið 2012. Hreyfingin hefur frá fyrstu dögum haft það að leiðarljósi að vekja athygli á mannréttindamálum í víðu samhengi. Þau standa fyrir viðburðum og beinum aðgerðum þar sem vakin er athygli á ákveðnum málum sem eru í brennidepli hverju sinni.

Æðsta vígi ungliðahreyfingarinnar er ungliðaráð samtakanna. Ráðið er opið fyrir öll áhugasöm ungmenni sem vilja taka þátt í að móta aðgerðastarf ungliðana. Langar þig að vera með í mannréttindabaráttunni?

Þú getur fylgst með starfsemi ungliðahreyfingarinnar á Facebooksíðu hennar.

Einnig geturðu tekið þátt í aðgerðastarfinu okkar með því að koma inn á aktivistagrúppuna á Facebook og taka þátt í umræðunni og undirbúningnum.


Fréttir úr ungliðahreyfingunni

Myndun nýs ungliðaráðs - 24.10.2017

Ert þú undir 25 ára? Langar þig að vera með í starfi ungliðahreyfingar Amnesty International? Langar þig að skipuleggja viðburði í þínu umhverfi? Langar þig að taka þátt í erlendu samstarfi?

Lesa meira

Bíósýning á flóttamannadaginn - 20.6.2017

Íslandsdeild Amnesty International stendur fyrir sýningu á heimildarmyndinni, Warehoused, í Bíó Paradís á alþjóðlega flóttamannadaginn þriðjudaginn 20. júní kl. 20:00. Myndin segir frá átakanlegri sögu flóttamanna í Dadaab flóttamannabúðunum í Kenýa.

Frítt verður inn og allir velkomnir!

Lesa meira

Fimm á leið á ráðstefnu í Noregi - 19.5.2017

Árlega taka ungliðastjórar landsdeilda Amnesty International á Skandinavíu höndum saman og blása til ráðstefnu sem ber heitið "Nordic Youth Conference" eða NYC. Þessar ráðstefnur eru hugsaðar til þess að gefa ungum aðgerðasinnum tækifæri til að koma saman og skeggræða starfið í löndunum sem og bera saman bækur sínar. Einnig fá aðgerðasinnarnir fræðslu um áherslur Amnesty International hverju sinni og þjálfun í viðburðastjórnun

Lesa meira
Nordurland

Ungliðahreyfingin í fullu fjöri á norðurlandi - 12.4.2017

Undanfarnar vikur hafa ungliðarnir okkar staðið í ströngu á Norðurlandi. Í byrjun mars hélt ungliðaráð Norðurlands kynningarfund þar sem þau buðu áhugasömum ungmennum að gerast meðlimir í ungliðahreyfingunni. Fundurinn var haldinn í ungmennahúsinu Rósenborg og mættu á þriðja tug áhugasamra aktivista.

Lesa meira

Fleiri fréttir