Ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty International

Ungir aðgerðarsinnar gegna mikilvægu hlutverki í starfi Amnesty International um víða veröld. Þeir eru, oftar en ekki, virkustu félagarnir okkar, sýna ótrúlega sköpunargáfu og eldmóð í öllu sem þeir gera, jafnt innan veggja menntastofnanna sem og utan þeirra. Vinnuframlag þeirra og skuldbinding við samtökin eru mikils metin og eru samtökin afar stolt af sínum ungliðum.

Ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty International var stofnuð í mars árið 2012. Hreyfingin hefur frá fyrstu dögum haft það að leiðarljósi að vekja athygli á mannréttindamálum í víðu samhengi. Þau standa fyrir viðburðum og beinum aðgerðum þar sem vakin er athygli á ákveðnum málum sem eru í brennidepli hverju sinni.

Ungliðahreyfingin er opin fyrir öll áhugasöm ungmenni sem vilja taka þátt í að móta aðgerðastarf ungliðana. Langar þig að vera með í mannréttindabaráttunni?

Þú getur fylgst með starfsemi ungliðahreyfingarinnar í Facebook hóp hennar.

Þar geturðu séð hvað er að gerast í aðgerðastarfinu okkar og tekið þátt í umræðunni og undirbúningnum.


Fréttir úr ungliðahreyfingunni

NYC2017

Langar þig að fara á ráðstefnu í Danmörku? - 21.2.2018

Í lok júlí stendur ungum íslenskum aðgerðasinnum það til boða að fara og hitta aðra aðgerðasinna frá Norðurlöndunum á ráðstefnu sem heitir Nordic Youth Conference eða NYC. Í ár fer ráðstefnan fram í Danmörku eða nánar til tekið í Tisvildeleje. Langar þig að vera erindreki okkar á þessarri ráðstefnu? Núna í ár fáum við 10 sæti. Ferðin kostar 20.000 krónur fyrir hvern þátttaka en Íslandsdeildin niðurgreiðir restina.

Lesa meira

Jóla Pub-Quiz í Stúdentakjallaranum - 18.12.2017

Nú er loksins komið að því, fyrsta af vonandi mörgum, JÓLA-Pubquiz Ungliðahreyfingar Amnesty International! Já þú last rétt, nú hefurðu loksins eitthvað að gera í stað þess að bíða bara eftir jólunum.
Pubquizið verður haldið í Stúdentakjallaranum sem hefur verið klæddur í jólabúning, og við lofum jólastemmningu, jólamönsi og í raun bara öllu sem þú þarft til að endurheimta þig eftir jólaprófin. Lesa meira

Myndun nýs ungliðaráðs - 24.10.2017

Ert þú undir 25 ára? Langar þig að vera með í starfi ungliðahreyfingar Amnesty International? Langar þig að skipuleggja viðburði í þínu umhverfi? Langar þig að taka þátt í erlendu samstarfi?

Lesa meira

Bíósýning á flóttamannadaginn - 20.6.2017

Íslandsdeild Amnesty International stendur fyrir sýningu á heimildarmyndinni, Warehoused, í Bíó Paradís á alþjóðlega flóttamannadaginn þriðjudaginn 20. júní kl. 20:00. Myndin segir frá átakanlegri sögu flóttamanna í Dadaab flóttamannabúðunum í Kenýa.

Frítt verður inn og allir velkomnir!

Lesa meira

Fleiri fréttir