Myndun nýs ungliðaráðs

24.10.2017

IMG_0385 .Ungliðahreyfing Amnesty International var sett á laggirnar um vorið 2012 og hefur farið ört vaxandi síðan. Ungliðahreyfingin samanstendur af ungum aðgerðarsinnum sem eru undir 25 ára og vilja láta til sín taka í baráttunni gegn mannréttindabrotum. Ungliðahreyfingin skipuleggur ýmsar uppákomur í þeim tilgangi að vekja fólk til umhugsunar um baráttumál Amnesty International. Reglulega eru haldnir fræðslufundir um þau málefni sem helst eru á döfinni hverju sinni, undirskriftasafnanir, kvikmyndasýningar, mótmæli og ýmislegt fleira! Æðsta vald ungliðahreyfingarinnar er ungliðaráð Íslandsdeildarinnar en í því sitja virkir aktivistar. Ráðið er opið öllum og eru haldnir reglulegir fundir.

Við erum búin að mynda stjórn ungliðaráðs en í því sitja sjö drífandi aðilar. Fimm aðalmenn og tveir varamenn. Þeir eru:

 • Þórhildur Elísabet Þórsdóttir - formaður
 • Númi Sveinsson - varaformaður
 • Þórkatla Haraldsdóttir - gjaldkeri
 • Brynhildur Kristín Ásgeirsdóttir - ritari
 • Karólína Sigríður Guðmundsdóttir - meðstjórnandi
 • Hertha Kristín Benjamínsdóttir - varamaður
 • Snædís Lilja Káradóttir - varamaður


Núna vantar okkur vaska sveit með þeim. Ætlunin okkar er að fá sem flesta með okkur um borð. Við ætlum að setja okkur markmið um að stofna skólahópa og færa viðburði og aðgerðir inn í grunn-, framhalds- og háskólana líkt og erlendur deildir samtakanna gera. 

 • Ert þú undir 25 ára? 
 • Langar þig að vera með í starfi ungliðahreyfingar Amnesty International? 
 • Langar þig að skipuleggja viðburði í þínu umhverfi? 
 • Langar þig að taka þátt í erlendu samstarfi?

Endilega sæktu þá um hérna:

Til baka