Ungliðaráðið okkar

Ungliðaráð Íslandsdeildar Amnesty International er félagsskapur ungra mannréttindasinna á aldrinum 13-25 ára. Hlutverk ráðsins er að vekja athygli á mannréttindum og mannréttindabrotum um heim allan í gegnum aðgerðastarf ungliðahreyfingarinnar. Ráðið er opið öllum þeim ungmennum sem vilja láta gott af sér leiða og taka þátt í því að skipuleggja aðgerðastarfið okkar. Fundir ráðsins eru mánaðarlegir og tökum við öllum nýliðum fagnandi. Við viljum ná til ungs fólks um allt land og leggjum mikið kapp á það að styðja við bakið á þeim sem vilja standa fyrir mannréttindatengdu aðgerðastarfi á landsbyggðinni.

Með þátttöku í ungliðaráði Íslandsdeildar Amnesty International gefst ungmennum tækifæri til að láta gott af sér leiða, taka þátt í alþjóðlegu mannréttindastarfi og fá þjálfun í viðburðastjórnun og valdeflingu.

Markmið ungliðaráðsins eru:

·         Vekja athygli á mannréttindum í gegnum margvíslega viðburði

·         Standa vörð um mannréttindi þeirra sem hafa veika rödd – hérlendis og erlendis

·         Skipuleggja viðburði og aðgerðir sem styðja við herferðastarf Íslandsdeildarinnar

·         Standa fyrir jafningjafræðslu út frá herferðum samtakanna

·         Halda úti virku og áhugaverðu aðgerðastarfi fyrir ungmenni

·         Taka þátt í alþjóðastarfi Amnesty International með ungu fólki frá öðrum löndum

·         Læra af öðrum og þekkingu þeirra

Ungliðaráð Íslandsdeildar Amnesty International er með tölvupóstinn ung(hjá)amnesty.is

Í ungliðaráði okkar sitja ungmenni af öllu landinu. Formaður ungliðaráðsins er Þórhildur Elísabet Þórsdóttir og varaformaður er Hugi Ólafsson. Gjaldkeri er Helena Hafsteinsdóttir og ritari er Hera María Jacobsen.

Ráðinu er svo skipt eftir landshlutum og í hverjum landshluta gegna formennsku-  formaður og varaformaður sem svo sitja í miðstjórn ungliðaráðsins.

Á höfuðborgarsvæðinu er Þórkatla Haraldsdóttir formaður og Tara Sóley varaformaður. Á Norðurlandi er Sunneva Halldórsdóttir formaður og Elísabet Kristjánsdóttir varaformaður, á Austurlandi er Arndís Ósk Magnúsdóttir formaður og Sóley Lóa Eymundsdóttir varaformaður, á Suðurlandi er Freydís Leifsdóttir formaður og Sigdís Erla Ragnarsdóttir varaformaður og á Vesturlandi er Íris Líf Stefánsdóttir formaður og Birta Sif Gunnlaugsdóttir varaformaður.

Langar þig að vera með? Komdu þá um borð.