Ungliðahreyfingin okkar

Ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty International er félagsskapur ungra mannréttindasinna á aldrinum 14-25 ára. Hlutverk ungliðahreyfingarinnar er að vekja athygli á mannréttindum og mannréttindabrotum um heim allan í gegnum aðgerðastarf. Ungliðahreyfingin er opið öllum þeim ungmennum sem vilja láta gott af sér leiða og taka þátt í því að skipuleggja aðgerðastarfið okkar. Fundir ungliðahreyfingarinnar eru mánaðarlegir og tökum við öllum nýliðum fagnandi. Við viljum ná til ungs fólks um allt land og leggjum mikið kapp á það að styðja við bakið á þeim sem vilja standa fyrir mannréttindatengdu aðgerðastarfi á landsbyggðinni.

Með þátttöku í ungliðahreyfingu Íslandsdeildar Amnesty International gefst ungmennum tækifæri til að láta gott af sér leiða, taka þátt í alþjóðlegu mannréttindastarfi og fá þjálfun í viðburðastjórnun og valdeflingu.

Markmið ungliðahreyfingarinnar eru:

·         Vekja athygli á mannréttindum í gegnum margvíslega viðburði

·         Standa vörð um mannréttindi þeirra sem hafa veika rödd – hérlendis og erlendis

·         Skipuleggja viðburði og aðgerðir sem styðja við herferðastarf Íslandsdeildarinnar

·         Standa fyrir jafningjafræðslu út frá herferðum samtakanna

·         Halda úti virku og áhugaverðu aðgerðastarfi fyrir ungmenni

·         Taka þátt í alþjóðastarfi Amnesty International með ungu fólki frá öðrum löndum

·         Læra af öðrum og þekkingu þeirra

Ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty International er með tölvupóstinn ung(hjá)amnesty.is

Vorið 2018 var kosið í stjórn ungliðahreyfingarinnar. Í stjórninni sitja Þórhildur Elísabet Þórsdóttir formaður, Númi Sveinsson, Brynhildur Kristín Ásgeirsdóttir, Hertha Kristín Benjamínsdóttir, Ragnheiður Lóa Ólafsdóttir. Varamenn í stjórn eru Sigrún Alua og Snædís Lilja Káradóttir.

Vertu velkomin á fund og í aðgerðir ungliðahreyfingarinnar sem auglýst er í þessum Facebook hóp