SMS

Mósambík: Fjölmiðlakonu byrlað eitur

Fjölmiðlakonan Selma Inocência Marivate tjáði Amnesty International þann 27. júlí að hana grunaði að eitrað hafi verið fyrir sér með þungmálmum í vinnuferð til Maputo, höfuðborg Mósambík, í mars síðastliðnum.

SMS

Úganda: Þvingað mannshvarf leiðtoga stjórnarandstöðunnar

Öryggisfulltrúar í Úganda handtóku Robert Lugya Kayingo lögfræðing og forseta stjórnarandstöðuflokksins Ugandan Federal Alliance á Entebbe flugvellinum þann 17. júlí við komuna frá Suður Afríku. Ekki hefur sést til hans eða heyrst frá honum síðan. Öryggisfulltrúarnir sem handtóku hann kynntu sig ekki og greindu ekki frá ástæðu handtökunnar. Engar opinberar upplýsingar hafa verið gefnar upp um afdrif hans eða staðsetningu.

SMS

Tyrkland: Aðgerðasinnar handteknir

Hivda Selen, Sinem Çelebi og Doğan Nur voru handtekin að geðþótta sama dag og gleðigangan fór fram í Istanbúl. Þau eru aðgerðasinnar sem hafa sætt gæsluvarðhaldi frá 30. júní á grundvelli tilhæfulausra ákæra fyrir það eitt að nýta sér rétt sinn til friðsamlegrar samkomu.

Góðar fréttir

Sigrar fyrstu mánuði ársins 2025

Á fyrstu sex mánuðum ársins hafa fyrirsagnir mótast af sögum um ótta, sundrung og hatur. Þrátt fyrir það hafa aðgerðasinnar um heim allan lagt sitt af mörkum til að halda voninni lifandi. Hér má lesa um mannréttindasigra frá janúar til júní á þessu ári.

Fréttir

Súdan: Kynferðisfbeldi algengt í átökunum

Kynferðisofbeldi er algengt í átökunum í Súdan. Hersveitir RFS hafa með kerfisbundnum hætti ráðist á konur og stúlkur um allt landið. Grimmdarverk, þar á meðal nauðganir, hópnauðganir og kynlífsþrælkun, eru stríðsglæpir og geta talist glæpur gegn mannúð sem er einn alvarlegasti glæpurinn og á við þegar um er að ræða víðtækar eða kerfisbundnar ómannúðlegar atlögur framdar af ásetningi gegn óbreyttum borgurum.

SMS

Ísrael: Stöðva þarf þvingaða brottflutninga fjölskyldu í Austur-Jerúsalem

Saleh Diab og stórfjölskylda hans, alls 23 einstaklingar og þar af nokkur börn, eiga á hættu að sæta ólögmætum flutningum frá Austur-Jerúsalem. Þetta eru þvingaðir brottflutningar sem eru leiddir af landtökuhópnum Nachalat Shimon og eru hluti af víðtæku eignarnámi í Sheikh Jarrah-hverfinu í Austur-Jerúsalem.

Góðar fréttir

Bandaríkin: Mahmoud Khalil laus úr haldi

Dómari í Bandaríkjunum fyrirskipaði að leysa Mahmoud Khalil úr haldi gegn tryggingu en hann var þrjá mánuði í ólögmætu haldi. Hann var handtekinn af innflytjendayfirvöldum fyrir að nýta rétt sinn til tjáningar á mótmælum í háskólanum til stuðnings réttindum Palestínubúa og gegn hópmorði á Gaza.  

Andartak – sæki fleiri fréttir.