Pyndaður hvað eftir annað og á yfir höfði sér dauðadóm

Islam Khalil, sem var rænt og haldið í leyni í meira en 122 daga, sætti pyndingum í varðhaldi og var settur í einangrun eftir að hann mótmælti því að fleiri fangar yrðu færðir í klefann hans sem þegar var yfirfullur. Hann gæti átt yfir höfði sér dauðadóm fyrir ákærur byggðar á játningum sem þvingaðar voru fram með pyndingum.

Lesa meira

Í Túnis liggja viðurlög við ást

Hinsegin fólk þarf að þola lítillækkandi og oft ofbeldisfulla meðferð af hálfu þeirra sem samkvæmt lögum ættu að bera hagsmuni þess fyrir brjósti og veigrar sér því við að leita réttar síns ef það verður fyrir ofbeldi eða annarri illri meðferð, af ótta við að hljóta sjálft refsingu. Í raun kyndir löggjöfin því undir fordóma og hatursglæpi gegn hinsegin fólki í Túnis, bæði af hálfu löggæsluaðila og almennings.

Lesa meira

Mexíkó: Kona sem var pynduð af lögreglu hefur verið sleppt úr fangelsi eftir fjögurra ára óréttlæti

Ákvörðun dómara að sýkna Yeceniu Armenta Graciano, tveggja barna móður, og leysa hana úr fangelsi í gær í norðurhluta Mexíkó bindur enda á fjögurra ára óréttlæti að sögn Amnesty International.

Lesa meira

Þú breyttir lífum á 50 vegu árið 2015

Árið 2015 þrýstu stuðningsaðilar eins og þú á þá sem taka ákvarðanir um að koma breytingum til leiðar í heiminum. Lesa meira

Síðustu fimm árin hefur Amnesty skráð tilfelli pyndinga í 141 ríki.

Lesa meira

Fréttir

Hvað bíður sýrlenskra barna í Evrópu sem flúið hafa stríðsátök? - 29.8.2016

Grein eftir Gauri van Gulik, rannsakanda Amnesty International í Evrópu.

Lesa meira

Átakanlegar frásagnir af pyndingum, ómannúðlegum aðstæðum og fjöldadauða í sýrlenskum fangelsum - 24.8.2016

Skelfileg lífsreynsla fanga sem beittir voru hömlulausum pyndingum og annarri illri meðferð í sýrlenskum fangelsum er afhjúpuð í svartri skýrslu Amnesty International. Hóflegt mat gerir ráð fyrir að um 17.723 manns hafi látið lífið í varðhaldi frá því að uppreisnin hófst í Sýrlandi í mars árið 2011 – það eru að meðaltali rúmlega en 300 dauðsföll á mánuði. 

Lesa meira

Fleiri fréttir


Góðar fréttir

Dómsúrskurður um að sleppa konu úr haldi sem fangelsuð var eftir fósturmissi er framfaraskref fyrir mannréttindi í Argentínu

Dómsúrskurður um að sleppa úr haldi konu sem dæmd var í átta ára fangelsi eftir að hafa misst fóstur í Argentínu er framfaraskref fyrir mannréttindi í landinu, að sögn Amnesty International.

Lesa meira
Mexiko-Umhverfissinni-latinn-laus-ur-fangelsi,-sigur-fyrir-rettlaetid

Mexíkó: Umhverfissinni látinn laus úr fangelsi, sigur fyrir réttlætið

Lausn mexíkóska umhverfissinnans og samviskufangans sem var óréttilega settur í fangelsi fyrir níu mánuðum, í að því virðist þeim tilgangi að refsa honum fyrir friðsamlegar aðgerðir gegn ólöglegu skógarhöggi, er sigur fyrir réttlætið og mannréttindi.

Lesa meira

Fleiri góðar fréttir