Sárköld áminning um ástandið í Sýrland fyrir flóttafólk sem er fast við landamæri Makedóníu.

Sýnin var sláandi þegar ég kom í þorpið Idomeni, nálægt grísku landamærunum að Makedóníu. Hátt í 4000 flóttamenn, margir frá Sýrlandi, þeirra á meðal fjölskyldur með börn, voru í sjálfheldu eftir að ríkisstjórn Makedóníu lýsti landamærum í suðri, rétt fyrir utan bæinn Gevgelija, sem “krísusvæði” og lokuðu svæðinu með aðstoð hersins.

Lesa meira

Súdan, ekki húðstrýkja konur fyrir „ósæmilegan klæðaburð“ 

Hin 19 ára Fardos Al-Toum hefur verið dæmd til að sæta 20 svipuhöggum og háum fjársektum fyrir „ósæmilegan klæðaburð“. Hún er ein af tíu kvenstúdentum sem var handtekin fyrir utan kirkju, af súdönsku lögreglunni í júní síðastliðnum. Konurnar klæddust pilsum og buxum.  Lesa meira

Hjálpaðu Narges að snúa aftur til barna sinna

Narges Mohammadi er mannréttindafrömuður sem hefur barist opinberlega gegn dauðarefsingum í Íran. Hún er samviskufangi. Hún er í haldi fyrir það eitt að hafa á friðsamlegan hátt, nýtt sér tjáningarfrelsi sitt og rétt til að koma saman með friðsömum hætti.  

Lesa meira

Forstjóri útvarpsstöðvar handtekinn á ný og haldið í einangrun

Alagie Abdoulaye Ceesay, framkvæmdarstjóri sjálfstæðu gambísku útvarpsstöðvarinnar Teranga FM, var handtekinn í annað sinn þann 17. júlí af meðlimum gambísku öryggissveitanna eftir að hafa verið numinn á brott og sleppt fyrr í mánuðinum. Honum hefur síðan verið haldið í einangrun, án þess að hafa aðgang að fjölskyldu sinni eða lögfræðingi. Lesa meira

Mexíkó: Ungri móður nauðgað og hún pynduð í 15 klukkustundir af lögreglu

Yecenia Armeta var handtekin og pynduð í þeim tilgangi að þvinga fram játningu á glæp sem hún segist aldrei hafa framið Lesa meira

Fréttir

Flóttamannavandinn er áfellisdómur yfir leiðtogum Evrópu! - 3.9.2015

Stundin er mörkuð af grafarþögn! Um heim allan eru þetta hefðbundin viðbrögð þegar líf fólks glatast í harmleik. Evrópa er ekki undanskilin þessum viðbrögðum þegar harmleikur hefur riðið yfir álfuna eða skollið á strendur hennar eins og nú er, þar sem þúsundir flóttamanna og farandfólks, hafa glatað lífi sínu.  Lesa meira

Sárköld áminning um ástandið í Sýrland fyrir flóttafólk sem er fast við landamæri Makedóníu.   - 2.9.2015

Sýnin var sláandi þegar ég kom í þorpið Idomeni, nálægt grísku landamærunum að Makedóníu.

Lesa meira

Spurningar og svör - Ályktun um skyldur ríkja til að virða mannréttindi vændisfólks - 20.8.2015

Amnesty International samþykkti á heimsþingi sínu 11. ágúst sl. ályktun um skyldur ríkja til að virða mannréttindi vændisfólks (e. „sex workers“). Hér má finna nokkrar helstu spurningar sem Íslandsdeildinni hafa borist frá félögum og komið hafa fram í opinberri umræðu um ályktunina, ásamt svörum við þeim.

Lesa meira

Fleiri fréttir


Góðar fréttir

Bandaríkin: aftöku Bernardo Abán Tercero frestað

Deginum áður en Bernardo Abán Tercero átti að vera tekinn af lífi úrskurðaði dómstóll í Texas að fresta skyldi aftöku hans. Aftökunni var frestað svo rétturinn gæti skoðað hvort að saksóknari hafi lagt til vitni sem gaf falskan vitnisburð við réttarhöldin árið 2000.

Lesa meira

Sambía: Mildun dauðadóma er lofsvert fyrsta skref

Ákvörðun Edgar Lungu, forseta Sambíu, um að milda dauðadóma yfir 332 föngum í lífstíðarfangelsi er lofsvert fyrsta skref. 

Lesa meira

14 góðar fréttir frá árinu 2015

Stuðningur við baráttu gegn alvarlegum mannréttindabrotum skilar árangri. Hér má lesa um árangur 14 mannréttindamála sem Amnesty International hefur komið að á einn eða annan hátt.

Lesa meira

Fleiri góðar fréttir