Íran: Barnabrúður á hættu á að vera tekin af lífi

Razieh Ebrahimi var einungis 14 ára gömul þegar hún giftist eiginmanni sínum sem beitti hana líkamlegu og andlegu ofbeldi

Lesa meira

Brasilía: Vændisfólk þvingað af heimilum sínum og misþyrmt

Vændisfólk í borginni Niterói í Ríó de Janeiro-fylki í Brasilíu var þvingað úr byggingu þar sem það bjó og starfaði, með ólöglegri lögregluaðgerð 23. maí. Um 300 manns í vændi eru nú án heimilis og öryggis.

Lesa meira

25 ár frá blóðbaðinu á Torgi hins himneska friðar

Ofsóknir á hendur aðgerðasinnum í Peking eru útbreiddar og færðust í aukanna í aðdraganda þess að 25 ár eru liðin frá blóðbaðinu á Torgi hins himneska friðar, þegar friðsamleg mótmæli stúdenta voru brotin á bak aftur af kínverska hernum. Lesa meira

Síðustu fimm árin hefur Amnesty skráð tilfelli pyndinga í 141 ríki.

Lesa meira

Nígería: Yfir tvö hundruð stúlkum rænt af vopnuðum hópi skæruliða

Yfir tvö hundruð Nígerískum stúlkum var rænt að nóttu til þann 14. apríl  síðastliðinn. Fréttir eru af því að stúlkurnar, sem eru flestar á aldrinum 16-18 ára, verði seldar í kynlífsþrældóm eða þvingaðar í hjónaband.

Lesa meira

Fréttir

Amnesty International hvetur Ísraelsmenn og vopnaða hópa Palestínumanna til að tryggja öryggi allra borgara! - 17.7.2014

Taktu þátt í aðgerð Amnesty International og hvettu Ísraelsmenn og vopnaða hópa Palestínumanna til að tryggja öryggi allra borgara! Skrifaðu orðið STOP (á hebresku מספיק eða arabísku كفى) í lófann á þér og deildu myndinni undir hashtagginu #CiviliansUnderFire.

Lesa meira

Ísrael/Gasa: Sameinuðu þjóðirnar verða að koma á vopnasölubanni og gefa út tilskipun um alþjóðlega rannsókn. - 17.7.2014

Amnesty International kallar eftir alþjóðlegri rannsókn á öllum brotum sem framin eru í tengslum við loftárásir Ísraelsmanna á Gasaströndinni og ófyrirsjáanlegar flugskeytaskothríðir vopnaðra hópa Palestínumanna á Ísrael.

Lesa meira

Mið-Afríkulýðveldið: Gerendur grimmdarverka eiga ekki að geta falið sig frá réttvísinni - 15.7.2014

Í skýrslu Amnesty International, Central African Republic: Time for Accountability, eru skráðir glæpir sem falla undir alþjóðalög, sem framdir voru á tímabilinu 2013 og 2014 um allt land. Kallað er eftir því að ódæðismennirnir sæti rannsókn, þeir verði sóttir til saka og látnir sæta refsingu.

Lesa meira

Fleiri fréttir


Góðar fréttir

Samviskufanginn Ales Bialiatski  í Hvíta-Rússlandi er laus úr haldi

Amnesty International fagnar lausn Ales Bialiatski, samviskufanga í Hvíta-Rússlandi, sem leystur var úr haldi laugardaginn 21. júní, fyrr en áætlað var eftir nærri þrjú ár í fangelsi. Ales Bialitatski taldi að stöðugur þrýstingur innanlands sem utan hafi leitt til lausnar hans, einu ári og átta mánuðum fyrr en áætlað var.

Lesa meira

Dauðadómur kínverskrar konu dreginn til baka

Hæstiréttur Kína kallaði nýverið eftir endurupptöku á máli Li Yan,43 ára konu, sem var dæmd til dauða fyrir morð á ofbeldisfullum eiginmanni sínum. Málið fékk gífurlega athygli innanlands sem utan þar sem þrýst var á yfirvöld að draga dauðadóm hennar til baka. Íslandsdeild Amnesty International tók upp mál hennar í janúar 2013 í netákalli.

Lesa meira

Langþráður draumur orðinn að veruleika

Frumbyggjasamfélaginu Sawhoyamaxa hefur verið veittur réttur til að snúa aftur til lands síns eftir að forseti Paragvæ skrifaði undir lög 11. júní um endurheimtingu lands þeirra. Þetta er stór sigur fyrir samfélagið sem hefur barist fyrir réttindum sínum í rúm 20 ár. 

Lesa meira

Fleiri góðar fréttir