Ást er mannréttindi - Gleðigangan 2014

Íslandsdeild Amnesty International vakti athygli á að samkynhneigð er bönnuð í 78 ríkum heims

Lesa meira

Hvíta-Rússland: Barinn af lögreglu vegna kynhneigðar sinnar

Ihar Tsikhanyuk er samkynhneigður aðgerðasinni. Hann var ítrekað kýldur af lögreglumönnum og svívirtur fyrir kynhneigð sína

Nígería: Hryllileg myndskeið bendla nígeríska herinn við stríðsglæpi

Hryllileg myndskeið, ljósmyndir og vitnisburðir varpa ljósi á ný sönnunargögn um stríðsglæpi

Eþíópía: Pólitískur aðgerðasinni sætir þvinguðu mannshvarfi

Andargachew Tsige, pólitískur aðgerðasinni frá Eþíópíu með breskan ríkisborgararétt, hvarf á Sana‘a flugvelli í Jemen

Lesa meira

Íran: Barnabrúður á hættu á að vera tekin af lífi

Razieh Ebrahimi var einungis 14 ára gömul þegar hún giftist eiginmanni sínum sem beitti hana líkamlegu og andlegu ofbeldi

Lesa meira

Fréttir

Egyptaland: Myrkasti dagur landsins - 19.8.2014

Nú, einu ári frá því að egypskar öryggissveitir myrtu yfir 600 mótmælendur á einum degi, hefur ekki einn einasti öryggissveitarmaður verið ákærður. Á sama tíma hefur egypska refsivörslukerfið unnið hratt við að handtaka, ákæra og dæma meinta fylgjendur Morsi, eftir ranglát hópréttarhöld.

Lesa meira

Írak: Brýn þörf á stuðningi við borgara í Írak - 15.8.2014

Allt frá því í júní 2014 hafa samtök sem nefna sig Íslamska ríkið sótt í sig veðrið í norðurhluta Írak og hundruð þúsunda einstaklinga sem tilheyra trúarhópum í minnihluta hafa neyðst til að flýja heimili sín.

Lesa meira

Afganistan: Ekkert réttlæti fyrir þúsundir borgara sem látist hafa í aðgerðum bandaríska hersins og NATÓ. - 14.8.2014

Samkvæmt nýrri skýrslu Amnesty International hafa þúsundir afganskra borgara látið lífið í aðgerðum Atlandshafsbandalandsins og bandarískra hersveita, án þess að fjölskyldur hinna látnu hafi séð réttlætinu fullnægt.

Lesa meira

Fleiri fréttir


Góðar fréttir

Mannréttindadómstóll Ameríku afhjúpar skort á rannsókn á morði unglingsstúlku í Gvatemala

Úrskurður Mannréttindadómstóls Ameríkuríkja um að yfirvöld í Gvatemala hafi brugðist því að rannsaka hörmulegt morð á unglingsstúlku sendir sterk skilaboð til stjórnvalda um heim allan að ofbeldi gegn konum verður ekki umborið.

Lesa meira

Úganda: Lög gegn samkynhneigð dæmd ógild

Að sögn Amnesty International er ógilding laganna gegn samkynhneigð skref í átt að því að stöðva mismunun gegn hinsegin fólki, sem studd er af ríkinu. „Þó að hin andstyggilegu lög hafi verið felld á grundvelli formreglu er þetta mikilvægur sigur fyrir úgandska aðgerðasinna sem hafa barist gegn þessum lögum.

Lesa meira

Tímamótaúrskurður afhjúpar hlutverk Póllands í leynilegum handtökum og pyndingum

Amnesty International fagnaði tímamótadómi þegar Pólland, fyrst allra aðildarríkja Evrópusambandsins, var dæmt samsekt Bandaríkjunum í tengslum við framsal, leynilegt varðhald og pyndingar gegn meintum hryðjuverkamönnum.

Lesa meira

Fleiri góðar fréttir