Bréf til bjargar lífi

Bréfamaraþon 3. til 17. desember 2014

Lesa meira

Ást er mannréttindi - Gleðigangan 2014

Íslandsdeild Amnesty International vakti athygli á að samkynhneigð er bönnuð í 78 ríkum heims

Lesa meira

Hvíta-Rússland: Barinn af lögreglu vegna kynhneigðar sinnar

Ihar Tsikhanyuk er samkynhneigður aðgerðasinni. Hann var ítrekað kýldur af lögreglumönnum og svívirtur fyrir kynhneigð sína

Nígería: Hryllileg myndskeið bendla nígeríska herinn við stríðsglæpi

Hryllileg myndskeið, ljósmyndir og vitnisburðir varpa ljósi á ný sönnunargögn um stríðsglæpi

Eþíópía: Pólitískur aðgerðasinni sætir þvinguðu mannshvarfi

Andargachew Tsige, pólitískur aðgerðasinni frá Eþíópíu með breskan ríkisborgararétt, hvarf á Sana‘a flugvelli í Jemen

Lesa meira

Fréttir

Jólakort Amnesty komið út! - 19.11.2014

Jólakortið fyrir 2014 er eftir Tryggva Ólafsson og heitir Vorkoma. Jólakortið er 17 cm á breidd og 11,3 cm á hæð. Jólakortin eru til sölu hér í Amnesty-búðinni og kosta 10 kort í pakka með umslögum 1.500kr.

Lesa meira

Dagskrá bréfamaraþons árið 2014 - 19.11.2014

Bréfamaraþonið fer fram á ýmsum stöðum á landinu í ár og fjöldi framhaldsskóla taka þátt! Lesa meira

Austur-Úkraína: Báðir aðilar ábyrgir fyrir handahófskenndum árásum - 18.11.2014

Fyrir stuttu féll 18 ára nemi í sprengjukúluárás í austurhluta Úkraínu í borginni Donetsk. Það er eitt dæmi af mörgum handahófskenndum árásum á svæðinu sem gætu fallið undir stríðsglæpi.

„Báðir stríðsaðilar, úkraínsk stjórnvöld og aðskilnaðarsinnar, verða að stöðva án tafar allar handahófskenndar árásir þar sem það brýtur gegn stríðsreglum.

Lesa meira

Fleiri fréttir


Góðar fréttir

Mexíkó: lausn samviskufanga sem sætti pyndingum fagnaðarefni en kemur nokkrum árum of seint

Það er fagnaðarefni að samviskufanginn, Ángel Amílcar Colón Quevedo, hafi verið leystur úr haldi eftir fimm ár í varðhaldi án réttarhalda. Ángel sætti pyndingum í varðhaldi.

Ángel Colón var handtekinn af lögreglu í Tijuana í Norður-Mexíkó þar sem hann ferðaðist frá Hondúras til Bandaríkjanna í mars 2009.

Lesa meira

Aðgerð  framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins í Tékklandi er sigur fyrir Róma-fólk

Amnesty International fagnar tilkynningu framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins um að hefja málsmeðferð gegn Tékklandi vegna brots á löggjöf sambandsins gegn mismunun.

,,Í mörg ár hefur Amnesty International skráð kerfisbundna mismunun gegn Róma-börnum í tékkneskum skólum. Samt sem áður hafa tékknesk stjórnvöld brugðist því að gera viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir, takast á við eða ráða bót á málum. Lesa meira

Kína: Dauðafangi leystur úr haldi eftir sex ára baráttu í réttarkerfinu

Fyrir stuttu gerðist sá fágæti atburður í Kína að fangi sem hafði verið dæmdur til dauða var sýknaður en hann hafði þurft að sæta sex ára fangelsisvist á meðan hann fór í gegnum nokkrar áfrýjanir.

Lesa meira

Fleiri góðar fréttir