Ungir aðgerðasinnar í gæsluvarðhaldi, tala um illa meðferð

Ungu aðgerðasinnarnir Bayram Mammadov og Giyas Ibrahimov voru handteknir þann 10. maí í Bakú,  höfuðborg Aserbaídsjan, fyrir meinta vörslu á ólöglegum fíkniefnum eftir að þeir máluðu veggjakrot með pólitískri skírskotun á styttu af fyrrum forseta landsins. 

Lesa meira

Átta ára fangelsisdómur fyrir fósturlát

Hin 27 ára Belén sætti varðhaldi í rúm tvö ár í Tucumanhéraði, norðurhluta Argentínu, eftir að hafa misst fóstur á ríkisreknu sjúkrahúsi þar til réttarhöld yfir henni fóru fram. Starfsfólk sjúkrahússins og lögreglumenn brutu á rétti hennar til einkalífs og hafa ranglega ásakað hana og beitt hana harðræði.

Lesa meira

Stjórnvöld í Malaví verða að stöðva morð á einstaklingum með albínisma

Whitney, tveggja ára gömul stúlka, var numin á brott sofandi úr rúmi sínum í apríl síðastliðnum. Höfuðkúpa, tennur og föt hennar fundust seinna í nálægu þorpi. Hrottalegt morð hennar fylgdi í kjölfarið á morði níu ára drengs sem var gripinn af heimili sínu í febrúar og fannst afhöfðaður stuttu seinna.

Lesa meira

Fræðimenn í haldi fyrir að skrifa undir ákall um frið

Þann 15. mars voru þrír fræðimenn sem skrifðuðu undir ákall um frið í janúar 2016 ákærðir fyrir að „hryðjuverkaáróður“. Verði þeir sakfelldir bíður þeirra allt að sjö og hálfs árs fangelsisvist. Fjórði fræðimaðurinn var hnepptur í varðhald þann 31. mars síðastliðinn fyrir að skrifa undir sama ákall.  Lesa meira

Þú breyttir lífum á 50 vegu árið 2015

Árið 2015 þrýstu stuðningsaðilar eins og þú á þá sem taka ákvarðanir um að koma breytingum til leiðar í heiminum. Lesa meira

Fréttir

80% fólks um víða veröld er tilbúið að taka á móti flóttafólki - 19.5.2016

Meirihluti fólks (80%) víða um heim myndi taka á móti flóttafólki með opnum örmum og margir eru tilbúnir til að hýsa það á eigin heimilum, samkvæmt nýrri skoðanakönnun, The Refugees Welcome Index, sem Amnesty International lét gera.   

Lesa meira

Öryggissveitir í Ríó de Janeiro sýna sitt sanna andlit í aðdraganda Ólympíuleikanna í Brasilíu - 3.5.2016

Að hundrað dögum liðnum verður Ríó de Janeiro fyrsta borgin í Suður-Ameríku sem heldur flottustu sýningu í heimi – Ólympíuleikana.

Lesa meira

Fleiri fréttir


Góðar fréttir

El Salvador: Maríu Teresu loks sleppt úr fangelsi - hlaut 40 ára dóm í kjölfar fósturmissis.

Ákvörðun dómstóla í El Salvador, þann 20. maí síðastliðinn, um að leysa Maríu Teresu Riveru úr haldi sem hefur setið á bak við lás og slá í þrjú ár, er stór sigur í mannréttindabaráttunni. 

Lesa meira

Fræðimenn sem voru í haldi fyrir að skrifa undir ákall um frið, leystir úr haldi

Tyrknesku fræðimennirnir Muzaffer Kaya, Esra Mungan, Kıvanç Ersoy og Meral Camcı voru leystir úr gæsluvarðhaldi þann 22. apríl síðastliðinn. Saksókn gegn þeim fyrir „hryðjuverkaáróður“ hefur verið hætt en þeir hafa ekki verið sýknaðir.    

Lesa meira

Fleiri góðar fréttir