22 ára írönsk kona á í hættu að vera tekin af lífi

Zeinab Sekaanvand Lokran, 22 ára írönsk kona, af kúrdískum uppruna, á í hættu að vera tekin af lífi í kjölfar óréttlátra réttarhalda þar sem hún var sakfelld fyrir að drepa eignmann sinn. Hún var 17 ára þegar morðið var framið. Aftaka hennar gæti farið fram þegar í stað. 

Lesa meira

Bréfamaraþonið 2016

Bréfamaraþonsmálin komin í hús. Ellefu mál einstaklinga og hópa verða tekin fyrir í ár.

Lesa meira

Sýrlenskur flóttamaður á í hættu að verða sendur aftur til Tyrklands

Sýrlenskur flóttamaður stendur frammi fyrir því að verða sendur aftur til Tyrklands frá Grikklandi vegna samninga Evrópusambandsins við Tyrkland. Umsókn hans um hæli var hafnað á þeim forsendum að Tyrkland sé „öruggt þriðja ríki“. Ákvörðun um áfrýjun hans fyrir grískum dómstólum er að vænta innan fárra daga. Flóttamaðurinn er um þessar mundir í haldi lögreglu á grísku eyjunni Lesvos.

Lesa meira

Ungur maður ákærður fyrir að áframsenda skilaboð í Kamerún

Fomusoh Ivo Feh var 25 ára og í þann mund að hefja háskólanám í Kamerún þegar að smáskilaboð breyttu lífi hans. Einn daginn áframsendi hann kaldhæðinn texta til vinar síns. Í skilaboðunum var gert grín að því að jafnvel vígahópurinn Boko Haram myndi ekki ráða þig til starfa nema að þú hefðir staðist fimm fög í gagnfræðaskóla. Þessi skilaboð urðu til þess að Fomusoh Ivo var handtekinn. Hann á yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsisdóm. 

Lesa meira

Mexíkó: Kona sem var pynduð af lögreglu hefur verið sleppt úr fangelsi eftir fjögurra ára óréttlæti

Ákvörðun dómara að sýkna Yeceniu Armenta Graciano, tveggja barna móður, og leysa hana úr fangelsi í gær í norðurhluta Mexíkó bindur enda á fjögurra ára óréttlæti að sögn Amnesty International.

Lesa meira

Fréttir

Skilaboð frá flóttamannabúðum - 17.10.2016

Sýrlenski flóttamaðurinn og læknirinn Dr. Bashar Farahat stendur að ljósmyndasýningunni, Skilaboð frá flóttamannabúðunum, dagana 25. til 28. október, í samstarfi við Íslandsdeild Amnesty International. 

Lesa meira

Viltu skipuleggja bréfamaraþon í þínu sveitafélagi? - 14.10.2016

Sendu okkur tölvupóst á amnesty@amnesty.is og við hjálpum þér að komast af stað.

Lesa meira

Fleiri fréttir


Góðar fréttir

Fred Bauma og Yves Makwambala

Lýðveldið Kongó: Ástæða til að fagna lausn aðgerðasinna!

Ástæða er til að fagna lausn fjögurra aðgerðasinna sem hafa barist fyrir lýðræðislegum umbótum í Lýðveldinu Kongó en þeirra á meðal voru samviskufangar Amnesty International, Fred Bauma og Yves Makwambala.

Lesa meira

Dómsúrskurður um að sleppa konu úr haldi sem fangelsuð var eftir fósturmissi er framfaraskref fyrir mannréttindi í Argentínu

Dómsúrskurður um að sleppa úr haldi konu sem dæmd var í átta ára fangelsi eftir að hafa misst fóstur í Argentínu er framfaraskref fyrir mannréttindi í landinu, að sögn Amnesty International.

Lesa meira

Fleiri góðar fréttir