Lokun landamæra gerir aðstæður flóttafólks verri

Frá því að stjórnvöld Jórdaníu lokuðu landamærum sínum að Sýrlandi þann 21. júní síðastliðinn hafa um 80.000 flóttamenn verið strandaglópar í Rukban, eyðimerkursvæði sem kallað er „berm“, í sandstormum og miklum hita. Þeir hafa enn ekki fengið lífsnauðsynlega aðstoð. 

Lesa meira

Pyndaður hvað eftir annað og á yfir höfði sér dauðadóm

Islam Khalil, sem var rænt og haldið í leyni í meira en 122 daga, sætti pyndingum í varðhaldi og var settur í einangrun eftir að hann mótmælti því að fleiri fangar yrðu færðir í klefann hans sem þegar var yfirfullur. Hann gæti átt yfir höfði sér dauðadóm fyrir ákærur byggðar á játningum sem þvingaðar voru fram með pyndingum.

Lesa meira

Í Túnis liggja viðurlög við ást

Hinsegin fólk þarf að þola lítillækkandi og oft ofbeldisfulla meðferð af hálfu þeirra sem samkvæmt lögum ættu að bera hagsmuni þess fyrir brjósti og veigrar sér því við að leita réttar síns ef það verður fyrir ofbeldi eða annarri illri meðferð, af ótta við að hljóta sjálft refsingu. Í raun kyndir löggjöfin því undir fordóma og hatursglæpi gegn hinsegin fólki í Túnis, bæði af hálfu löggæsluaðila og almennings.

Lesa meira

Mexíkó: Kona sem var pynduð af lögreglu hefur verið sleppt úr fangelsi eftir fjögurra ára óréttlæti

Ákvörðun dómara að sýkna Yeceniu Armenta Graciano, tveggja barna móður, og leysa hana úr fangelsi í gær í norðurhluta Mexíkó bindur enda á fjögurra ára óréttlæti að sögn Amnesty International.

Lesa meira

Þú breyttir lífum á 50 vegu árið 2015

Árið 2015 þrýstu stuðningsaðilar eins og þú á þá sem taka ákvarðanir um að koma breytingum til leiðar í heiminum. Lesa meira

Fréttir

Góðar fréttir af Bréfamaraþoninu 2015 - 22.9.2016

Bréfamaraþon Amnesty International er einn stærsti mannréttindaviðburður heims og sönnun þess að í krafti fjöldans er unnt að umturna lífi fólks sem sætir grófum mannréttindabrotum. 

Lesa meira

Smánarblettur á arfleifð Barack Obama í forsetaembætti ef Edward Snowden hlýtur ekki sakaruppgjöf - 16.9.2016

Barack Obama ætti að halda sig réttu megin sögunnar með því að veita uppljóstraranum Edward Snowden sakaruppgjöf en Snowden á yfir höfði sér áratuga langan fangelsisdóm fyrir að tala máli mannréttinda, að sögn Amnesty International, American Civil Liberties Union (ACLU), Human Rights Watch og fjölda annarra samtaka, sem ýttu alþjóðlegri undirskriftasöfnun úr vör í dag, til stuðnings Edward Snowden. 

Lesa meira

Fleiri fréttir


Góðar fréttir

Fred Bauma og Yves Makwambala

Lýðveldið Kongó: Ástæða til að fagna lausn aðgerðasinna!

Ástæða er til að fagna lausn fjögurra aðgerðasinna sem hafa barist fyrir lýðræðislegum umbótum í Lýðveldinu Kongó en þeirra á meðal voru samviskufangar Amnesty International, Fred Bauma og Yves Makwambala.

Lesa meira

Dómsúrskurður um að sleppa konu úr haldi sem fangelsuð var eftir fósturmissi er framfaraskref fyrir mannréttindi í Argentínu

Dómsúrskurður um að sleppa úr haldi konu sem dæmd var í átta ára fangelsi eftir að hafa misst fóstur í Argentínu er framfaraskref fyrir mannréttindi í landinu, að sögn Amnesty International.

Lesa meira

Fleiri góðar fréttir