Ungur maður í Sádí-Arabíu er í hættu á að vera tekinn af lífi

Ali Mohammed Baqir al-Nimr, tvítugur sjía-múslimi og aðgerðasinni er í hættu á að vera tekinn af lífi þá og þegar í Sádí-Arabíu. Hann var dæmdur til dauða aðeins 17 ára gamall fyrir þátttöku í mótmælum gegn stjórnvöldum. 

Lesa meira

Langur fangelsisdómur fyrir að tísta!

Langur fangelsisdómur bíður Zulkiflee Anwar „Zunar“ Ulhaque fyrir það eitt að tísta gagnrýni um fangelsun stjórnarandstöðuleiðtogans Anwar Ibrahim. Zunar er pólitískur skopmyndateiknari sem er þekktur fyrir háðsádeilu á spillingu og kosningasvik ríkisstjórnar landsins. Lesa meira

Leiðtogi stjórnarandstöðu dæmur eftir óréttláta málsmeðferð

Stjórnarandstöðuleiðtoginn Leopoldo López hefur verið dæmdur til tæplega 14 ára fangelsisvistar. Hann er samviskufangi og leysa þarf hann úr haldi án tafar og skilyrðislaust.

Lesa meira

Ráðist á samkynhneigða menn fyrir að vera ástfangnir!

Í ágúst 2014 urðu Costas og sambýlismaður hans, sem er flóttamaður, fyrir fólskulegri árás í miðborg Aþenu. Tilefni árásarinnar var hommafælni og kynþáttahatur. Enginn liggur undir grun, hvað þá hefur verið dreginn til ábyrgðar.

Lesa meira

Tími til kominn að heimurinn standi með ungum aðgerðasinnum

Þann 12. ágúst síðastliðinn fagnaði heimsbyggðin hinum árlega viðburði - alþjóðlega degi æskunnar. Það þótti kaldhæðnislegt að á þeim degi var lítil athygli vakin á því hverfandi rými sem ungir aðgerðasinnar hafa þar sem þeir í auknu mæli verða fyrir kúgun af hálfu stjórnvalda í mannréttindabaráttu sinni. Lesa meira

Fréttir

Sádí-Arabía: Afnema verður dauðadóm sem felldur var yfir dreng undir lögaldri - 1.10.2015

Konungur Sádí Arabíu verður að synja staðfestingu á dauðadómi gegn ungum manni, Ali Mohammed Bagir al-Nimr, sem felldur var þegar hann var á barnsaldri. 

Lesa meira

Tilkynning til félaga um breytingar á félagafjölda - 30.9.2015

Á heimsþingi Amnesty International í ágúst 2015 var samþykkt ályktun um að stjórn alþjóðasamtakanna marki stefnu varðandi mannréttindi vændisfólks. Í þeim mánuði hætti hópur fólks að starfa með Íslandsdeild samtakanna. Flestir í þessum hópi hættu á næstu dögum eftir að ályktunin var samþykkt þ.e. á tímabilinu 11.-20. ágúst síðastliðinn. Lesa meira

Fleiri fréttir


Góðar fréttir

Bandaríkin: aftöku Bernardo Abán Tercero frestað

Deginum áður en Bernardo Abán Tercero átti að vera tekinn af lífi úrskurðaði dómstóll í Texas að fresta skyldi aftöku hans. Aftökunni var frestað svo rétturinn gæti skoðað hvort að saksóknari hafi lagt til vitni sem gaf falskan vitnisburð við réttarhöldin árið 2000.

Lesa meira

Sambía: Mildun dauðadóma er lofsvert fyrsta skref

Ákvörðun Edgar Lungu, forseta Sambíu, um að milda dauðadóma yfir 332 föngum í lífstíðarfangelsi er lofsvert fyrsta skref. 

Lesa meira

Fleiri góðar fréttir