Fréttir

15. apríl 2024

Súdan: Sorg­lega bágborin viðbrögð alþjóða­sam­fé­lagsins

Nú þegar ár er liðið frá upphafi stríðs­átaka á milli hersveitar Súdans og RSF-hersveita (e. Rapid Support Forces) hafa viðbrögð alþjóða­sam­fé­lagsins verið sorg­lega bágborin á sama tíma og mann­fall óbreyttra borgara í landinu eykst. Í dag þann 15. apríl, þegar ár er liðið frá upphafi átak­anna, verður lista­sýning haldin í Naíróbí í Kenýa á vegum Amnesty Internati­onal, Sudan Democracy First Group og NGO Internati­onal Film Festival þar sem súdanskt lista­fólk sýnir verk sín til stuðn­ings óbreyttum borg­urum í Súdan sem þjást mest vegna átak­anna.  

 

Diplómatískar viðræður ekki dugað

Í heilt ár hefur verið litið fram hjá fólkinu í Súdan og það verið hunsað á sama tíma og það ber hitann og þungann af ofbeld­is­fullum árekstrum milli hersveita Súdans og RSFhersveita. Diplómatískar viðræður hafa hingað til ekki dugað til að stöðva átökin, vernda óbreytta borgara, veita full­nægjandi mann­úð­ar­að­stoð eða draga gerendur stríðsglæpa til ábyrgðar.“

Tigere Chagutah, fram­kvæmda­stjóri svæð­is­deildar Austur- og suður­hluta Afríku hjá Amnesty Internati­onal.

Það tók næstum því ár fyrir örygg­isráð Sameinuðu þjóð­anna að samþykkja ályktun um Súdan þar sem kallað er eftir tafar­lausu vopna­hléi og óhindruðu aðgengi að mann­úð­ar­að­stoð. Þrátt fyrir álykt­unina halda átökin áfram í landinu án nokk­urra ráðstafana til að vernda óbreytta borgara.

„Alþjóða­sam­fé­lagið hefur ekki beitt stríðs­aðila nægj­an­legum þrýst­ingi til að stöðva mann­rétt­inda­brot gegn fólki sem hefur verið dregið inn í þetta stríð. Þá sérstak­lega Afríku­banda­lagið, sem hefur ekki sýnt þá leið­toga­hæfni sem þörf er á eða gripið til aðgerða í samræmi við umfang og alvar­leika átak­anna.“

Tigere Chagutah, fram­kvæmda­stjóri svæð­is­deildar Austur- og suður­hluta Afríku hjá Amnesty Internati­onal.

Á árlegum leið­toga­fundi banda­lagsins í febrúar, þeim fyrsta frá upphafi átak­anna, var ekki fjallað um ástandið í Súdan í sérstökum dagskrárlið.

Sendinefnd Sameinuðu þjóðanna

Í október 2023 setti mann­rétt­indaráð Sameinuðu þjóð­anna á fót sendi­nefnd til að afla sönn­un­ar­gagna í Súdan með umboð til að rann­saka og stað­festa gögn og finna rót  vandans þegar kemur að mann­rétt­inda­brotum og öðrum brotum í átök­unum.

„Þrátt fyrir að sendi­nefndin geti gegnt gífur­lega mikil­vægu hlut­verki þegar kemur að því að draga gerendur grimmd­ar­verka í Súdan til ábyrgðar þá hefur hún ekki getað sinnt umboði sínu með full­nægj­andi hætti þar sem hún er ekki enn full­mönnuð og skortir fjár­magn vegna ráðn­inga­banns innan Sameinuðu þjóð­anna. Heim­urinn má ekki við því að líta í hina áttina. Aðild­ar­ríki verða að tryggja fjár­magn og póli­tískan stuðning við sendi­nefndina í Súdan og sjá til þess að Súdan sé ofar­lega á dagskrá hjá mann­rétt­inda­ráði Sameinuðu þjóð­anna og annarra stofnana Sameinuðu þjóð­anna.“

Omayma Gutabi, framkvæmda­stjóri Sudan Democracy First Group. 

 

AFP – Getty Images. Vega­laus maður í Súdan í skýli á háskóla­svæði.

Hörmuleg mannréttindaneyð

Þrátt fyrir margar yfir­lýs­ingar um vopnahlé hafa átökin farið harðn­andi um allt landið. Rúmlega 14.700 einstak­lingar hafa verið drepnir, meðal annars í beinum eða handa­hófs­kenndum árásum á óbreytta borgara. Um það bil 10,7 millj­ónir einstak­linga hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna átak­anna og eru vega­lausar í eigin landi. Þetta er mesti fjöldi vega­lausra einstak­linga í eigin ríki á heimsvísu. Að minnsta kosti 14 millj­ónir barna, sem er helm­ingur allra barna í landinu, þurfa á mann­úð­ar­að­stoð að halda. 

Matvæla­áætlun Sameinuðu þjóð­anna hefur varað við því að alþjóðleg mann­úð­ar­að­stoð til Súdans er veru­lega undir­fjármögnuð þrátt fyrir aðvar­anir mann­úð­ar­stofn­an­anna um hung­urs­neyð. Í lok febrúar var aðeins búið að ná 5% af því fjár­magni sem Sameinuðu þjóð­irnar kölluðu eftir. Það grefur alvar­lega undan því að hægt sé að veita mikil­væga neyð­ar­að­stoð og þjón­ustu.  

Banda­menn Súdans bæði annars staðar í Afríku sem og á alþjóða­vísu þurfa að beita stríðs­aðila þrýst­ingi til að vernda almenna borgara og leyfa óhindr­aðan aðgang mann­úð­ar­að­stoðar. Við köllum einnig eftir tafar­lausri aukn­ingu á mann­úð­ar­að­stoð fyrir þá einstaklinga sem hafa leitað skjóls í nágranna­löndum Súdans ásamt þeim sem eru vega­lausir í eigin landi. Þá sérstak­lega konur og stúlkur sem eiga á hættu að verða fyrir kynferð­isof­beldi. 

Omayma Gutabi, framkvæmda­stjóri Sudan Democracy First Group. 

Menningararfleifð hverfur

Söfn, menn­ing­arhús og rann­sókn­ar­stofur í Súdan hafa einnig verið rænd og eyði­lögð.  

„Lista­fólk er vonar­beri, uppspretta styrks og verndari menn­ing­ar­arf­leifðar. Í núver­andi átökum er mögu­legt að forn saga Súdans eyði­leggist þar sem vernd­arar menn­ing­ar­arf­leifðar landsins hafa flúið í leit að vernd. Við stöndum nú á kross­götum um að bjarga manns­lífum og vernda menn­ing­ar­arf­leifð sem hverfur nú hratt. Það er áríð­andi að súdanskt lista­fólk safnist saman nú þegar ár er liðið til að byggja upp samstöðu, safna fyrir samtök á svæðinu og velta framtíð Súdans fyrir sér,“

Taye Balogun, stofn­andi, NGO internati­onal Film Festival. 

©AFP – Getty Image – Súdan júní 2023

Tími til að binda enda á refsileysi

Refsi­leysi í Súdan eflir stríðs­aðila og hersveitir í átök­unum í því að halda áfram að gera óbreytta borgara að skot­mörkum þvert á alþjóðalög. Þessir gerendur halda að þeir séu frið­helgir gjörðum sínum og skortur á viðbrögðum frá alþjóða­sam­fé­laginu styrkir þá trú enn frekar. 

Tigere Chagutah, fram­kvæmda­stjóri svæð­is­deildar Austur- og suður­hluta Afríku hjá Amnesty Internati­onal.

 

Frá árinu 2003 hefur Amnesty Internati­onal og önnur samtök skrá­sett stríðs­glæpi, glæpi gegn mannúð og önnur brot á alþjóð­legum mann­úð­ar­lögum sem súdanskar hersveitir hafa framið. Þar á meðal morð á óbreyttum borg­urum, ólög­mætar eyði­leggingar á borg­ara­legum eignum, kynferð­isof­beldi gegn konum og stúlkum og notkun efna­vopna. 

Kallað er eftir því að allir stríðs­að­ilar í Súdan sýni samvinnu­vilja við sendi­nefndina sem mann­rétt­inda­ráðið hefur sett á lagg­irnar. Nágranna­lönd Súdans þurfa einnig að styðja störf sendi­nefnd­ar­innar og greiða henni leið.

Bakgrunnur

Stríðs­átök í Súdan hófust 15. apríl 2023 þar sem súdanskar hersveitir berjast gegn RSF-hersveitum fyrrum ríkis­stjórnar. Átökin hófust eftir margra mánaða spennu milli þessara tveggja hópa meðal annars vegna ágrein­ings um hvernig ætti að endur­byggja örygg­is­sveitir í landinu en tillaga um það var sett fram í tengslum við viðræður um nýja ríkis­stjórn.

Átökin hafa leitt til gífur­legrar þján­ingar óbreyttra borgara og mikillar eyði­legg­ingar. Átökin hófust upphaf­lega í höfuð­borg­inni Kartúm en hafa dreifst til annarra svæða í landinu, þar á meðal Darfur, Norður-Kordoan og Gezira.

Lestu einnig