Viðburðir

30. apríl 2024

Heim­ild­ar­myndin Soviet Barbara og umræður í Bíó Paradís

Íslands­deild Amnesty Internati­onal heldur sérstaka sýningu á verð­launa­heim­ild­ar­mynd­inni Soviet Barbara í tilefni af herferð Amnesty Internati­onal gegn rúss­neskum ritskoð­un­ar­lögum um hernað.  

Sýningin fer fram í Bíó Paradís föstu­daginn 3. maí kl. 19:00. Aðgangur er ókeypis. Öll Velkomin.

Ragnar Kjart­ansson og Masha Alyok­hina úr Pussy Riot ávarpa gesti fyrir sýninguna og að henni lokinni ræða Gaukur Úlfarsson, leik­stjóri mynd­ar­innar, Guðni Tómasson, fram­leið­andi mynd­ar­innar og Diana Burkot úr Pussy Riot við áhorf­endur og svara spurn­ingum.

 

Tjáningarfrelsið horfið

Diana Burkot úr fjöll­ista­hópnum Pussy Riot segir miklar breyt­ingar hafa átt sér stað í Rússlandi í kjölfar innrás­ar­innar í Úkraínu, þar á meðal ný ritskoð­un­arlög og kúgun­ar­til­burðir. 

„Það er ekkert tján­ing­ar­frelsi til staðar lengur í almanna­rými og jafnvel ekki í samtölum við vini og samstarfs­fólk rétt eins og var á tímum Sovét­ríkj­anna. Einnig er ekkert tján­ing­ar­frelsi á samfé­lags­miðlum. 

Einstak­lingur getur farið í fang­elsi í allt að átta ár ef hann/hún/hán kallar stríð stríð en samkvæmt Kreml er þetta sérstök hern­að­ar­að­gerð. Fólk getur átt á hættu að vera sótt til saka fyrir að tjá sig á samfé­lags­miðlum og jafnvel fyrir að líka við færslur á samfé­lags­miðlum. Nú þegar er mikið um slík mál. Insta­gram og Face­book eru skil­greind sem öfga­fyr­ir­tæki, femín­ismi og hinsegin hópar sem öfga­hreyf­ingar, óháðir fjöl­miðlar eru ekki lengur til.“ 

Diana Burkot úr fjöll­ista­hópnum Pussy Riot 

 

Kvikmyndin

Árið 1992, viku eftir fall Sovét­ríkj­anna, varð sápuóperan Santa Barbara eins konar gluggi rúss­neskra sjón­varps­áhorf­enda inn í vest­ræna lifn­að­ar­hætti og naut gríð­ar­legra vinsælda.

Þrjátíu árum síðar færir íslenskur mynd­list­ar­maður, Ragnar Kjart­ansson, Rússum þættina á ný. 

Hér er hægt að horfa á stiklu úr heim­ilda­mynd­inni Soviet Barbara. 

Bakgrunnur

Um langa hríð hefur verið lítið svigrúm fyrir frið­samleg mótmæli og tján­ing­ar­frelsi í Rússlandi en í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu hefur það í raun horfið með öllu. Viku eftir innrásina í Úkraínu, í febrúar 2022, innleiddu rúss­nesk stjórn­völd ritskoð­un­arlög í þeim tilgangi að gera mótmæli gegn innrás­inni refsi­verð. Nú, tveimur árum síðar, afplánar fjöldi fólks áralanga fang­els­is­dóma fyrir frið­sam­legt andóf gegn stríðinu.  

Íslands­deild Amnesty Internati­onal tekur nú þátt í alþjóð­legri herferð samtak­anna til að vekja athygli á umræddum ritskoð­un­ar­lögum og þeim mann­rétt­inda­brotum sem af þeim hlýst í Rússlandi. 

Við hvetjum alla til að taka þátt í herferð­inni og skrifa undir ákall um að afnema ritskoð­un­ar­lögin í Rússlandi og frelsa fólk sem er í haldi á grund­velli þeirra. Minnum þannig vald­hafa í Rússlandi á að ekki megi skerða tján­ing­ar­frelsið og réttinn til frið­sam­legra funda­halda. 

Lestu einnig