SMS

29. desember 2021

Bangla­dess: Unglings­stúlka í haldi vegna færslu á Face­book

Færslan sem um ræðir inni­hélt ljós­mynd af konu sem var með Kóraninn milli læranna. Faðir Dipti hafði áhyggjur af færsl­unni og fór því með fjöl­skyldu sína á lögreglu­stöðina til að fá lausn í málinu. Þegar þangað var komið sáu þau um 100 klerka saman­komna sem vildu höfða mál gegn Dipti.

Fjöl­skylda hennar bað múslímska samfé­lagið afsök­unar á staðnum og skilaði líka inn skrif­legri afsök­un­ar­beiðni á lögreglu­stöðina. Afsök­un­ar­beiðnin fyrir utan lögreglu­stöðina var tekin upp af nokkrum einstak­lingum sem streymdu henni á Face­book. Síðar um kvöldið var ráðist að heimili þeirra. 

Faðir Dipti óttaðist fleiri árásir og reyndi því að senda dóttur sína í burtu til ættingja sinna. Dipti var stöðvuð á lest­ar­stöð­inni og nokkrir einstak­lingar fóru með hana aftur á lögreglu­stöðina. 

Í skýrslu Amnesty Internati­onal frá júlí 2021 er greint frá fjölda mann­rétt­inda­brota framin af löggæslu­mönnum í Bangla­dess undir því yfir­skini að um sé að ræða fals­fréttir og ærumeið­andi eða móðg­andi efni á netinu.

Sms-félagar krefjast þess að stjórn­völd í Bangla­dess breyti lögum um netör­yggi og virði tján­ing­ar­frelsið. Að auki er þess krafist að Dipti verði leyst úr haldi strax! 

Lestu einnig