Fréttir

Bandaríkin: Niðurstaða hæstaréttar markar grimmileg þáttaskil
Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi úr gildi Roe v. Wade, dóminn um þungunarrof þann 24. júní 2022. Tarah Demant hjá Bandaríkjadeild Amnesty International hefur þetta um málið að segja: “Þessi dagur markar grimmileg þáttaskil í sögu Bandaríkjanna þar sem hæstiréttur felldi úr gildi dóminn Roe v. Wade og svipti þar með fólkið í Bandaríkjunum réttinn til þungunarrofs.“