Fréttir

Bandaríkin: Niðurstaða hæstaréttar markar grimmileg þáttaskil

Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi úr gildi Roe v. Wade, dóminn um þungunarrof þann 24. júní 2022. Tarah Demant hjá Bandaríkjadeild Amnesty International hefur þetta um málið að segja: “Þessi dagur markar grimmileg þáttaskil í sögu Bandaríkjanna þar sem hæstiréttur felldi úr gildi dóminn Roe v. Wade og svipti þar með fólkið í Bandaríkjunum réttinn til þungunarrofs.“

SMS

Bandaríkin: Verndið réttinn til þungunarrofs

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur snúið við fordæmi dóms sem verndaði réttinn til þungunarrofs í landinu. Krefjumst þess að ríkisstjórar í öllum ríkjum Bandaríkjanna komi í veg fyrir þungunarrofsbann og verndi réttinn til þungunarrofs.

Fréttir

Alþjóðlegt: 20 reglur gegn misbeitingu lögreglukylfa

Amnesty International gefur út skýrslu með leiðbeinandi reglum um viðeigandi beitingu lögreglukylfa fyrir alþjóðadag til stuðnings þolenda pyndinga sem er þann 26. júní. Reglurnar segja til um hvenær og hvernig megi beita slíkum vopnum í samræmi við alþjóðleg mannréttindalög þar sem lögmæti, nauðsyn, meðalhóf og ábyrgð eru höfð að leiðarljósi. Nýlegt myndband frá Indlandi þar sem lögregla ræðst á mótmælendur og gæslufanga með kylfum sýnir nauðsyn þess að kljást við útbreidda misbeitingu kylfa og annarra barefla.

SMS

Maldíveyjar: Aðgerðasinni dæmdur í fangelsi fyrir guðlast

Mohamed Rusthum Mujuthaba, 39 ára aðgerða- og friðarsinni, á yfir höfði sér fimm mánaða fangelsi fyrir guðlast. Hann var í haldi í meira en sex mánuði áður en hann fór fyrir dóm. Stjórnvöld verða að fella niður ákærur gegn honum.

Góðar fréttir

Þitt nafn bjargar lífi: Samviskufangi laus úr haldi í Egyptalandi

Enn berast góðar fréttir í tengslum við herferð okkar Þitt nafn bjargar lífi. Ibrahim Ezz El-Din, mannréttindafrömuður sem var samviskufangi, var leystur úr haldi í Egyptalandi þann 26. apríl eftir að hafa setið 34 mánuði í fangelsi fyrir mannréttindastörf sín.

SMS

Sádí-Arabía: Stöðvið yfirvofandi aftökur tveggja manna frá Barein

Jaafar Mohammad Sultan og Sadeq Majeed Thamer eiga yfir höfði sér aftökur. Sérstaki sakamáladómstóllinn dæmdi þá til dauða í október 2021 eftir afar ósanngjörn réttarhöld vegna hryðjuverkatengdra ákæra, sem fela í sér smygl á sprengiefni til Sádí-Arabíu og þátttöku í mótmælum gegn stjórnvöldum í Barein.

Skýrslur

Dauðarefsingin 2021: Fjölgun aftaka í Íran og Sádi-Arabíu

Samkvæmt árlegri skýrslu Amnesty International um dauðarefsinguna er það mikið áhyggjuefni að dauðadómum og aftökum hafi fjölgað árið 2021 í ríkjum sem hafa beitt henni mikið hingað til. Þessi ríki héldu uppteknum hætti í kjölfar afnáms takmarkana í tengslum við kórónuveirufaraldurinn.

Yfirlýsing

Skortur á samráði við gerð frumvarps til breytinga á lögum um útlendinga

Alþingi hefur nú lokið fyrstu umræðu um frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Frumvarpið er nú endurflutt í fjórða sinn en í örlítið breyttri mynd frá því frumvarpi sem birt var til umsagnar í Samráðsgátt í lok janúar sl. Endurtekið hefur komið fram fjöldi umsagna um efni frumvarpsins og því ljóst að það er mjög umdeilt. Eftirtaldir aðilar lýsa því yfir áhuga og vilja á því að koma á samráði og samvinnu um mótun laga í málaflokknum. 

Andartak – sæki fleiri fréttir.