Fréttir

Atkvæðagreiðsla Evrópuþingsins um tilskipun um áreiðanleikakönnun á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja

„Evrópuþingið hefur sent skýr skilaboð þess efnis að það hafi í hyggju að tryggja þeim sem sætt hafa mannréttindabrotum af hálfu fyrirtækja réttlæti“, sagði Hannah Storey, ráðgjafi um stefnumál Amnesty International er varðar mannréttindi og viðskipti þegar Evrópuþingið greiddi atkvæði með tilskipun um ábyrgðar fyrirtækja á mannréttindum og umhverfinu.

SMS

Túnis: Aðgerðasinnar í haldi

Stjórnarandstæðingar, aðgerðasinnar, lögfræðingar og viðskiptamenn hafa sætt sakamálarannsóknum í Túnis síðan í febrúar 2023 vegna tilhæfulausra ásakana um samsæri.

SMS

Venesúela: Fangi í lífshættu

Í nóvember 2020 handtóku yfirvöld að geðþótta Guillermo Zárraga, 59 ára gamlan verkfræðing frá Venesúela og fyrrum verkalýðsfélaga innan olíuiðnaðarins. Síðan þá hefur hann verið ákærður og réttað yfir honum fyrir tengsl við glæpasamtök og fyrir að hafa opinberað upplýsingar um þjóðaröryggi, þó að engar vísbendingar styðji þessar ásakanir. Heilsu hans hefur hrakað vegna ómannúðlegar meðferðar og skorts á fullnægjandi næringu. Síðastliðinn mars féll hann í yfirlið og blóðprufur sýna að ástand hans er ekki gott og hann þarfnast bráðrar og viðhlítandi læknisþjónustu.

Viðburðir

Mannréttindasmiðja fyrir fólk á aldrinum 15-18 ára. Vilt þú taka þátt?

Helgina 24.-25. júní næstkomandi stendur Ungliðahreyfing Amnesty International fyrir Mannréttindasmiðju fyrir ungt fólk. Markmið smiðjunnar er að gefa þátttakendum vettvang til að efla eigin rödd og tjáningu og vinna saman með skipulögðum og ánægjulegum hætti í þágu mannréttinda. Umsóknarfrestur rennur út 9. júní.

SMS

Úganda: Hinsegin réttindi í hættu

Þingið í Úganda samþykkti þann 2. maí síðastliðinn frumvarp sem beinist gegn samkynhneigð. Forseti landsins, Yoweri Museveni, hefur til 31. maí til að undirrita frumvarpið, beita neitunarvaldi eða leggja það aftur fyrir þingið. Í frumvarpinu er samkynhneigt athæfi refsiverður glæpur og dauðarefsingin leyfileg fyrir „grófa samkynhneigð“.

Fréttir

Félagslegt öryggi skal tryggt á alþjóðavísu

Amnesty International kallar eftir því að félagslegt öryggi sé tryggt fyrir fólk um heim allan. Ýmsar hörmungar og neyðarástand á heimsvísu sýna að skortur er á félagslegum stuðningi og vernd ríkisvaldsins með þeim afleiðingum að hundruð milljóna líða skort og hungur eða eru föst í fátæktargildru.

SMS

Íran: Skólastúlkur í hættu vegna eitrunar

Skólastúlkur hafa verið í forystu mótmæla í Íran og sýnt hugrekki gegn kúgandi lögum um skyldunotkun höfuðslæða með því að taka af sér höfuðslæðuna. Réttur til menntunar, heilsu og lífs er í hættu hjá milljónum skólastúlkna vegna gasárása í írönskum stúlknaskólum. Þúsundir skólastúlkna hafa verið lagðar inn á sjúkrahús vegna gaseitrunar.

Fréttir

Níkaragva: Kúgun og kerfisbundin mannréttindabrot undir ríkisstjórn Ortega

Fimm ár eru liðin frá upphafi kúgunarstefnu ríkisstjórnar Níkaragva. Ekki sér fyrir endann á þessari stefnu sem miðar að því að kveða gagnrýnisraddir í kútinn. Enn er verið að víkka hana út og finna nýjar leiðir til að brjóta á réttindum. Þetta kemur fram í skýrslu Amnesty International.

Skýrslur

Dauðarefsingin: Fjöldi aftaka ekki meiri frá árinu 2017

Aftökur hafa ekki verið fleiri í fimm ár þar sem lönd sem eru þegar alræmd fyrir aftökur fóru offörum, samkvæmt nýjustu skýrslu Amnesty International um dauðarefsinguna. Samtals voru 883 einstaklingar teknir af lífi í 20 löndum árið 2022. Þetta er 53% aukning frá árinu 2021.

Fréttir

Evrópuráðið: Ákall Amnesty International vegna leiðtogafundar

Í tilefni af leiðtogafundi Evrópuráðsins sem haldinn er 16. og 17. maí í Reykjavík kallar Amnesty International eftir því eftir því að gripið verði til aðgerða vegna fimm eftirfarandi atriða sem samtökin hafa fjallað um seinustu vikur: sterkari vernd borgaralegra réttinda, verndun og styrking óháðra dómskerfa, viðnám við bakslagi í jafnrétti kynjanna, nýtt framtak til að auka áhrif Evrópuráðsins og að gerendur stríðsglæpa verði dregnir fyrir sjálfstæða, hlutlausa og sanngjarna dómstóla.

Andartak – sæki fleiri fréttir.