Fréttir

Ísland: Binda verður enda á misbeitingu einangrunarvistar án tafar

Ísland beitir einangrunarvist í gæsluvarðhaldi óhóflega og brýtur þannig m.a. gegn  samningi Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu með alvarlegum afleiðingum fyrir sakborninga og rétt þeirra til sanngjarnra réttarhalda. Þetta eru niðurstöður nýrrar skýrslu Amnesty International, „Waking up to nothing: Harmful and unjustified use of pre-trial solitary confinement in Iceland“. Skorað er á íslensk stjórnvöld, sem nú gegna formennsku í Evrópuráðinu, að skuldbinda sig til að koma á mikilvægum og tafarlausum umbótum.

SMS

Hondúras: Tveir umhverfissinnar myrtir 

Aly Magdaleno Domínguez Ramos og Jairo Bonilla Ayala, meðlimir baráttuhópsins Guapinol (í héraðinu Colón í norðurhluta Hondúras) sem hefur barist gegn járnnámu, fundust látnir í frumbyggjasamfélaginu Guapinol þann 7. janúar 2023.

Fréttir

Brennur þú fyrir mannréttindum? Do you have passion for human rights?

 Íslandsdeild Amnesty International leitar að ungliðafulltrúa á aldrinum 18-24 ára til að taka þátt fyrir hönd deildarinnar á heimsþingi samtakanna í ár. Öllum er frjálst að sækja um. Þingið fer fram í London í ár. Amnesty International Iceland is searching for a youth representative aged 18-24 to participate in Amnesty Internationals’s Global Assembly this summer. Everyone is encouraged to apply. The meeting will be held in London this August.

SMS

Íran: Yfir 20 einstaklingar eiga í hættu á að vera teknir af lífi

Yfir 20 einstaklingar eiga á hættu að vera teknir af lífi í tengslum við mótmæli í Íran. Yfirvöld hafa nú þegar tekið mótmælendur af lífi eftir óréttlát sýnd­ar­rétt­ar­höld í þeim tilgangi að vekja ótta á meðal almenn­ings og enda mótmæli í landinu.

Góðar fréttir

Mannréttindasigrar 2022

Alls staðar úr heiminum berast okkur neikvæðar fréttar og auðvelt er að fallast hendur. Þó er mikilvægt að halda mannréttindabaráttunni áfram og ekki síður fagna þeim fjölmörgu sigrum sem náðust á árinu 2022. Mannréttindastarf Amnesty International stuðlaði að jákvæðum breytingum á ótal vegu. Einstaklingar sem sættu ólögmætri fangelsisvist fengu frelsi á ný. Gerendur mannréttindabrota sættu ábyrgð. Mikilvægar ályktanir voru samþykktar á alþjóðavettvangi og umbætur á löggjöf áttu sér stað í ýmsum löndum. Afnám dauðarefsingarinnar á heimsvísu hélt áfram að mjakast í rétt átt. Einnig urðu framfarir á sviði kvenréttinda og réttinda hinsegin fólks víða um heim.

SMS

Tyrkland: Formaður læknafélagsins í haldi

Formaður tyrkneska læknafélagsins, prófessorinn Şebnem Korur Fincancı, hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan 27. október 2022 á grundvelli ákæru um „áróður fyrir hryðjuverkasamtök“.

Fréttir

Blekking FIFA um bætur fyrir farandverkafólk

Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur enn og aftur brugðist mannréttindaskyldum sínum með því að skuldbinda sig ekki til að tryggja bætur handa farandverkafólki og fjölskyldum vegna mannréttindabrota í tengslum við undirbúning fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu 2022 í Katar.

SMS

Sádi-Arabía: Einstaklingur í hættu á aftöku

Yfirvofandi hætta er á að Hussein Abo al-Kheir verði tekinn af lífi fyrir vímuefnabrot. Gert var hlé á aftökum fyrir vímuefnabrot í janúar 2021 eftir að mannréttindanefnd Sádi-Arabíu tilkynnti um opinbert aftökuhlé á slíkum brotum. Yfirvöld Sádi-Arabíu hafa tekið 20 einstaklinga af lífi fyrir vímuefnabrot frá því aftökur hófust á ný þann 10. nóvember 2022.

Góðar fréttir

Ályktun Íslands og Þýskalands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna er fagnaðarefni

Íslandsdeild Amnesty International fagnar ályktun Íslands og Þýskalands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna um að stofnuð verði sjálfstæð og óháð rannsóknarnefnd sem safna á upplýsingum og gögnum sem nýst geta til að draga gerendur til ábyrgðar sem hafa brotið á mannréttindum friðsamra mótmælenda í Íran undanfarnar vikur. Ályktunin var lögð fram á sérstökum aukafundi mannréttindaráðsins um hríðversnandi stöðu mannréttinda í Íran.

Andartak – sæki fleiri fréttir.