SMS

Hvíta-Rússland: Baráttukona fyrir mannréttindum í haldi að geðþótta

Nasta Loika, baráttukona fyrir mannréttindum frá Hvíta-Rússlandi, hefur verið í haldi að geðþótta frá 6. september 2022 fyrir uppspunnar ákærur um „minniháttar óspektir“. Henni er neitað um nauðsynjavörur og læknisaðstoð sem hún þarfnast. Hún fær auk þess ekki aðgang að lögfræðingi sínum. Nasta Loika er skotmark stjórnvalda einungis vegna mannréttindabaráttu sinnar og skal tafarlaust vera leyst úr haldi.

SMS

Íran: Hinsegin baráttukona dæmd til dauða

Hinsegin baráttukonan Zahra Sedighi-Hamadani, 31 árs, og Elham Choubda, 24 ára, voru dæmdar til dauða fyrir „spillingu á jörðu“. Konurnar eru skotmörk stjórnvalda vegna kynhneigðar sinnar, kynvitundar og stuðnings við hinsegin baráttuna á samfélagsmiðlum.

Yfirlýsing

Ákall um samráð við gerð frumvarps til breytinga á útlendingalögum

Nú liggur fyrir að Jón Gunnars­son, dóms­mála­ráð­herra, muni leggja fram frum­varp um breytingar á lögum um út­lendinga í fimmta sinn á haust­þingi Al­þingis og mun frum­varpið vera eitt af fyrstu þing­málunum. Við skorum því á ríkis­stjórnina að dýpka sam­talið og sam­ráðið og skipa starfs­hóp með full­trúum hags­muna­aðila í mála­flokknum svo hægt verði að ná þeirri fag­legu sátt sem áður hefur tekist við mótun laganna.

Fréttir

Afhending undirskrifta til utanríkisráðherra Íslands

Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International og Þórunn Pálína Jónsdóttir lögfræðingur deildarinnar afhentu Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra ákall með 1630 undirskriftum. Í ákallinu eru íslensk stjórnvöld hvött til þess að beita sér á alþjóðavettvangi til stuðnings kvenréttindum í Afganistan.

Skýrslur

Íran/Tyrkland: Skotið á fólk á flótta frá Afganistan við landamæri

Íranskar og tyrkneskar öryggissveitir hafa ítrekað þvingað afganskt fólk til að snúa aftur til Afganistan þegar það reynir að fara yfir landamærin í leit að öryggi. Meðal aðferða er að skjóta í átt að fólkinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Amnesty International, „They don’t treat us like humans“. Einnig er greint frá fjölda tilfella, einkum á írönskum landamærum, þar sem öryggissveitir skutu á fólk þegar það klifraði yfir veggi eða skreið undir grindverk.

SMS

Stöðvið afturförina í Afganistan

Hafin er ný bylgja mannréttindabrota í Afganistan. Í dag, um ári eftir að Talíbanar náðu völdum í landinu, er eyðileggingin að verða óafturkræf.

SMS

Bandaríkin: Leysið fanga frá Guantanamo

Varðhald um óákveðinn tíma sem bandarísk stjórnvöld hafa beitt í Guantanamo-fangelsinu í kjölfar september 2001 er ólögmætt. Enn eru 19 fangar í haldi þrátt fyrir að búið sé að heimila lausn þeirra. Krefstu þess að ríkisstjórn Joe Biden, Bandaríkjaforseta, loki Guantánamo fangelsinu fyrir fullt og allt.

SMS

Kamerún: Leysa þarf friðsama mótmælendur og aðgerðasinna úr haldi

Á enskumælandi svæðum Kamerún hefur verið herjað á stuðningsfólk stærsta stjórnarandstöðuflokks landsins, mannréttindafrömuði, aðgerðasinna og mótmælendur fyrir það eitt að nýta sér tjáningarfrelsið og réttinn til að mótmæla friðsamlega. Rúmlega hundrað einstaklingar hafa verið handteknir að geðþótta.

Yfirlýsing

Yfirlýsing vegna fréttatilkynningar um hernaðaraðferðir Úkraínuhers

Amnesty International harmar að fréttatilkynning um hernaðaraðferðir Úkraínuhers hafi valdið áhyggjum og reiði. Frá því að innrás Rússlands hófst í febrúar 2022 hefur Amnesty International rannsakað og ítrekað greint frá stríðsglæpum og mannréttindabrotum Rússlands í Úkraínu og rætt við hundruð þolenda. Frásagnir þeirra varpa ljósi á grimmilegi veruleika þar í landi vegna ólögmætrar innárásar Rússlands. Amnesty International hefur hvatt heimsbyggðina til að sýna íbúum Úkraínu samstöðu með aðgerðum og því verður sannarlega haldið áfram.

Andartak – sæki fleiri fréttir.