SMS

10. apríl 2024

Ísrael: Palestínskur lögfræð­ingur hand­tekinn fyrir frið­samleg mótmæli

Ahmad Khalefa er ísra­elskur ríkis­borgari frá Palestínu. Hann er lögfræð­ingur, baráttu­maður fyrir mann­rétt­indum og var nýlega kosinn borg­ar­full­trúi.  

Þann 19. október handtók ísra­elska lögreglan hann og 10 aðra mótmæl­endur með valdi í frið­sam­legum mótmælum í heimabæ hans Umm al-Fahm í norð­ur­hluta Ísrael.

Hann var í fram­haldinu ákærður fyrir „að hvetja til hryðju­verka“ og að „tengjast hryðju­verka­hópi fyrir það eitt að kalla slagorð í mótmælum gegn stríðinu á Gaza. Eftir næstum fjóra mánuði í fang­elsi var Ahmad settur í stofufang­elsi með ströngum skil­yrðum.  

SMS- félagar krefjast þess ísra­elsk yfir­völd leysi Ahmed Khalefa skil­yrð­is­laust og án tafar úr stofufang­elsi svo hann geti starfað áfram óáreittur, ásamt því fella niður allar ákærur á hendur honum.  

Lestu einnig