SMS

21. september 2022

Íran: Hinsegin baráttu­kona dæmd til dauða

Hinsegin baráttu­konan Zahra Sedighi-Hama­dani, 31 árs, og Elham Choubda, 24 ára, voru dæmdar til dauða fyrir „spill­ingu á jörðu“. Konurnar eru skotmörk stjórn­valda vegna kynhneigðar sinnar, kynvit­undar og stuðn­ings við hinsegin baráttuna á samfé­lags­miðlum.  

Skráðu þig í sms aðgerðanetið!

Báðar konurnar fengu afar ósann­gjarna máls­með­ferð. Zahra Sedighi-Hama­dani sætti þvinguðu manns­hvarfi (þar sem hún var í haldi í leyni á vegum yfir­valda) í 53 daga eftir hand­töku. Þá mátti hún þola hrotta­legar yfir­heyrslur án lögfræð­ings, langvar­andi einangr­un­ar­vist, fordóma, morð­hót­anir og hótanir um að börnin hennar yrðu tekin af henni. Þessi meðferð brýtur í bága við rétt­láta máls­með­ferð og banni við pynd­ingum og annarri illri meðferð. 

Amnesty Internati­onal telur að Elham Chou­bdar hafi verið beitt þrýst­ingi til að játa. Þar að auki stenst ákæra fyrir brot um „spill­ingu á jörðu“ ekki kröfur refsiréttar um gagnsæi og nákvæmni og brýtur í bága við megin­reglu um lögmæti og réttarör­yggi.  

SMS-félagar krefjast þess að sakfell­ingar og dauða­dómar yfir Zöhru og Elham verði felldir úr gildi og þeim tafar­laust sleppt úr haldi.

Þess er einnig krafist að írönsk stjórn­völd afnemi dauðarefs­inguna, afglæpa­væði kynlíf, með upplýstu samþykki, milli einstak­linga af sama kyni og samþykki lög til að vernda hinsegin fólk gegn mismunun, ofbeldi og öðrum mann­rétt­inda­brotum.

Lestu einnig