Fréttir

27. október 2023

Ísrael/hernumdu svæðin í Palestínu: Krafa um tafar­laust vopnahlé

Amnesty Internati­onal sendir frá sér brýnt ákall um tafar­laust vopnahlé allra aðila á hernumdum svæði Gaza og í Ísrael til að koma í veg fyrir frekara mann­fall meðal óbreyttra borgara og til að tryggja aðgang að hjálp­ar­gögnum á Gaza þar sem nú ríkir mann­úð­ar­neyð af áður óþekktri gráðu.

Amnesty Internati­onal gengur til liðs við sérstakan skýrslu­gjafa um mann­rétt­indi á palestínska yfir­ráða­svæðinu frá hernámi 1967, stofn­anir Sameinuðu þjóð­anna sem starfa í Palestínu og marga mann­rétt­inda­sér­fræð­inga, sem kalla einnig eftir vopna­hléi, ásamt aðal­fram­kvæmda­stjóra Sameinuðu þjóð­anna og sérstökum sendi­full­trúa Sameinuðu þjóð­anna um mann­rétt­indi.

„Þörf er á brýnum aðgerðum til að vernda óbreytta borgara og koma í veg fyrir frekari mann­legar þján­ingar. Við hvetjum alla aðila alþjóða­sam­fé­lagsins til að koma saman og krefjast tafar­lauss vopna­hlés allra aðila í átök­unum.“

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal.

 

Þjáningar óbreyttra borgara

Frá því hræði­legu árás­irnar í suður­hluta Ísrael hinn 7. október áttu sér stað, þar sem Hamas og aðrir vopn­aðir hópar drápu að minnsta kosti 1.400 einstak­linga og tóku yfir 200 gísla, sem að sögn ísra­elskra yfir­valda voru flestir óbreyttir borg­arar, hafa ísra­elskir hermenn gert þúsundir loft- og landárása á Gaza­svæðið. Í þessum árásum hafa að minnsta kosti 6.546 einstak­lingar látið lífið, aðal­lega óbreyttir borg­arar, þar af að minnsta kosti 2.704 börn, að sögn palestínska heil­brigð­is­ráðu­neyt­isins á Gaza. Rúmlega 17.439 hafa særst og yfir 2.000 lík eru enn föst undir rúst­unum. Á sama tíma er heil­brigðis­kerfið í molum.

„Undan­farnar tvær og hálfa viku höfum við orðið vitni að hryll­ingi á ólýs­an­legum mæli­kvarða í Ísrael og hernumdu svæðin í Palestínu. Meira en tvær millj­ónir manna á Gaza­svæðinu reyna að lifa af hörmu­lega mann­úð­ar­neyð og mann­fall óbreyttra borgara hefur aldrei verið jafn mikið. Yfir 6.500 einstak­lingar hafa verið drepnir á Gaza og að minnsta kosti 1.400 í Ísrael og þúsundir hafa særst. Meira en 200 einstak­lingar hafa verið teknir í gísl­ingu af Hamas. Alvarleg brot á alþjóð­legum mann­úð­ar­lögum, þar á meðal stríðs­glæpir, af hálfu allra aðila deil­unnar eru framin af fullum þunga. Andspænis slíkri fordæma­lausri eyði­legg­ingu og þján­ingu verður mannúð að verða yfir­sterkari,“

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal.

Yfir­vof­andi sókn ísra­elska hersins inn á Gaza mun að öllum líkindum hafa skelfi­legar afleið­ingar fyrir óbreytta borgara á Gaza, líkt og hótanir ísra­elska hersins gagn­vart óbreyttum borg­urum sem eftir eru í norð­ur­hluta Gaza fela í sér. Óbreyttir borg­arar í Ísrael halda einnig áfram að verða fyrir árásum vegna handa­hófs­kenndra eldflauga­árása frá Hamas og vopn­uðum hópum á Gaza.

„Í ljósi fordæma­lausrar mann­úð­ar­neyðar á Gaza sem versnar dag frá degi, að samið verði án tafar um allra aðila mikil­vægt til að gera hjálp­ar­stofn­unum kleift að veita neyð­ar­að­stoðog dreifa hjálp­ar­gögnum með öruggum hætti án skil­yrða. Sjúkrahús geta þá fengið lífs­nauð­synleg lyf, vatn og búnað sem þau þurfa sárlega á að halda og unnið að endur­bótum á sjúkra­deildum sem hafa eyðilagst.” 

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal.

Vopnahlé

Amnesty Internati­onal hefur skrá­sett gögn um stríðs­glæpi Ísra­els­hers og Hamas og annarra vopn­aðra hópa. Vopnahlé gæti einnig opnað rými fyrir óháðar rann­sóknir á mann­rétt­inda­brotum og stríðs­glæpum allra aðila meðal annars á vegum Alþjóð­lega saka­mála­dóm­stólsins og óháðu rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar á hernumdu svæðin í Palestínu. Starf þeirra er mikil­vægt til að binda enda á langvar­andi refsi­leysi fyrir stríðs­glæpi og glæpi gegn mannúð ásamt því að tryggja rétt­læti og skaða­bætur fyrir þolendur. Það er nauð­syn­legt til að koma í veg fyrir að þessi grimmd­ar­verk endur­taki sig og ráðist verði á rót vanda þessara átaka, sem felur meðal annars í sér að binda enda á aðskiln­að­ar­stefnu Ísraels gegn palestínsku fólki.

„Tafar­laust vopnahlé er einnig áhrifa­rík­asta leiðin til að vernda óbreytta borgara á meðan stríðs­að­ilar halda áfram að fremja alvarleg brot. Það gæti hindrað frekari mann­fall óbreyttra borgara á Gaza og veitt ráðrúm til að tryggja örugga lausn gísla.”

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal.

Sprengju­árás Ísraels á Gaza, 9.október 2023. (mynd: MAHMUD HAMS / AFP – Getty images)

Kröfur

Amnesty Internati­onal ítrekar ákall sitt um:

  • Tafar­lausa stöðvun allra ólög­mætra árása, þar á meðal handa­hófs­kenndra árása, beinna árása á óbreytta borgara og borg­araleg svæði, og óhóf­legra árása.
  • Að Ísrael leyfi tafar­laust greiðan aðgang mann­úð­ar­að­stoðar til óbreyttra borgara á Gaza, aflétti 16 ára ólög­mætri herkví á Gaza, og tryggi greiðan aðgang fyrir rann­sókn­ar­nefnd á vegum Sameinuðu þjóð­anna á hernumdu svæðin í Palestínu.
  • Að alþjóða­sam­fé­lagið setji á vopna­við­skipta­bann sem gildir fyrir alla aðila í átök­unum í ljósi alvar­legra brota á alþjóð­legum lögum.

  • Að tryggt sé að Alþjóð­legi saka­mála­dóm­stóllinn haldi áfram rann­sókn sinni á ástandinu í Palestínu með því að fullur stuðn­ingur sé veittur og nauð­syn­legt bolmagn tryggt.
  • Að Hamas og aðrir vopn­aðir hópar leysi alla gísla úr haldi án tafar og skil­yrð­is­laust. Að komið sé fram við þá sem enn eru í haldi af mannúð, og þeim veitt lækn­is­með­ferð í aðdrag­anda þess að þeim verður sleppt.
  • Að Ísrael leysi allt palestínskt fólk úr haldi sem sætir varð­haldi að geðþótta.
  • Að ráðist verði á rót átak­anna, þar á meðal aðskiln­að­ar­stefnu Ísraels gegn palestínsku fólki.

Lestu einnig