Viðburðir

30. júní 2023

Mann­rétt­inda­smiðju lauk með aðgerð á Aust­ur­velli

Helgina 24.-25. júní hélt ungl­iða­hreyfing Íslands­deildar Amnesty Internati­onal mann­rétt­inda­smiðju fyrir ungt fólk á aldr­inum 15 til 18 ára. Í smiðj­unni, sem var haldin á Elliða­vatnsbæ í Heið­mörk, lærðu þrettán ungmenni um skipu­lagn­ingu aðgerða í þágu mann­rétt­inda undir leið­sögn Árna Kristjáns­sonar ungliða- og aðgerða­stjóra, Asks Hrafns Hann­es­sonar forseta ungl­iða­hreyf­ing­ar­innar og Írisar Bjarkar Ágústs­dóttur forseta Háskóla­fé­lags Amnesty Internati­onal.

Þátt­tak­endur fengu fræðslu um herferð Amnesty Internati­onal gegn misbeit­ingu á löggæslu­vopnum og skipu­lögðu aðgerð til að vekja athygli á ákalli Amnesty Internati­onal um gerð alþjóð­legs samn­ings til að koma böndum á viðskipti með löggæslu­vopn.

Lesa má nánar um ákallið hér.

Skaðaminni vopn, varanlegar afleiðingar

Þann 26. júní, á alþjóð­legum degi til stuðn­ings þolendum pynd­inga, héldu þátt­tak­endur mann­rétt­inda­smiðj­unnar á Aust­ur­völl ásamt ungl­iðum Íslands­deildar Amnesty Internati­onal. Þar stóð hópurinn fyrir tákn­rænum gjörn­ingi til að vekja athygli á ákalli um að stöðva misbeit­ingu á löggæslu­vopnum.

Aðgerðin var í tveimur hlutum, annars vegar buðu hvít­klæddar mann­eskjur með bundið fyrir augun vegfar­endum að taka þátt í laut­ar­ferð og hins vegar, í seinni hluta gjörn­ingsins, var vegfar­endum boðið að skjóta hvít­klæddu mann­eskj­urnar með rauðum vökva úr vatns­byssum eða vatns­blöðrum. Úr varð lifandi málverk af afleið­ingum misbeit­ingu löggæslu­bún­aðar.

Á sama tíma var undir­skriftum safnað til stuðn­ings ákalli um alþjóð­legan samning til að koma böndum á löggæslu­vopn og á skiltum mátti sjá slagorð um að skaða­minni vopn væru ekki skað­laus sem vísar í skýrslu Amnesty Internati­onal „My eye exploded”.

 

Löggæslu­vopn, sem geta þjónað lögmætum tilgangi þegar þeim er beitt í samræmi við alþjóð­lega mann­rétt­indastaðla um vald­beit­ingu, geta verið og er oft misbeitt af lögreglu til að pynda fólk. Á það meðal annars við um kylfur, piparúða og hefð­bundin hand­járn. Um allan heim hafa fangar verið barðir með kylfum, neyddir í álags­stöður með fjötrum eða pynd­aðir með rafst­uð­búnaði.

Þúsundir mótmæl­enda hafa hlotið augnskaða vegna gáleys­is­legrar notk­unar gúmmíkúlna, og enn aðrir hafa orðið fyrir tára­gassprengjum eða óhóf­legu magni ertandi efna­blandna. Þessi misbeiting hefur valdið mann­rétt­inda­fröm­uðum, mótmæl­endum og jaðar­settum hópum varan­legum líkam­legum og sálrænum skaða og grefur undan alþjóð­legu banni gegn pynd­ingum og annarri illri meðferð.

Viðburð­urinn vakti athygli vegfar­enda á Aust­ur­velli en hópurinn gekk svo að Stjórn­ar­ráðs­húsinu og hélt áfram að safna undir­skriftum á leið­inni.

Alþjóðleg herferð

Afrakstur ungl­ið­anna úr mann­rétt­inda­smiðj­unni er framlag til alþjóð­legrar herferðar til að vekja athygli á vinnu Sameinuðu þjóð­anna við gerð alþjóðleg samn­ings  til að koma böndum á viðskipti með löggæslu­búnað sem hægt er að nota til pynd­inga eða annarrar grimmi­legrar, ómann­legrar eða vanvirð­andi meðferðar eða refs­ingar („önnur ill meðferð“).

Amnesty Internati­onal telur að þessi vinna hafi nú náð mikil­vægum áfanga og nauð­syn­legt sé að ríki taki þátt í þessari vinnu af einhug og þá sérstak­lega þau ríki sem lýst hafa yfir stuðn­ingi sínum við þetta framtak áður.

Íslands­deild Amnesty Internati­onal hvetur Þórdísi Kolbrúnu Reyk­fjörð Gylfa­dóttur, utan­rík­is­ráð­herra, að styðja þetta mikil­væga málefni fyrir hönd Íslands á alls­herj­ar­þingi Sameinuðu þjóð­anna, sem haldið verður í janúar.

Svipmyndir

Svip­myndir frá Mann­rétt­inda­smiðj­unni og aðgerð­inni á alþjóð­legum degi til stuðn­ings þolendum pynd­inga

 

 

Lestu einnig