Fræðslur í boði

Mann­rétt­inda­fræðsla (e. human rights education eða HRE) snýst um að skapa þjóð­félag þar sem ríkir skiln­ingur á mann­rétt­indum, þar sem allir þekkja rétt­indi sín og öllum er gert kleift að gera tilkall til þeirra.

Samkvæmt 26. grein Mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingu Sameinuðu þjóð­anna skal beina menntun „í þá átt að þroska persónu­leika einstak­ling­anna og auka virð­ingu fyrir mann­rétt­indum og grund­vallar­frelsi. Hún skal miða að því að efla skilning, umburð­ar­lyndi og vináttu meðal allra þjóða, kynþátta og trúar­hópa og styrkja starf Sameinuðu þjóð­anna í þágu friðar.“

Markmið fræðsl­unnar er ekki einungis að auka þekk­ingu þátt­tak­enda heldur líka að virkja til þess að taka þátt í barátt­unni fyrir mann­rétt­indum. Því má segja að tilgangur mann­rétt­inda­fræðsl­unnar sé að koma í veg fyrir mann­rétt­inda­brot, reyna að útrýma þeim og byggja upp samfélög sem virða mann­rétt­indi í hvívetna.

Með þessari fræðslu getum við barist gegn mismunun, stuðlað að jafn­rétti og virkri þátt­töku einstak­linga í lýðræð­is­legum ákvörð­unum samfé­lagsins og þannig unnið að betri heimi.

 

+ Lesa meira

Íslands­deild Amnesty Internati­onal býður upp á fjöl­breytt fræðslu­er­indi, vinnu­smiðjur og málstofur fyrir bæði nemendur og kennara á leik-, grunn-, og fram­halds­skóla­stigi. Hér má sjá nokkrar af þeim smiðjum sem við bjóðum upp á en einnig getum við skipu­lagt fræðslu­er­indi, smiðjur, málstofur eða lengri námskeið eftir því sem hentar. Við heim­sækjum skóla á höfuð­borg­ar­svæðinu sem og á lands­byggð­inni.

Vilt þú bóka fræðslu­heim­sókn í skólann þinn? Hafðu samband við Völu, fræðslu­stjóra Íslands­deildar Amnesty Internati­onal, í gegnum tölvu­póst: vala@amnesty.is

Námsmiðj­urnar okkar eru án endur­gjalds.

 

ALMENN FRÆÐSLA FYRIR GRUNN- OG FRAM­HALDS­SKÓLA­NEMA

Fræðsla um Amnesty Internati­onal og mann­rétt­indi. Fjallað er um upphaf og starf­semi samtak­anna, mann­rétt­indi og mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingu Sameinuðu þjóð­anna ásamt því hvernig nemendur geta gripið til aðgerða og tekið þátt í mann­rétt­inda­bar­átt­unni.

Lengd: 40-50 mínútur

fræðsla um stöðu og rétt­indi flótta­fólks

Fræðsla um stöðu og rétt­indi flótta­fólks. Farið er yfir helstu skil­grein­ingar, rétt­indi þessa viðkvæma hóps, stað­setn­ingu flótta­fólks í heim­inum og skort á póli­tískum vilja. Þá er þátt­tak­endum gefinn kostur á að grípa til aðgerða til stuðn­ings flótta­fólki. Fræðslan er í boði fyrir hvort heldur sem er fyrir nemendur eða kennara.

Lengd: 50 mínútur

Einnig er boðið upp á lengri vinnu­smiðjur fyrir kennara þar sem einnig verða kynnt ýmis verk­færi tengd málfefninu til að nýta í skóla­stof­unni.

Hálfs­dags námsmiðja

Smiðjan er ætluð kenn­urum sem hafa áhuga á að styrkja hlut mann­rétt­inda í kennslu og hentar kenn­urum flestra, ef ekki allra, faga. Mark­miðið er að skapa vett­vang til að deila reynslu og efla kennara í mann­rétt­inda­kennslu.

Á smiðj­unni verða helstu mann­rétt­inda­hug­tökin skoðuð og kennslu­fræðileg sýn Amnesty Internati­onal kynnt. Auk þess verður þátt­tak­endum veitt verk­færi til að nýta í skóla­stof­unni.

Lengd: 240 mínútur

fræðslu­er­indi um mann­rétt­inda­fræðslu

Erindið er ætlað kenn­urum sem hafa áhuga á að styrkja hlut mann­rétt­inda í kennslu. Hentar kenn­urum flestra, ef ekki allra, faga. Mark­miðið er að skapa vett­vang til að deila reynslu og efla kennara í mann­rétt­inda­kennslu.

Fjallað verður um tengsl mann­rétt­inda­fræðslu við aðal­nám­skrá grunn­skóla og áskor­anir og tæki­færi í mann­rétt­inda­kennslu rædd.

Lengd: 60-90 mínútur