Mannréttindafræðsla (e. human rights education eða HRE) snýst um að skapa þjóðfélag þar sem ríkir skilningur á mannréttindum, þar sem allir þekkja réttindi sín og öllum er gert kleift að gera tilkall til þeirra.
Samkvæmt 26. grein Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna skal beina menntun „í þá átt að þroska persónuleika einstaklinganna og auka virðingu fyrir mannréttindum og grundvallarfrelsi. Hún skal miða að því að efla skilning, umburðarlyndi og vináttu meðal allra þjóða, kynþátta og trúarhópa og styrkja starf Sameinuðu þjóðanna í þágu friðar.“
Markmið fræðslunnar er ekki einungis að auka þekkingu þátttakenda heldur líka að virkja til þess að taka þátt í baráttunni fyrir mannréttindum. Því má segja að tilgangur mannréttindafræðslunnar sé að koma í veg fyrir mannréttindabrot, reyna að útrýma þeim og byggja upp samfélög sem virða mannréttindi í hvívetna.
Með þessari fræðslu getum við barist gegn mismunun, stuðlað að jafnrétti og virkri þátttöku einstaklinga í lýðræðislegum ákvörðunum samfélagsins og þannig unnið að betri heimi.
Íslandsdeild Amnesty International býður upp á fjölbreytt fræðsluerindi, vinnusmiðjur og málstofur fyrir bæði nemendur og kennara á leik-, grunn-, og framhaldsskólastigi. Hér má sjá nokkrar af þeim smiðjum sem við bjóðum upp á en einnig getum við skipulagt fræðsluerindi, smiðjur, málstofur eða lengri námskeið eftir því sem hentar. Við heimsækjum skóla á höfuðborgarsvæðinu sem og á landsbyggðinni.
Vilt þú bóka fræðsluheimsókn í skólann þinn? Hafðu samband við Völu, fræðslustjóra Íslandsdeildar Amnesty International, í gegnum tölvupóst: vala@amnesty.is
Námsmiðjurnar okkar eru án endurgjalds.
Fræðsla um Amnesty International og mannréttindi. Fjallað er um upphaf og starfsemi samtakanna, mannréttindi og mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna ásamt því hvernig nemendur geta gripið til aðgerða og tekið þátt í mannréttindabaráttunni.
Lengd: 40-50 mínútur
Fræðsla um stöðu og réttindi flóttafólks. Farið er yfir helstu skilgreiningar, réttindi þessa viðkvæma hóps, staðsetningu flóttafólks í heiminum og skort á pólitískum vilja. Þá er þátttakendum gefinn kostur á að grípa til aðgerða til stuðnings flóttafólki. Fræðslan er í boði fyrir hvort heldur sem er fyrir nemendur eða kennara.
Lengd: 50 mínútur
Einnig er boðið upp á lengri vinnusmiðjur fyrir kennara þar sem einnig verða kynnt ýmis verkfæri tengd málfefninu til að nýta í skólastofunni.
Smiðjan er ætluð kennurum sem hafa áhuga á að styrkja hlut mannréttinda í kennslu og hentar kennurum flestra, ef ekki allra, faga. Markmiðið er að skapa vettvang til að deila reynslu og efla kennara í mannréttindakennslu.
Á smiðjunni verða helstu mannréttindahugtökin skoðuð og kennslufræðileg sýn Amnesty International kynnt. Auk þess verður þátttakendum veitt verkfæri til að nýta í skólastofunni.
Lengd: 240 mínútur
Erindið er ætlað kennurum sem hafa áhuga á að styrkja hlut mannréttinda í kennslu. Hentar kennurum flestra, ef ekki allra, faga. Markmiðið er að skapa vettvang til að deila reynslu og efla kennara í mannréttindakennslu.
Fjallað verður um tengsl mannréttindafræðslu við aðalnámskrá grunnskóla og áskoranir og tækifæri í mannréttindakennslu rædd.
Lengd: 60-90 mínútur
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu