Íran

26 manneskjur eiga á hættu að vera teknar af lífi í tengslum við mótmæli í Íran

Að minnsta kosti 26 mann­eskjur eiga á hættu að vera teknar af lífi í tengslum við mótmæli í Íran. Yfir­völd tóku nýlega mótmæl­end­urna Mohsen Shekari og Maji­dreza Rahan­vard af lífi eftir óréttlát sýnd­ar­rétt­ar­höld  í þeim tilgangi að vekja ótta á meðal almenn­ings og enda mótmæli í landinu. Búið er að dæma 11 til dauða og 15 af þeim hafa verið ákærð fyrir brot þar sem dauðarefsing liggur við. 

Írönsk stjórn­vald hafa reynt að hylma yfir mann­rétt­inda­brot og afmennska þolendur með því að gefa ekki upp nöfn allra þeirra sem eru dæmd til dauða. Amnesty Internati­onal hefur komist yfir tíu nöfn einstak­linga sem taka á af lífi.  

Þúsundir hafa verið hand­tekin og ákærð í tengslum við mótmæli í landinu. Óttast er að fleira fólk gæti verið dæmt til dauða í tengslum við mótmælin

Rétt­ar­höldin sem haldin voru yfir mótmæl­endum tveimur sem teknir voru af lífi voru hvorki sann­gjörn né réttlát. Stjórn­völd luku þeim af á ljós­hraða svo að kveðinn yrði upp dómur aðeins nokkrum dögum eftir að þau hófust. Stjórn­völd í landinu hafa nú þegar dæmt fólk til dauða fyrir ásak­anir eins og skemmd­ar­verk, árásir eða íkveikjur. Tíu af þessum 26 einstak­lingum sem eru í hættu hafa sagst að yfir­völd hafi þvingað þau til játn­inga með pynd­ingum.

Krefstu þess að írönsk stjórn­völd leysi úr haldi þá mótmæl­endur sem eru í haldi fyrir það eitt að tjá sig með frið­sam­legum hætti og beiti ekki dauðarefs­ingu gegn þeim. 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Perú

Fjöldi fólks hefur látið lífið í mótmælum

Mikil mótmæli brutust út eftir að Pedro Castillo, þáverandi forseti Perú,  reyndi að leysa upp þing landsins þann 7 . desember. Að minnsta kosti 40 einstaklingar hafa látið lífið í mótmælunum af völdum lögreglunnar og her landsins vegna óhóflegrar valdbeitingar. Þann 9. janúar síðastliðinn létu 18 einstaklingar lífið í mótmælum í borginni Juliaca í Perú.  

Íran

26 manneskjur eiga á hættu að vera teknar af lífi í tengslum við mótmæli í Íran

Að minnsta kosti 26 manneskjur eiga á hættu aftöku í tengslum við mótmæli í Íran. Yfirvöld tóku nýlega mótmælendurna Mohsen Shekari og Majidreza Rahanvard af lífi eftir óréttlát sýndarréttarhöld í þeim tilgangi að vekja ótta á meðal almennings og enda mótmæli í landinu. Búið er að dæma 11 til dauða og 15 af þeim hafa verið ákærð fyrir brot þar sem dauðarefsing liggur við.

Færeyjar

Réttur til þungunarrofs ekki virtur

Alþjóðadagur öruggs þungunarrofs er ár hvert 28. september. Á þeim degi er sjálfræði yfir eigin líkama fagnað og vakin athygli á því að réttur til þungunarrofs er víða takmarkaður. Færeyjar eru eina þjóðin á Norðurlöndunum þar sem konur geta ekki tekið sjálfstæða ákvörðun um þungunarrof. Færeysk þungunarrofslög eru með þeim ströngustu í Evrópu. Við krefjumst þess að færeyskar stúlkur, konur og ólétt fólk fái að njóta réttarins til þungunarrofs.