Sokkar fyrir Amnesty

Íslands­deild Amnesty Internati­onal selur sokka eftir íslenska hönnuði til styrktar mann­rétt­ind­a­starfinu.

Í ár var leitað til Lista­há­skólans og hönn­un­ar­sam­keppni var hrint af stað innan skólans. Hönnun Megan Auðar nemanda við LHÍ varð fyrir valinu.

„Þegar ég var lítil, kannski 10 ára, heyrði ég ljóð á ríkis­út­varpinu sem talaði um hvernig við öndum öll sama lofti og allt mann­fólkið sem komið hefur á undan okkur. Þessi hugmynd sat alltaf hjá mér. Seinna á lífs­leið­inni lærði ég um Ubuntu heim­spekina, sem í mínum skilning, tengir allt mann­fólk og lífverur jarðar í tengslanet sem reiðir hvort á annað. Og berum við þá sameig­in­lega ábyrgð á því að passa hvor upp á annað. Myndin á sokk­unum er mynd­lýsing á þessu tengslaneti, og vonandi smá áminning um teng­inguna.“

Megan Auður

Sokk­arnir eru fram­leiddir í verk­smiðju í Portúgal þar sem mikið er lagt upp úr sjálf­bærni í fram­leiðslu­ferlinu. Bómullin er form­lega vottuð af Cotton Made in Africa sem er staðall fyrir bómull í Afríku til að efla lífs­kjör smábænda og stuðla að umhverf­i­s­vænni bómullar­fram­leiðslu samkvæmt ströngum skil­yrðum. Sokk­arnir eru teygj­an­legir.

Allur ágóði af sokka­söl­unni rennur óskiptur til mann­rétt­ind­a­starfs Íslands­deildar Amnesty Internati­onal.

1 STK.
3.200 kr.

Allar vörur