Sómalía

Fjölmiðlamaður fangelsaður fyrir rannsóknarfrétt

Óein­kennisklæddir örygg­is­lög­reglu­verðir hand­tóku Mohamed Ibrahim Osman Bulbul þann 17. ágúst síðast­liðinn. Mohamed starfar sem fjöl­miðla­maður hjá Kaab TV og fyrir innlend hags­muna­samtök fjöl­miðla, Samtök fjöl­miðla­fólks í Sómalíu.

Hand­takan átti sér stað degi eftir að Mohamed birti frétt um meinta misnotkun fjár­magns frá Evrópu­sam­bandinu sem var ætlað fyrir þjálfun lögreglu í Sómalíu. Hann var ákærður þann 25. sept­ember fyrir að lítilsvirða ríkið og dreifa fölskum og hlut­drægum fréttum. Þremur dögum síðar var hann færður í fang­elsi í Moga­dishu þar sem heilsu hans hrakaði og þurfti síðar á sjúkra­hús­vist að halda vegna sýkingar.
Jákvæðar fréttir bárust í máli Mohameds, þegar hann var leystur úr varð­haldi gegn trygg­ingu þann 7. október. Samstarfs­fólk hans í Samtökum fjöl­miðla­fólks í Sómalíu telur að lausn hans tengist því að Amnesty Internati­onal hefur tekið upp mál hans. Hann er þó ekki laus allra mála og líkur eru á að mál hans fari fyrir dómstóla.

Á undan­förnum árum hefur tján­ing­ar­frelsi verið takmarkað veru­lega í Sómalíu. Fjöl­miðla­fólk hefur sætt barsmíðum, verið áreitt, því ógnað, það mætt hótunum og sett í varð­hald að geðþótta af hálfu yfir­valda. Yfir­völd takmarka aðgengi að upplýs­ingum og beita sér gegn fjöl­miðla­frelsi.

Á síðustu fimm árum hafa fleiri en 12 fjöl­miðla­menn verið drepnir. Það er sjald­gæft að gerendur sé dregnir til ábyrgðar fyrir brot í Sómalíu.

Skrifaðu undir og krefstu þess að sómölsk yfir­völd felli niður allar ákærur á hendur Mohamed Ibrahim Osman, tafar­laust og án skil­yrða.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Rússland

Fjölmiðlakona og tveggja barna móðir sætir illri meðferð í fangelsi

Maria Ponomarenko er fjölmiðlakona og tveggja barna móðir sem sætir illri meðferð í fangelsi. Hún deildi skilaboðum á samskiptamiðlinum Telegram um sprengjuárás rússneskra hersveita á leikhús í Mariupol í mars 2022. Skrifaðu undir og kallaðu eftir því að rússnesk stjórnvöld leysi Mariu Ponomarenko skilyrðislaust úr haldi án tafar.

Rússland

Fólk fangelsað fyrir að mótmæla stríðinu í Úkraínu

Rússnesku ritskoðunarlögin brjóta gegn mannréttindum. Rússland verður að afnema þessi ósanngjörnu lög án tafar og leysa úr haldi öll þau sem eru fangelsuð fyrir að tjá skoðanir sínar gegn stríðinu. Sýnum fólki í Rússlandi samstöðu sem hefur þor til að mótmæla friðsamlega stríðinu gegn Úkraínu.

Kólumbía

Verndum mannréttindafrömuði í Kólumbíu

Dag hvern hætta mannréttindafrömuðir lífi sínu í þágu mannréttinda í Kólumbíu. Vernda verður rétt þeirra til að tryggt sé að kólumbískt fólk geti lifað lífi sínu frjálst undan ofbeldi. Að berjast fyrir mannréttindum í Kólumbíu er afar hættulegt og mannréttindafrömuður er myrtur um það bil annan hvern dag. Skrifaðu undir og krefstu þess að kólumbísk stjórnvöld tryggi umfangsmiklar öryggisaðgerðir og verndi alla mannréttindafrömuði.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.

Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

Stöðvið þvingaða brottflutninga í Kolwezi

Að svara eftirspurn heimsins eftir kopar og kóbalti er íbúum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó dýrkeypt. Þeir eru beittir þvinguðum brottflutningum og ofbeldi ásamt því að heimili þeirra eru eyðilögð. Skrifaðu undir ákall um að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brottflutninga og mannréttindabrot í grennd við kopar- og kóbaltnámur.

Venesúela

Leysið úr haldi ranglega fangelsaða Venesúelabúa

Í nýrri skýrslu Amnesty International fordæma samtökin kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela og greina frá málum níu einstaklinga sem sæta varðhaldi að geðþótta. Skrifaðu undir og krefstu tafarlausrar lausnar þeirra án skilyrða.

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.