Bandaríkin

Náðun fyrir Leonard Peltier

Leonard Peltier er aðgerðasinni sem hefur setið í fang­elsi í Banda­ríkj­unum í rúm 46 ár, þar af tölu­verðan tíma í einangrun. Hann er að afplána tvöfaldan lífs­tíð­ardóm þrátt fyrir gagn­rýn­israddir um rétt­mæti dómsins. Leonard verður bráðum 79 ára gamall og hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Á síðasta ári fékk hann COVID-19 og stríðir einnig við langvar­andi heilsu­vanda sem gæti dregið hann til dauða.

Leonard Peltier er amer­ískur frum­byggi af Anis­hinaabe-Lakota ættbálknum og meðlimur í hópi sem berst fyrir rétt­indum amer­ískra frum­byggja, American Indian Movement. Hann var ákærður fyrir að hafa skotið tvo útsendara FBI út frá vitn­is­burði konu sem síðar dró vitn­is­burðinn til baka. Dómari hafnaði beiðni um að konan kæmi fyrir rétt sem vitni verj­andans. Árið 2000 gaf hún út opin­bera yfir­lýs­ingu um að ítrek­aðar hótanir FBI hafi leitt til vitn­is­burð­arins.

Lögfræð­ingur Leon­ards biðlaði til Joe Biden, Banda­ríkja­for­seta, um náðun árið 2021 byggt á mann­úðar og rétt­læt­is­for­sendum, í ljósi vafa­samrar máls­með­ferðar, langs afplán­un­ar­tíma og þverr­andi heilsu Leon­ards, sem á ekki rétt á skil­orði fyrr en 2024.

Skrifaðu undir ákall um að Joe Biden, forseti Banda­ríkj­anna, náði Leonard Peltier.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Síerra Leóne

Ólögmæt manndráp og pyndingar

Í ágúst árið 2022 sköpuðust óeirðir í nokkrum borgum Síerra Leóne, þar á meðal í höfuðborginni Freetown. Uppþotin orsökuðust af ýmsum þáttum, þeirra á meðal óánægju með stefnu stjórnvalda og efnahagskreppu. Alls létust sex lögregluþjónar og 20 mótmælendur og sjónarvottar í borgunum Freetown, Makeni og Kamakwie. Skrifaðu undir ákall um að yfirvöld í Síerra Leóne rannsaki atburðina og tryggi réttlæti.

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.

Bandaríkin

Náðun fyrir Leonard Peltier

Leonard Peltier er amerískur frumbyggi og aðgerðasinni. Hann hefur setið í fangelsi í Bandaríkjunum í rúm 46 ár, þar af töluverðan tíma í einangrun. Leonard verður bráðum 79 ára gamall og hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Á síðasta ári fékk hann COVID-19 og stríðir einnig við langvarandi heilsuvanda sem gæti dregið hann til dauða. Skrifaðu undir ákall um að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, náði Leonard Peltier byggt á mannúðar og réttlætisforsendum, í ljósi vafasamrar málsmeðferðar, langs afplánunartíma og þverrandi heilsu Leonards, sem á ekki rétt á skilorði fyrr en 2024.

Íran

Milljónir skólastúlkna í hættu vegna eitrunar

Skólastúlkur hafa verið í forystu mótmæla í Íran og sýnt hugrekki gegn kúgandi lögum um skyldunotkun höfuðslæða með því að taka af sér höfuðslæðuna. Eiturgasi hefur verið beitt gegn skólastúlkum á grunnskóla- og menntaskólastigi. Sjálfstæðir fjölmiðlar og mannréttindasamtök hafa greint frá meira en 300 aðskildum árásum á rúmlega 100 stúlknaskóla víðsvegar um Íran. Skrifaðu undir og kallaðu eftir því að írönsk yfirvöld geri sjálfstæða, ítarlega og skilvirka rannsókn á eiturárásum gegn skólastúlkum.

Noregur

„Menning Sama í útrýmingarhættu”

Norsk stjórnvöld þurfa að bregðast við á meðan enn er tími til stefnu. Samar, frumbyggjar í norðurhluta Noregs, hafa barist við yfirvöld vegna þess að vindbúskapur á svæðinu ógna hreindýrum þeirra, lífsviðurværi og menningu. Vindmyllurnar eru 151 talsins og þeim fylgja landlínur, vegagerð, og fleiri innviðir, sem þekja helming alls beitilendis í Fosen sem samískir hreindýraræktendur nýta að vetri til. Skrifaðu undir ákall um að Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, tryggi að Samar í Fosen missi ekki lífsviðurværi sitt og fái að halda í eigin siði og menningu.