Kúba

Samviskufanginn Maykel Osorbo er í hættu

Maykel Castillo Pérez, einnig þekktur sem Maykel Osorbo, er kúbverskur tónlist­ar­maður. Hann er einn meðhöf­unda lagsins Patria y Vida sem unnið hefur tvenn verð­laun á rómönsku-amer­ísku Grammy-verð­launa­há­tíð­inni. Lagið hefur orðið að einkenn­is­söng mótmæl­enda en í því eru kúbversk stjórn­völd gagn­rýnd. Maykel Osorbo er samviskufangi. Hann hefur mætt stöðugu áreiti og hefur margsinnis sætt varð­haldi að geðþótta.   

Síðan í apríl 2023 hefur Maykel, samkvæmt heim­ildum Amnesty Internati­onal, gripið til örþrifa­ráða eins og að sauma saman á sér varirnar í mótmæla­skyni við ofbeld­is­hót­anir samfanga sinna og örygg­is­varða fang­els­isins.

Fjöl­skylda hans hefur tjáð Amnesty Internati­onal að hún hafi tölu­verðar áhyggjur af heilsu Maykel. Hann er með bólgna eitla, og það sem verra er, hafa fang­elsis­verðir ekki veitt trúverðug og skýr svör um heilsufar hans sem ýtir enn frekar undir kvíða og óvissu. 

Í júlí tjáði Maykel sig með eftir­far­andi orðum: „Það er ekki komið að þolmörkum enn, ég er nægi­lega sterkur til að blæða áfram. Ég skil hvers vegna verið er að kúga mig og ég held áfram að þrauka. Nokkrir dagar, níu mánuðir, þrjátíu ár gilda einu, þegar öllu er á botninn hvolft hefur þú valdið mér skaða frá því ég fæddist. Það er ekki nóg að læsa mig inni í fang­elsi, ljúga að fólkinu mínu, þvinga mig frá tónlistinni. Fyrr fell ég stoltur ofan í líkkistuna en að gefast upp.”

Maykel Castillo Pérez er samviskufangi, fang­els­aður einungis fyrir að nýta rétt sinn til tján­ingar- og funda­frelsis. Skrifaðu undir og krefstu þess að hann verði tafar­laust leystur úr haldi. 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Rússland

Fjölmiðlakona og tveggja barna móðir sætir illri meðferð í fangelsi

Maria Ponomarenko er fjölmiðlakona og tveggja barna móðir sem sætir illri meðferð í fangelsi. Hún deildi skilaboðum á samskiptamiðlinum Telegram um sprengjuárás rússneskra hersveita á leikhús í Mariupol í mars 2022. Skrifaðu undir og kallaðu eftir því að rússnesk stjórnvöld leysi Mariu Ponomarenko skilyrðislaust úr haldi án tafar.

Rússland

Fólk fangelsað fyrir að mótmæla stríðinu í Úkraínu

Rússnesku ritskoðunarlögin brjóta gegn mannréttindum. Rússland verður að afnema þessi ósanngjörnu lög án tafar og leysa úr haldi öll þau sem eru fangelsuð fyrir að tjá skoðanir sínar gegn stríðinu. Sýnum fólki í Rússlandi samstöðu sem hefur þor til að mótmæla friðsamlega stríðinu gegn Úkraínu.

Kólumbía

Verndum mannréttindafrömuði í Kólumbíu

Dag hvern hætta mannréttindafrömuðir lífi sínu í þágu mannréttinda í Kólumbíu. Vernda verður rétt þeirra til að tryggt sé að kólumbískt fólk geti lifað lífi sínu frjálst undan ofbeldi. Að berjast fyrir mannréttindum í Kólumbíu er afar hættulegt og mannréttindafrömuður er myrtur um það bil annan hvern dag. Skrifaðu undir og krefstu þess að kólumbísk stjórnvöld tryggi umfangsmiklar öryggisaðgerðir og verndi alla mannréttindafrömuði.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.

Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

Stöðvið þvingaða brottflutninga í Kolwezi

Að svara eftirspurn heimsins eftir kopar og kóbalti er íbúum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó dýrkeypt. Þeir eru beittir þvinguðum brottflutningum og ofbeldi ásamt því að heimili þeirra eru eyðilögð. Skrifaðu undir ákall um að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brottflutninga og mannréttindabrot í grennd við kopar- og kóbaltnámur.

Venesúela

Leysið úr haldi ranglega fangelsaða Venesúelabúa

Í nýrri skýrslu Amnesty International fordæma samtökin kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela og greina frá málum níu einstaklinga sem sæta varðhaldi að geðþótta. Skrifaðu undir og krefstu tafarlausrar lausnar þeirra án skilyrða.

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.