Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínu­búar berjast gegn andlits­grein­ing­ar­tækni sem er notuð til að takmarka grund­vall­ar­rétt­indi þeirra. Þrýstu á fram­leið­endur tækni­bún­að­arins, til stuðn­ings Palestínu­búum.

Hver er vandinn?

Aðför ísra­elskra yfir­valda að mótmæl­endum í maí 2021 leiddi til aukins eftir­lits og kúgunar á Palestínu­búum, einkum í Hebron og Austur-Jerúsalem.

Við eftir­lits­stöð 56, varð­stöð sem er einna mest ljós­mynduð, rís hár stál­grind­ar­veggur með tveimur ramm­gerðum snún­ings­hliðum og minnst 24 mynda­vélum. Eftir­lits­stöðin aðskilur Palestínubúa frá fjöl­skyldu­með­limum og heftir aðgengi þeirra að nauð­synja­vörum, þjón­ustu, atvinnu, menntun, og heil­brigð­is­þjón­ustu. Örygg­is­sveitir Ísraels nota nýja andlits­grein­ing­ar­tækni sem kallast „Rauður úlfur“. Á hernumdu svæðum Austur-Jerúsalem tengist eftir­lit­s­kerfið Mabat 2000 við þúsundir eftir­lits­mynda­véla og greinir andlit víðs­vegar um borgina. Eftir­lits­mynda­vélum hefur fjölgað í hverfinu Sheikh Jarrah, einkum nálægt Damaskus-hliðinu og við palestínska hverfið Silwan. Amnesty Internati­onal hefur auðkennt eftir­lits­mynda­vélar frá kínverska fyrir­tækinu Hangzhou Hikvision Digital Technology Co, Ltd og TKH Secu­rity sem er með aðsetur í Hollandi.

Palestínu­búar eru eini þjóð­ern­is­hóp­urinn sem þarf að fara í gegnum eftir­lits­stöðv­arnar. Vegna ólög­legrar söfn­unar lífkenn­is­upp­lýs­inga eiga þeir á meiri hættu á að vera hand­teknir að geðþótta, yfir­heyrðir og færðir í varð­hald. Eftirlit af þessu tagi veldur því að fólk geti ekki lifað með reisn.

Tækni getur bætt aðgengi að námi, heil­brigð­is­þjón­ustu, upplýs­ingum og veitt fólki aukin tæki­færi óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækn­inni til að áreita og jaðar­setja Palestínubúa í þeim tilgangi að fram­fylgja aðskiln­að­ar­stefnu Ísra­els­ríkis.

Hvað getur þú gert?

Skrifaðu undir bréf til fram­leið­enda andlits­grein­ing­ar­tækni­bún­að­arins og krefstu tafar­lausrar stöðv­unar á fram­leiðslu á tækni­búnaði sem notar andlits­grein­ingu og lífkenni.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.

Bandaríkin

Náðun fyrir Leonard Peltier

Leonard Peltier er amerískur frumbyggi og aðgerðasinni. Hann hefur setið í fangelsi í Bandaríkjunum í rúm 46 ár, þar af töluverðan tíma í einangrun. Leonard verður bráðum 79 ára gamall og hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Á síðasta ári fékk hann COVID-19 og stríðir einnig við langvarandi heilsuvanda sem gæti dregið hann til dauða. Skrifaðu undir ákall um að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, náði Leonard Peltier byggt á mannúðar og réttlætisforsendum, í ljósi vafasamrar málsmeðferðar, langs afplánunartíma og þverrandi heilsu Leonards, sem á ekki rétt á skilorði fyrr en 2024.

Íran

Milljónir skólastúlkna í hættu vegna eitrunar

Skólastúlkur hafa verið í forystu mótmæla í Íran og sýnt hugrekki gegn kúgandi lögum um skyldunotkun höfuðslæða með því að taka af sér höfuðslæðuna. Eiturgasi hefur verið beitt gegn skólastúlkum á grunnskóla- og menntaskólastigi. Sjálfstæðir fjölmiðlar og mannréttindasamtök hafa greint frá meira en 300 aðskildum árásum á rúmlega 100 stúlknaskóla víðsvegar um Íran. Skrifaðu undir og kallaðu eftir því að írönsk yfirvöld geri sjálfstæða, ítarlega og skilvirka rannsókn á eiturárásum gegn skólastúlkum.

Noregur

„Menning Sama í útrýmingarhættu”

Norsk stjórnvöld þurfa að bregðast við á meðan enn er tími til stefnu. Samar, frumbyggjar í norðurhluta Noregs, hafa barist við yfirvöld vegna þess að vindbúskapur á svæðinu ógna hreindýrum þeirra, lífsviðurværi og menningu. Vindmyllurnar eru 151 talsins og þeim fylgja landlínur, vegagerð, og fleiri innviðir, sem þekja helming alls beitilendis í Fosen sem samískir hreindýraræktendur nýta að vetri til. Skrifaðu undir ákall um að Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, tryggi að Samar í Fosen missi ekki lífsviðurværi sitt og fái að halda í eigin siði og menningu.