Zineb Redouane, áttatíu ára gömul kona sem bjó í Marseille í Frakklandi, hafði unun af tónlist og blómum. Að kvöldi dags hinn 1. desember 2018 útbjó Zineb kvöldmat á heimili sínu á fjórðu hæð og spjallaði við dóttur sína í síma á meðan.
Fyrir neðan hafði fólk safnast saman á götum úti til að mótmæla bágbornu húsnæðisástandi í Marseille. Lögreglan beitti táragasi til að dreifa mannskapnum.
Þegar Zineb varð ljóst að heilmikið táragas barst inn á heimilið inn um opinn glugga gekk hún í áttina að glugganum til að loka honum. Áður en Zineb tókst að loka glugganum varð henni litið út og tók þá eftir tveimur lögreglumönnum á götunni fyrir neðan. Annar lögreglumaðurinn varpaði táragassprengju í áttina að Zineb sem hæfði hana í andlitið.
Zineb var flutt á sjúkrahús með alvarlega áverka í andliti. Hún var við það að kafna vegna þess að efri gómurinn hafði fallið saman og kjálkabeinið var brotið. Zineb átti að gangast undir bráðaaðgerð en hún fór í hjartastopp við svæfingu og nokkrum sinnum eftir það. Hún lést að lokum af sárum sínum.
Zineb dó vegna gáleysis lögreglu við beitingu táragassprengju. Um fjórum árum síðar er rannsókn á dauða hennar enn í gangi. Enginn hefur verið ákærður eða vikið úr starfi vegna þessa hörmulega atburðar.
Fjölskylda Zineb bíður enn réttlætis.
Krefstu réttlætis fyrir Zineb núna!