Lífstíðardómur aðgerðasinna

Stendur frammi fyrir lífstíðardómi vegna friðsamlegra mótmæla

Panusaya Sithijirawatt­anakul, kölluð Rung sem þýðir regn­bogi, er nemandi og áhugaf­iðlu­leikari sem hefur lýst sér sem „hógværri og hljóð­látri“ og var áður mjög feimin. Í dag er hún leið­andi rödd í lýðræð­is­hreyf­ingu ungs fólks í Taílandi.

Rung gerðist póli­tískur aðgerðasinni þegar hún stundaði nám í félags­fræði og mann­fræði við háskóla í Bangkok, höfuð­borg landsins. Óhrædd tók hún þátt í mótmælum til að krefjast félags­legra og póli­tískra breyt­inga allt árið 2020. Í ágúst sama ár var hún orðin leið­togi mótmæl­anna. Þúsundir fylgdust með Rung krefjast rétt­lætis, frelsis og réttar til tján­ingar, auk þess að kalla eftir umbótum á konungs­ríkinu, sem er afar viðkvæmt málefni í Taílandi. Þessi fordæm­is­lausa krafa gerði hana þjóð­þekkta en á sama tíma var hún stimpluð sem vand­ræða­seggur í augum stjórn­valda.

Rung hélt áfram að leiða mótmælin fyrir félags­legum umbótum. Hún var sökuð um að hvetja til ófriðar og var hand­tekin í mars 2021 á grund­velli laga sem banna gagn­rýni á konungs­ríkið. Hún var fang­elsuð í 60 daga og smit­aðist þar af Covid-19. Yfir­völd neituðu henni sex sinnum um lausn gegn trygg­ingu. Hún fór í 38 daga hung­ur­verk­fall og var að lokum leyst úr haldi hinn 30. apríl 2021.

Rung stendur frammi fyrir fjölda ákæra og verði hún fundin sek á hún yfir höfði sér lífs­tíð­ardóm.

„Um leið og þú stígur inn í fang­elsið finnst þér eins og mennska þín sé ekki lengur heil,“ segir Rung.

Krefstu þess að stjórn­völd í Taílandi felli niður allar ákærur á hendur Rung.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Rússland

Í haldi fyrir að mótmæla innrás Rússlands í Úkraínu

Aleksandra setti upplýsingar um innrás Rússlands í Úkraínu í stórmarkað. Hún situr nú í fangelsi í Rússlandi þar sem aðstæður eru hræðilegar og á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi verði hún fundin sek.

Paragvæ

Mótmæla mismunun trans fólks

Yren og Mariana þurfa að berjast gegn mismunun sem trans konur. Þær geta ekki fengið skilríki í samræmi við kynvitund sína. Yren og Mariana krefjast þess að fá lagalega viðurkenningu á því hverjar þær eru.

Frakkland

Lögregla drepur áttræða konu með táragassprengju

Hin áttatíu ára gamla Zineb dó vegna gáleysis lögreglu við beit­ingu tára­gassprengju á mótmælum fyrir utan heimili hennar. Tæpum fjórum árum síðar hefur enn enginn verið ákærður.

Marokkó

20 ára fangelsisvist fyrir að krefjast breytinga

Mannréttindafrömuðurinn Nasser Zefzafi afplánar 20 ára fangelsisdóm fyrir friðsamleg mótmæli. Hann hefur sætt pyndingum og illri meðferð og heilsu hans hefur hrakað við hræðilegar aðstæður í fangelsinu.

Kamerún

Fangelsuð fyrir sín fyrstu mótmæli

Dorgelesse, einstæð móðir og hárgreiðslukona, var handtekin þegar hún tók þátt í friðsamlegum mótmælum þar sem hún krafðist betri framtíðar. Hún hefur verið í haldi frá september 2020. Hún hlaut fimm ára fangelsisdóm í herrétti.

Kúba

Listamaður í fangelsi fyrir að verja tjáningarfrelsið

Listamaðurinn Luis Manuel birti myndband á netinu í júli 2021 þar sem hann sagðist ætla að taka þátt í mótmælum í Havana. Hann var handtekinn áður en mótmælin fóru fram og dæmdur í fimm ára fangavist.

Íran

Pyndaður og ranglega fangelsaður fyrir að mótmæla

Vahid og tveir bræður hans voru handteknir árið 2018 fyrir þátttöku í friðsamlegum mótmælum gegn ójafnrétti og pólitískri kúgun. Vahid hefur sætt pyndingum og verið í einangrun frá september 2020.