Gambía

Vernda þarf samfélög gegn ofveiðum í Gambíu

Fiskur er ein helsta nátt­úru­auð­lind Gambíu og sjávar­út­vegur spilar mikil­vægt hlut­verk í efnahag landsins. Samfélög í landinu reiða sig einnig mikið á fisk sem lifir við yfir­borð sjávar sem prótein­gjafa og í atvinnu­skyni. Á síðustu árum hafa erlendir stórir togararar og fiski­mjöls- og fiskolíu­verk­smiðjur gengið nærri þessari mikil­vægu nátt­úru­auð­lind. Ofveiðar hafa leitt til fæðuóör­yggis í landinu.

Samkvæmt Matvæla- og land­bún­að­ar­stofnun Sameinuðu þjóð­anna hefur fæðuóör­yggi meðal íbúa landsins aukist, úr 5% í 8%, á fimm árum á tíma­bilinu 2015-2020.  

Veiðar stórra fiski­skipa, bæði ólög­legra og löglegra, ásamt starf­semi fiski­mjöl­verk­smiðja hafa leitt til minnk­andi fiski­stofna. Bonga­fiskur og sardín­ellur eru einn mikil­væg­asti prótein­gjafi úr dýra­ríkinu fyrir íbúa landsins vegna viðráð­an­legs verðs en þessar fisk­teg­undir eru nú mikið notaðar í fiski­mjöl. Mjölið er síðan sent til annarra heims­álfa til að nota í dýra­eldi eða fisk­eldi. Þessi iðnaður þarfnast mikils magns af fiski þar sem það tekur 4,5 kg af fiski til að búa til 1 kg af fiski­mjöli.  

Fisk­iðn­að­urinn veldur að auki umhverf­is­legum skaða. Í Sanyang, hafa íbúar kvartað undan umhverf­isáhrifum frá Nessim-fiski­mjöls­verk­smiðj­unni sem byrjaði vinnslu árið 2018. Konur sem vinna í görðum við verk­smiðjuna hafa sagt fram­leiðni þeirra hafa farið minnk­andi síðan verk­smiðjan opnaði vegna aukinna skað­valda sem leggjast á græn­metið.  

Eigendur veit­inga­staða segjast missa viðskipta­vini vegna skæðrar lyktar sem kemur frá verk­smiðj­unni þegar vinnsla er í gangi. Auk þess hafa fjöl­miðlar greint frá því  að  allt  hafi verið  morandi af dauðum fiski á Sanyang-strönd­inni í þrjú skipti á árunum 2019-2021. Sjómenn sem starfa fyrir Nessim-verk­smiðjuna kasta dauðum fiski aftur út í sjóinn þegar verk­smiðjan vill ekki nýta hann. 

Grípa þarf til aðgerða til að stöðva þennan ágang. Umhverfið og samfélög mega ekki þjást lengur.

Gambísk stjórn­völd verða að bregðast við og vernda mann­rétt­indi. Sjáv­ar­út­veg­urinn í Gambíu, erlendir togarar og fiski­mjöls- og fiskolíu­verk­smiðjur þurfa að láta til sín taka til að vernda samfélög í Gambíu, þar á meðal í Sanayang.  

Skrifaðu undir og þrýstu á stjórn­völd í Gambíu að hafa eftirlit með ólög­legum og óheftum fisk­veiðum og setja lög sem tryggja að fyrir­tæki gæti þess að virða mann­rétt­indi í starf­semi sinni.  

 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Afganistan

Aðgerðasinni í þágu menntunar handtekinn að geðþótta

Matiullah Wesa er aðgerðasinni í þágu menntunar og mannréttinda. Hann var handtekinn að geðþótta af leyniþjónustu talibana. Fjölskylda hans hefur ekki fengið að heimsækja hann og engar leiðir tiltækar til að véfengja lögmæti varðhaldsins. Skrifaðu undir og krefstu þess að Abdul Haq Wasiq, framkvæmdastjóri leyniþjónustu talibana, leysi Matiulla Wesa tafarlaust úr haldi.

Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

Stöðvið þvingaða brottflutninga í Kolwezi

Að svara eftirspurn heimsins eftir kopar og kóbalti er íbúum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó dýrkeypt. Þeir eru beittir þvinguðum brottflutningum og ofbeldi ásamt því að heimili þeirra eru eyðilögð. Skrifaðu undir ákall um að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brottflutninga og mannréttindabrot í grennd við kopar- og kóbaltnámur.

Venesúela

Leysið úr haldi ranglega fangelsaða Venesúelabúa

Í nýrri skýrslu Amnesty International fordæma samtökin kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela og greina frá málum níu einstaklinga sem sæta varðhaldi að geðþótta. Skrifaðu undir og krefstu tafarlausrar lausnar þeirra án skilyrða.

Kúba

Samviskufanginn Maykel Osorbo er í hættu

Maykel Osorbo, er kúbverskur samviskufangi og tónlistarmaður. Hann hefur mætt stöðugu áreiti og hefur margsinnis sætt varðhaldi að geðþótta. Fjölskylda hans hefur tjáð Amnesty International að hún hafi töluverðar áhyggjur af heilsu Maykel. Skrifaðu undir og krefstu þess að hann verði tafarlaust leystur úr haldi.

Gambía

Vernda þarf samfélög gegn ofveiðum í Gambíu

Fiskur er ein helsta náttúruauðlind Gambíu og sjávarútvegur spilar mikilvægt hlutverk í efnahag landsins. Ofveiðar hafa leitt til fæðuóöryggis í landinu. Skrifaðu undir og þrýstu á stjórnvöld í Gambíu að hafa eftirlit með ólöglegum og óheftum fiskveiðum og setja lög sem tryggja að fyrirtæki gæti þess að virða mannréttindi í starfsemi sinni.  

Nígería

Unglingstúlka lést í kjölfar nauðgunar

Keren-Happuch Aondodoo Akpagher var 14 ára stúlka og nemandi í Premier Academy í Abuja í Nígeríu. Grunur er um að henni hafi verið nauðgað í skólanum en hún dó nokkrum dögum síðar, 22. júní 2022. Krufning bendir til þess að hún hafi látist að völdum sýkingar sem hún fékk í kjölfar nauðgunar.  

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.