Filippseyjar

Filippseyjar: Herjað á ritstjóra og starfsfólk netfréttamiðils

Maria Ressa, mann­rétt­inda­fröm­uður og aðal­rit­stjóri netfréttamið­il­isins Rappler, og Rey Santos Jr. fyrrum rann­sókn­ar­blaða­maður hjá Rappler eru fyrsta fjöl­miðla­fólkið á Filipps­eyjum sakfellt fyrir meið­yrði á netinu. Þau standa frammi fyrir allt að sex ára fang­elsi.

Þau voru sakfelld þann 15. júní 2020. Mál þeirra byggir á grein sem Rey skrifaði árið 2012 en það var áður en lögin um netglæpi tóku gildi sem ákæran byggði á. Greinin fjallaði um að forseti hæsta­réttar hafi notað bíl frá athafna­mann­inum Wilfredo Keng, sem hefur verið grun­aður um að tengjast ólög­legum fíkni­efnum og mansali.

Fréttamið­illinn Rappler hefur reglu­lega gagn­rýnt Duterte forseta og stjórn hans með því að rann­saka og fjalla um aftökur án dóms og laga í tengslum við stefnu stjórn­valda í „stríðinu gegn fíkni­efnum“.

Maria, Rey og annað starfs­fólk hjá Rappler standa einnig frammi fyrir öðrum ákærum og rann­sóknum. Þar á meðal fyrir grun um skatta­laga­brot. Rappler hefur verið sá fjöl­miðill sem stjórn­völd hafa herjað mest á frá árinu 2016 þegar „stríðið gegn fíkni­efnum“ hófst. Að auki var stærstu sjón­varps­stöð Filipps­eyja skipað að loka af yfir­völdum í maí 2020 en þar hefur einnig verið fjallað um „stríðið gegn fíkni­efnum“ á gagn­rýnin hátt.

Frá því að „stríðið gegn fíkni­efnum“ hófst hafa þúsundir einstak­linga verið teknir af lífi án dóms og laga af lögreglu. Flestir eru fátækir og úr jaðar­hópum í samfé­laginu. Enginn hefur verið dreginn til ábyrgðar vegna morð­anna. Duterte forseti landsins hefur ítrekað hvatt lögregluna áfram með því að segja að það verði engar afleið­ingar af aftökum án dóms og laga ef fórn­ar­lömbin tengjast fíkni­efna­brotum.

Skrifaðu undir og krefstu þess að allar ákærur á hendur fjöl­miðla­fólks hjá Rappler verði felldar niður og tján­ing­ar­frelsið í landinu verði tryggt!

Lestu nánar um aftökur án dóms og laga á Filipps­eyjum hér.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi