Ísrael

Krefjumst vopnahlés í átökum Ísraels og Gaza

Harðn­andi átök á milli Ísraels og Hamas og annarra vopn­aðra hópa valda óbreyttum borg­urum miklum þján­ingum. Átök á þessu svæði hafa aldrei verið jafn hörð eða mann­fallið jafn mikið. Líf fjölda fólks hefur verið lagt í rúst. Dag hvern eykst mann­fallið og mann­úð­ar­neyðin á Gaza. Amnesty Internati­onal krefst þess að allir aðilar í átök­unum semji án tafar um vopnahlé til að binda enda á blóð­baðið og tryggja að mann­úð­ar­að­stoð komist til Gaza.  

Mann­fall óbreyttra borgara á Gaza heldur áfram að aukast af miklum þunga í vægð­ar­lausum sprengju­árásum Ísraels. Þessar árásir eru viðbrögð Ísraels við gíslatöku þar sem óbreyttum borg­urum er haldið og hrylli­legum árásum Hamas og annarra vopn­aðra hópa sem hafa valdið dauða um 1.400 einstak­linga í Ísrael. Á sama tíma hafa fleiri en 6.500 einstak­lingar verið drepnir í árás­unum á Gaza, meðal annars í handa­hófs­kenndum árásum og öðrum ólög­mætum árásum. Flestir hinna látnu eru óbreyttir borg­arar og þriðj­ungur þeirra eru börn. Fjöldi líka er enn grafinn undir í rústum. Millj­ónir standa frammi fyrir því að þurfa flýja heimili sín, missa eignir sínar og þjást. 

Hamas og aðrir vopn­aðir hópar hafa tekið að minnsta kosti 200 gísla sem eru í lífs­hættu og þeim haldið á Gaza. Þeir hafa einnig skotið ónákvæmum eldflaugum til Ísraels sem setur óbreytta borgara þar í hættu. 

Á sama tíma hefur Ísrael stöðvað vöru­flutn­inga til Gaza, þar á meðal vörur á borð við vatn, mat og eldsneyti, sem setur líf rúmlega tveggja milljóna íbúa Gaza­svæð­isins í hættu. Ólögmæt herkví Ísraels á Gaza-svæðinu, síðast­liðin 16 ár hefur valdið þar mikilli mann­úð­ar­neyð sem mun aðeins aukast ef ekki verður bundinn endi á átökin án tafar. 

Alvarleg brot á alþjóð­legum mann­úð­ar­lögum, þar á meðal stríðs­glæpir, af hálfu allra aðila átak­anna hafa fengið að viðgangast af fullum þunga. 

Vopnahlé stöðvar ólög­mætar árásir allra aðila í átök­unum, fækkar dauðs­föllum á Gaza og gerir hjálp­ar­stofn­unum kleift að veita lífs­nauð­syn­lega aðstoð, meðal annars að flytja vatn og sjúkra­gögn inn á Gaza­svæðið, til að lina gífur­legar þján­ingar íbúa. Spít­alar geta þá einnig fengið lífs­nauð­synleg lyf, eldsneyti og búnað sem sárlega vantar og unnið að endur­bótum á þeim sjúkra­deildum sem hafa eyðilagst.  

Vopnahlé veitir einnig ráðrúm til að semja um lausn gísla sem er haldið á Gaza og opnar rými fyrir óháðar alþjóð­legar rann­sóknir á stríðs­glæpum allra aðila átak­anna. Slíkar rann­sóknir geta átt þátt í að binda enda á refsi­leysið sem hefur fengið að viðgangast í langan tíma og hefur ýtt undir grimmd­ar­verk. Nú er brýnt að ráðist sé á rót vanda þessara átaka með því að binda enda á aðskiln­að­ar­stefnu Ísraels gegn palestínsku fólki. 

Skrifaðu undir og krefstu þess að Katrín Jakobs­dóttir forsæt­is­ráð­herra og Bjarni Bene­diktsson utan­rík­is­ráð­herra Íslands leggi sitt af mörkum til að alþjóða­sam­fé­lagið kalli tafar­laust eftir vopna­hléi og að bundinn verði endi á mann­úð­ar­neyðina í Gaza. 

Tengt efni

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Rússland

Fjölmiðlakona og tveggja barna móðir sætir illri meðferð í fangelsi

Maria Ponomarenko er fjölmiðlakona og tveggja barna móðir sem sætir illri meðferð í fangelsi. Hún deildi skilaboðum á samskiptamiðlinum Telegram um sprengjuárás rússneskra hersveita á leikhús í Mariupol í mars 2022. Skrifaðu undir og kallaðu eftir því að rússnesk stjórnvöld leysi Mariu Ponomarenko skilyrðislaust úr haldi án tafar.

Rússland

Fólk fangelsað fyrir að mótmæla stríðinu í Úkraínu

Rússnesku ritskoðunarlögin brjóta gegn mannréttindum. Rússland verður að afnema þessi ósanngjörnu lög án tafar og leysa úr haldi öll þau sem eru fangelsuð fyrir að tjá skoðanir sínar gegn stríðinu. Sýnum fólki í Rússlandi samstöðu sem hefur þor til að mótmæla friðsamlega stríðinu gegn Úkraínu.

Kólumbía

Verndum mannréttindafrömuði í Kólumbíu

Dag hvern hætta mannréttindafrömuðir lífi sínu í þágu mannréttinda í Kólumbíu. Vernda verður rétt þeirra til að tryggt sé að kólumbískt fólk geti lifað lífi sínu frjálst undan ofbeldi. Að berjast fyrir mannréttindum í Kólumbíu er afar hættulegt og mannréttindafrömuður er myrtur um það bil annan hvern dag. Skrifaðu undir og krefstu þess að kólumbísk stjórnvöld tryggi umfangsmiklar öryggisaðgerðir og verndi alla mannréttindafrömuði.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.

Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

Stöðvið þvingaða brottflutninga í Kolwezi

Að svara eftirspurn heimsins eftir kopar og kóbalti er íbúum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó dýrkeypt. Þeir eru beittir þvinguðum brottflutningum og ofbeldi ásamt því að heimili þeirra eru eyðilögð. Skrifaðu undir ákall um að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brottflutninga og mannréttindabrot í grennd við kopar- og kóbaltnámur.

Venesúela

Leysið úr haldi ranglega fangelsaða Venesúelabúa

Í nýrri skýrslu Amnesty International fordæma samtökin kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela og greina frá málum níu einstaklinga sem sæta varðhaldi að geðþótta. Skrifaðu undir og krefstu tafarlausrar lausnar þeirra án skilyrða.

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.