Einstaklingar í hættu

Stjórn­völd víða um heim pynda og fang­elsa einstak­linga m.a. fyrir skoð­anir þeirra, kynferði, trúar­brögð, uppruna og samfé­lags­stöðu. Einstak­lingar sem gagn­rýna stjórn­völd eða tilheyra jaðar­hópum eru einkum í hættu.

Amnesty Internati­onal var stofnað út frá þeirri hugmynd að venju­legt fólk um heim allan gæti bundið enda á þessi mann­rétt­inda­brot með því að grípa til aðgerða í þágu þessara einstak­linga. Millj­ónir skila­boða hafa verið send til stjórn­valda víðs­vegar um heiminn vegna einstak­lings­mála sem Amnesty Internati­onal hefur tekið upp. Það hefur veitt fólki í erfiðum aðstæðum von og hjálpað þúsundum einstak­linga að fá frelsi sitt á ný sem voru rang­lega fang­elsuð.

  • 10 milljónir
    Sá fjöldi einstaklinga sem áætlað er að sé í fangelsi um allan heim.

  • 3,2 milljónir
    fanga sem áætlað er að bíði enn réttarhalda í heiminum.

  • 1
    lögfræðingur starfar fyrir hverja 50.000 íbúa í flestum þróunarlöndunum.

  • Undirskriftir í Þitt nafn bjargar lífi 2021

    66.180
  • Undirskriftir í Þitt nafn bjargar lífi 2020

    70.405
  • Undirskriftir í Þitt nafn bjargar lífi 2019

    86.886
  • Undirskriftir í Þitt nafn bjargar lífi 2018

    76.901
  • Undirskriftir í Þitt nafn bjargar lífi 2017

    95.826
  • Undirskriftir í Þitt nafn bjargar lífi 2016

    60.914
  • Undirskriftir í Þitt nafn bjargar lífi 2015

    80.269

Einstaklingar í hættu
Þitt nafn bjargar lífi er árleg herferð Amnesty International þar sem er safnað undirskriftum fyrir 10 áríðandi mál

Kjarni vandans

Á hverjum degi er brotið á rétt­indum einstak­linga. Fólk er dæmt eftir ósann­gjörn rétt­ar­höld eða haldið í varð­haldi án rétt­ar­halda, fangar eru pynd­aðir, samfélög verða fyrir þving­uðum brott­flutn­ingum, einstak­lingar sæta þving­uðum manns­hvörfum eftir að hafa verið teknir af heim­ilum sínum af útsend­urum yfir­valda og fólk er fang­elsað fyrir skoð­anir sínar.

Hvað er Amnesty að gera?

Gerðar eru rann­sóknir á mann­rétt­inda­brotum. Unnið er í nærsam­fé­lagi þolenda mann­rétt­inda­brota og ef við á í samstarfi með öðrum samtökum.

Við vekjum athygli á mann­rétt­inda­brotum, krefj­umst lausna einstak­linga úr haldi og þrýstum á stjórn­völd að virða mann­rétt­indi.

Við höldum úti virku aðgerðaneti með netákalli og sms-aðgerð­ar­neti.

Við virkjum þúsundir einstak­linga til að taka þátt í árlegri herferð okkar Þitt nafn bjargar lífi í þágu þolenda mann­rétt­inda­brota.

Ungir aðgerða­sinnar taka þátt í starfi Amnesty Internati­onal í ungl­iða­hreyf­ingu Íslands­deild­ar­innar.

Tengt efni